Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 22
Engin afsta›a til tengsla Finns og Halldórs Tveir hæstaréttarlög- menn hafa skila› álits- ger› sem fleir voru fengnir til a› vinna a› bei›ni stjórnarandstö›- unnar. fieir telja margt í minnisbla›i Ríkisendur- sko›unar frá flví um mi›jan mánu›inn veru- legum annmörkum há›. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar. Minnisblað Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra er verulegum annmörkum háð. Þetta kemur fram í álitsgerð hæstaréttarlög- mannanna Sifjar Konráðsdóttur og Björns L. Bergssonar, sem unnin var að beiðni þingflokka stjórnarandstöðunnar. Í álitsgerð- inni er verulegum efasemdum lýst yfir minnisblaði ríkisendur- skoðanda sem dreift var á fundi fjárlaganefndar um miðjan mán- uðinn en sjö spurningar voru lagð- ar fyrir lögmennina að ósk stjórn- arandstöðunnar sem hafa nú skil- að áliti sínu. Lögmennirnir segja að með álitsgerðinni séu þeir þó ekki að leysa úr því álitaefni hvort Hall- dór Ásgrímsson hafi verið hæfur eða vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankan- um árið 2003. Þess hafi ekki verið óskað af álitsbeiðanda né heldur telja lögmennirnir að nægjanlega mikil gögn liggi fyrir í málinu til þess að hægt sé að kveða upp slík- an úrskurð. 1. Ríkisendurskoðandi sem málsaðili Ríkisendurskoðandi er ekki réttur aðili til að fjalla um hæfi eða vanhæfi stjórnvaldshafa að mati lögmannanna. Það sé einkum hlutverk umboðsmanns Alþingis að fjalla um vanhæfi stjórnvalds- hafa. Á það er hins vegar fallist með Ríkisendurskoðun af lög- mönnunum að það geti verið eðli- legt að Ríkisendurskoðun hugi að hæfi Halldórs í ljósi tengsla hans sjálfs við S-hópinn. Sé það þess vegna athyglisvert að Ríkisendur- skoðun hafi ekki gert slíkt þegar það gerði úttekt á einkavæðingu ríkisfyrirtækja í desember 2003 enda hafði þá þegar verið fjallað um tengsl Skinneyjar-Þinganess hf. og Hesteyrar hf. á opinberum vettvangi. 2. Lögformleg staða Halldórs Ás- grímssonar Ótvírætt virðist að mati lög- mannanna að reynt hafi getað á hæfi Halldórs Ásgrímssonar í störfum ríkisstjórnarinnar sjálfrar en ekki aðeins í störf- um hans í ráðherranefnd um einkavæðingu. Þannig hafi all- ir sem hafi stjórnsýslu með höndum hlutverk starfs- manns í skilningi stjórn- sýslulaganna. Þannig er hafnað þeirri skoðun Ríkis- endurskoðunar að þar sem ráðherranefndin sé ekki lög- formlega varin þá falli hún utan gildissviðs stjórnsýslu- laganna. 3. Hvort Halldóri hafi borið að víkja Halldór hefur í störfum sín- um sem varaformaður ráð- herranefndar annast stjórn- sýsluverkefni að mati lög- mannanna. Bein laga- skylda hvíli á öllum þeim sem slíkum verkefnum sinna að gæta að hæfi sínu. Þeim beri að vekja athygli for- manns stjórnsýslu- nefndar á því hvort hæfi þeirra orki tví- mælis. Halldóri hafi borið eins og öðrum að gæta að hæfi sínu. 4. Tímamörk hæfis- skilyrða Ve i k i n d a l e y f i Halldórs frá 14. október til 26. nóv- ember 2002 hefur enga afgerandi þýð- ingu við úrlausn álitaefnis um hvort hann hafi verið hæfur til að fjalla um sölu hlutar ríkisins í Búnaðar- bankanum til S-hópsins að mati lögmannanna. Spurning um van- hæfi hljóti að hafa vaknað strax og S-hópurinn skilaði inn tilkynn- ingu um áhuga á kaupum á kjöl- festuhlut í bönkunum. 5. Tímamörk við eigendaskipti Lögmennirnir eru ekki sam- mála þeirri túlkun Ríkisendur- skoðunar að eigendaskipti á bréf- um Hesteyrar ehf. í Keri hf. hafi verið 12. nóvember eða þann dag sem samningur var gerður. Segir í álitsgerðinni að ganga eigi út frá þeirri dagsetningu þegar öll skil- yrði samnings milli aðilanna voru uppfyllt eða 19. nóv- ember. 