Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 51
Átta ára vinur minn kom alsæll heim af fótboltanámskeiði í dag með fótboltablað meðferðis. Ég fletti „áhugasöm“ í gegnum blaðið sem virtist fullt af fróðleik um fót- bolta. Á síðustu blaðsíðunni rak ég upp stór augu en þar birtist heil- síðuauglýsing fyrir nektarstaðinn fræga Goldfinger þar sem boðið er upp á stúlkur (líkt og um nautasteik væri að ræða) og flott koníak. Mér ofbauð og ekki í fyrsta sinn. Strippstaðir eru niðurlægjandi fyrir konur. Strippstaðir selja lík- ama kvenna í þeirri merkingu að karlmenn borga fyrir að sjá í bert holdið. Þetta er staðreynd sem mér finnst þessi þjóð ekki gera sér grein fyrir. Þetta er staðreynd sem alþýðan sættir sig bara við. Ég dauðskammast mín fyrir það að litla Ísland geti ekki verið sjálf- stæðara en svo að strippstaðir telj- ist sjálfsagðir veitingastaðir og fullkomlega eðlilegur hluti af sam- skiptum kynjanna. Það þarf enginn að segja mér það að þetta blað hefði ekki komist í prentun nema með innkomu auglýsingaverðs Gold- finger-auglýsingarinnar. Fótbolta- blað. Hver er markhópurinn? Karl- menn yfir 22 ára? Já, mögulega, en einnig drengir og stúlkur undir 22 ára! Átta ára vinur minn kann að lesa, hann les fótboltablaðið sitt upp til agna og hvaða skilaboð fær hann? Jú, það er ósköp eðlilegt að borga pening fyrir það að sjá nakta konu og fá sér svo koníak í kaup- bæti. Ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að reka það ofan í fólk að dreifing á klámi er bönnuð með lög- um á Íslandi. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjölmiðlar fjalla um dreifingu Skjás eins á klámi og svo er það bara búið mál og Skjár einn mun eflaust dreifa klámi eins lengi og sjónvarpsstöðinni hentar að dreifa klámi. Klám er ofbeldi. Klám sýnir oftar en ekki valdaníðslu karla gagnvart konum, óheilbrigt kynlíf, niðurlægjandi framkomu og ranga sýn á kynhvöt karla og kvenna. Fórnarlömb vændis hafa sagt að vændi sé eitt, en um leið og vændið sé komið í dreifingu og líkaminn og athafnir dreifast um veraldar- vefinn án þess að nokkur ráði neitt við neitt þá sé staðan orðin óbæri- leg. Konur hafa enga þörf fyrir það að selja líkama sinn. Það velur sér engin kona að selja líkama sinn nema hún sé búin að missa alla virðingu gagnvart honum af ein- hverjum ástæðum eða í neyð. Klám er ein birtingarmynd sölu kven- líkamans og nú ætlar Skjár einn að dreifa því. Baráttan gegn klámi og vændi er einn mikilvægasti væng- ur jafnréttisbaráttunnar. Til þess að ná jafnrétti hér á landi verðum við að vera meðvituð um allar hlið- ar, þar með talið klám og vændi. Ég skora á félagsmálaráðherra, eftir kröfugerðina sem hann fékk afhenta hinn 19. júni á Þingvöllum, til þess að taka orð íslenskra kvennasamtaka alvarlega og gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að ríkisfyrir- tæki dreifi klámi. Ég skora á Land- lækni til þess að láta í sér heyra enda hefur þörfin sjaldan verið meiri en nú til þess að vinna gegn klámvæðingunni. Ég skora á lög- regluna, saksóknara og löggjafar- valdið í heild sinni til þess að virða lög okkar um dreifingu á klámi. Höfundur er sálfræðinemi. Enn heldur klámvæ›ingin áfram 31FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Fegurðardrottning í álveri Gísli Hjálmar Hauksson fulltrúi skrifar um útlit og öryggismál: „Ég tek við því þegar það er harnað ...“ segir fegurðardrottningin Íris Hauksdótt- ir í Fréttablaðinu mánudaginn 19. júní og er þar með að vísa til starf síns hjá álverinu Alcan. Það er í sjálfu sér ekki starfið sem fegurðardrottningunni hlotnaðist í þessu álveri, heldur umgörð viðtalsins sem vakti athygli mína. Mér virðist við- talið ganga út á það að útlitið skipti (öllu) máli þegar um starf eða stöðu er að ræða. Það sem tók botninn úr fannst mér þó myndin af fegurðardrottning- unni, þar sem hún „pósar“ vel snyrt og máluð – ætti kannski betur heima í fegurðarsamkeppninni – þó er passað upp á að sjáist í öryggishjálminn. Tvennt hvarflar að mér í þessu sam- bandi: annað hvort tók fegurðardrottn- ingin hjálminn með sér heim fyrir myndatökuna, eða getur verið að hún sé þetta vel snyrt í vinnunni og myndin hafi verið tekin þar? Ef hún hefur fengið að taka hjálminn með sér heim hvort skiptir þá meira máli útlitið eða öryggið? Ef hún getur verið svona vel til höfð og snyrtileg í vinnuni, hvað gaf þá tilefni til viðtalsins? BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. KRISTÍN TÓMASDÓTTIR UMRÆÐAN DREIFING Á KLÁMI Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skífan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) SUMARTILBOÐ! Á ÖLLUM U2 PLÖTUM The Best Of 1980-1990 The Best Of 1990-2000 Rattle & Hum The Joshua Tree All That You Can’t Leave Behind Achtung Baby Boy Under A Blood Red Sky October Passengers Pop Unforgettable FireWar Wide Awake In America Zooropa The Million Dollar Hotel How To Dismantle An Atomic Bomb The Best Of 1990-2000 Go Home: Live From Slane 1.699 kr. 1.499 kr. 1.499 kr. 1.499 kr. 1.499 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. 999 kr. Gerum Krísuvík að stríðsminjasafni Guðfinnur skrifar: Ég hef verið að hugsa um þessa mynd sem á að taka upp í nágrenni Hafnar- fjarðar. Hvernig væri að semja við fram- leiðendur myndarinnar um að halda eftir þessum skriðdrekum og halda eftir leik- myndinni og útbúa stríðsminjasafn? Ég tala ekki um ef þessi mynd yrði vinsæl, þá myndum við fá ferðamenn til að stoppa þarna og skoða. Svo gætum við sett upp styttu á fellinu með hermönn- um að setja upp fána, gert þetta svolítið leikrænt. Krísuvíkin hefur ekki heillað mig í gegnum tíðina. Það er spurning að fara að nota landið í vistvænan iðnað, ferðaiðnað. Lífsaugað Þriðjudagskvöld 22-24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.