Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Kvikmyndaáhugafólk hefur ekki þurft að kvarta undan stórmynda- skorti þetta sumarið en það hefur verið skammt stórra högga á milli í kvikmyndahúsum undanfarið. Lætin byrjuðu fyrir alvöru með Revenge of the Sith og síðan komu skötuhjúin Angelina Jolie og Brad Pitt í hinni vinsælu Mr. and Mrs. Smith. Þá reis Batman upp frá dauðum í hinni frábæru Batman Begins og nú eru þeir mættir aft- ur kóngarnir Tom Cruise og Steven Spielberg í vísindaskáld- skapnum War of the Worlds. Þrátt fyrir allar þessar kræsingar er rúsinan í pylsuendanum enn eftir en svalasta mynd sumarsins, Sin City, verður frumsýnd eftir viku. Gagnrýnendur um allan heim eru á einu máli um að með Sin City hafi Robert Rodriguez gert kraftaverk með nákvæmri yfir- færslu harðsoðinna myndasagna Franks Millers yfir á hvíta tjaldið. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur og Miller og Rodriguez eru þegar farnir að huga að fram- haldsmyndunum sem verða að öll- um líkindum í það minnsta tvær. Þá skortir heldur ekki efnivið- inn þar sem enn eru þrjár Sin City bækur ófilmaðar og Miller hefur þar að auki fullan hug á að teikna fleiri Sin City-sögur til að fylgja eftir vinsældum myndarinnar. „Ein vond mynd hefði eyðilagt sögurnar“, segir Rodriguez. „Ég hefði aldrei getað snert þær fram- ar en nú get ég haldið áfram og unnið meira með þessar persónur.“ Rodriguez hefur þegar lýst því yfir að hann hyggist taka upp næstu tvær Sin City myndir í ein- um rikk í febrúar á næsta ári og hefur látið fylgja sögunni að næst snúi hann sér að bókinni A Dame to Kill For. Það þýðir að við fáum að sjá meira af Mickey Rourke í hlutverki hrottans Marv þar sem hann kemur við sögu í þessari bók sem er forleikurinn að þeim ævin- týrum töffarans Dwight sem greint er frá í fyrstu myndinni. Clive Owen leikur Dwight í Sin City en verður líklega fjarri góðu gamni í næstu mynd þar sem við- skiptum Dwights og kærustunnar hans, tálkvendisins Övu, lýkur með ósköpum og Dwight er svo lemstraður eftir hörmungarnar að lýtalæknir þarf að púsla andlitinu á honum saman og það er upp úr þeirri öskustó sem Clive Owen rís. Því má segja að Miller og Rodrigu- ez fari svipaða leið og George Lucas í Star Wars, byrja í miðju kafi og snúa sér síðar að upphaf- inu. Þeir hafa það þó fram yfir Lucas að A Dame to Kill for er al- veg jafn safarík og efnið sem boðið er upp á í sumar, svo nær útilokað er að sú mynd valdi aðdáendum sagnanna vonbrigðum. thorarinn@frettabladid.is Framhaldssögur úr Syndabælinu DWIGHT Fær andlit Clive Owens eftir að lýtalæknir púslar honum saman nær dauða en lífi í kjölfar þess að svikul ástkona hans kemur honum næstum fyrir kattarnef. Við fáum því að kynnast allt öðruvísi Dwight í næstu Sin City mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.