6. Prósentuhlutfall við hags- munamat Í álitinu segir að ekki sé al- mennt augljóst að við þær aðstæð- ur sem um ræðir varðandi hags- muni Halldórs þegar meta á pró- sentu-hlutfall eignarhluta fjöl- skyldu hans í Skinney-Þinganesi, hafi ómálefnaleg sjónarmið haft áhrif á ákvörðunina. Ekki beri að- eins að líta til hlutfalls heldur einnig þess að um viðskipti fyrir um tvö hundruð milljónir hafi verið að ræða. 7. Vanhæfi á grundvelli tengsla við S-hópinn Einn helsti forsvarsmaður S- hópsins var Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, sem var náinn sam- starfsmaður Halldórs um langt árabil. Lögmennirnir telja að óhjákvæmilegt hafi verið vegna tengsla Halldórs við Finn að taka afstöðu til þess að þeir höfðu starfað náið saman í gegnum árin. Ríkisendurskoðun bar að setja fyrirvara Í niðurstöðu álitsgerðarinnar segir að umfjöllun um hæfi Hall- dórs Ásgrímssonar í minnisblaði Ríkisendurskoðunar hafi verið mjög takmörkuð án þess að skýrt sé kveðið á um hvers vegna svo sé. Einnig kemur fram að Ríkisendur- skoðun hafi borið að setja þá fyrirvara að umfjöllun hennar hafi aðeins beinst að afmörkuðum þætti álitaefnis og spurn- ingum um hæfi Hall- dórs hafi verið haldið utan við athugunina að öðru leyti en varðar eignatengsl hans og vandamanna. Sjá álitsgerðina í heild sinni á visir.is. hjalmar@frettabladid.is Um síðustu helgi stóð Íslandsdeild Amnesty International fyrir uppákomu á Austurvelli þar sem fólki var boðið að reyna á eigin skinni hluta pyntinga sem fangar Bandaríkjahers í Guant- anamo-búðunum hafa mátt sæta. Hverju skilar Amnesty hér í litlu velmegunarríki? Starfið gengur út á alþjóðlega sam- stöðu. Einstakir félagar skrifa bréf til yfirvalda þar sem mannréttindi eru brotin og stór hluti félaga hér tekur reglulega þátt í því. Vinnur Íslandsdeildin með stjórn- völdum hér? Við höfum átt ágætt samstarf við ut- anríkisráðuneytið, en yfirvöld hafa til dæmis staðið sig vel í tengslum við bann við barnahermennsku og við stofnun Alþjóðlega sakamáladóm- stólsins. Nýjasta dæmið er svo undir- ritun Evrópusamnings sem tryggja á betur réttindi fórnarlamba mansals. Hvar mættu stjórnvöld hér taka sig á? Yfirvöld mættu á köflum vera bein- skeittari í yfirlýsingum, en núna leggjum við áherslu á að stjórnvöld taki virkan þátt í undirbúningi al- þjóðlegs samnings um vopnasölu og beiti sér fyrir vernd mannréttinda í stríðinu gegn hryðjuverkum og ýti á bandarísk yfirvöld að loka Guant- anamo-búðunum. Þá viljum við að stjórnvöld beiti sér fyrir gerð alþjóð- legs samnings um ábyrgð fyrirtækja í tengslum við mannréttindi. JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty †ta á stjórnvöld HVERJU BREYTIR AMNESTY HÉR? SPURT & SVARAÐ 22 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur ákveðið að við næsta prófkjör sem fram fer 1. október næstkomandi muni framboðslisti flokksins vera fléttulisti. Það er í fyrsta skipti sem slíkt fyrirkomulag verður viðhaft hér á landi. Hvað er fléttulisti? Fléttulisti er aðferð til þess að jafna hlutfall kynjana um leið og kosið er á framboðslista. Það fer þannig fram að ef karl hlýtur flest atkvæði skipar atkvæðamesta konan annað sætið og öfugt. Þannig skipta kynin með sér sæt- um á víxl á listanum. Hverjir eru kosti og gallar þessa kerfis? Helsti kostur þessa kerfis er sá að það er talið árangurs- ríkasta leiðin til þess að koma á jafnrétti með tiltölulega einföldum hætti. Þeir sem gagnrýna það hafa hins vegar bent á að hæfni einstaklingsins ætti að ráða um það hvar hann lendir á listanum en ekki kyn. Eins hafa þeir bent á að þetta kerfi skerði í raun val þeirra sem kjósa þar sem kyn frambjóðanda getur ráðið meiru um hvar hann lendir en sá fjöldi atkvæða sem hann fær. Hvar hefur fléttulistum verið beitt? Sósíaldemókratar í Sví- þjóð hafa notað þetta kerfi við sínar uppstill- ingar. Einnig hefur þetta verið haft að við- miði við val á ráðherrum þar í landi sem og í nýjustu ríkisstjórn Sósíallista á Spáni. Aðallega er þetta kerfi viðhaft á Norðurlöndunum en þó síst af hægriflokkunum. Árangursríkasta lei›in til jafnréttis FBL GREINING: FLÉTTULISTAR fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ DVD-spilara eign landsmanna Heimild: Hagstofan Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Sterku norsku Steady bátarnir sameina kosti hefðbundinna slöngubáta og plastbáta. Verð frá 99.000 kr. Þekktustu utanborðsmótorar heims á verði á við það sem ódýrast þekkist. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Verð frá 79.000 kr. Johnson-Evinrude Steady Styrkurinn og aflið 2002 40% 2003 54% 2005 74% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Tölur fyrir 2004 eru ekki til FINNUR INGÓLFSSON Finnur pakkar saman á skrifstofu sinni í Seðlabanka Íslands í september 2002. Hálfu ári síðar hafði hann keypt stóran hlut í Búnaðarbankanum fyrir hönd VÍS þar sem hann tók við for- stjórastöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.