Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 22

Fréttablaðið - 30.06.2005, Side 22
Engin afsta›a til tengsla Finns og Halldórs Tveir hæstaréttarlög- menn hafa skila› álits- ger› sem fleir voru fengnir til a› vinna a› bei›ni stjórnarandstö›- unnar. fieir telja margt í minnisbla›i Ríkisendur- sko›unar frá flví um mi›jan mánu›inn veru- legum annmörkum há›. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar. Minnisblað Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra er verulegum annmörkum háð. Þetta kemur fram í álitsgerð hæstaréttarlög- mannanna Sifjar Konráðsdóttur og Björns L. Bergssonar, sem unnin var að beiðni þingflokka stjórnarandstöðunnar. Í álitsgerð- inni er verulegum efasemdum lýst yfir minnisblaði ríkisendur- skoðanda sem dreift var á fundi fjárlaganefndar um miðjan mán- uðinn en sjö spurningar voru lagð- ar fyrir lögmennina að ósk stjórn- arandstöðunnar sem hafa nú skil- að áliti sínu. Lögmennirnir segja að með álitsgerðinni séu þeir þó ekki að leysa úr því álitaefni hvort Hall- dór Ásgrímsson hafi verið hæfur eða vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankan- um árið 2003. Þess hafi ekki verið óskað af álitsbeiðanda né heldur telja lögmennirnir að nægjanlega mikil gögn liggi fyrir í málinu til þess að hægt sé að kveða upp slík- an úrskurð. 1. Ríkisendurskoðandi sem málsaðili Ríkisendurskoðandi er ekki réttur aðili til að fjalla um hæfi eða vanhæfi stjórnvaldshafa að mati lögmannanna. Það sé einkum hlutverk umboðsmanns Alþingis að fjalla um vanhæfi stjórnvalds- hafa. Á það er hins vegar fallist með Ríkisendurskoðun af lög- mönnunum að það geti verið eðli- legt að Ríkisendurskoðun hugi að hæfi Halldórs í ljósi tengsla hans sjálfs við S-hópinn. Sé það þess vegna athyglisvert að Ríkisendur- skoðun hafi ekki gert slíkt þegar það gerði úttekt á einkavæðingu ríkisfyrirtækja í desember 2003 enda hafði þá þegar verið fjallað um tengsl Skinneyjar-Þinganess hf. og Hesteyrar hf. á opinberum vettvangi. 2. Lögformleg staða Halldórs Ás- grímssonar Ótvírætt virðist að mati lög- mannanna að reynt hafi getað á hæfi Halldórs Ásgrímssonar í störfum ríkisstjórnarinnar sjálfrar en ekki aðeins í störf- um hans í ráðherranefnd um einkavæðingu. Þannig hafi all- ir sem hafi stjórnsýslu með höndum hlutverk starfs- manns í skilningi stjórn- sýslulaganna. Þannig er hafnað þeirri skoðun Ríkis- endurskoðunar að þar sem ráðherranefndin sé ekki lög- formlega varin þá falli hún utan gildissviðs stjórnsýslu- laganna. 3. Hvort Halldóri hafi borið að víkja Halldór hefur í störfum sín- um sem varaformaður ráð- herranefndar annast stjórn- sýsluverkefni að mati lög- mannanna. Bein laga- skylda hvíli á öllum þeim sem slíkum verkefnum sinna að gæta að hæfi sínu. Þeim beri að vekja athygli for- manns stjórnsýslu- nefndar á því hvort hæfi þeirra orki tví- mælis. Halldóri hafi borið eins og öðrum að gæta að hæfi sínu. 4. Tímamörk hæfis- skilyrða Ve i k i n d a l e y f i Halldórs frá 14. október til 26. nóv- ember 2002 hefur enga afgerandi þýð- ingu við úrlausn álitaefnis um hvort hann hafi verið hæfur til að fjalla um sölu hlutar ríkisins í Búnaðar- bankanum til S-hópsins að mati lögmannanna. Spurning um van- hæfi hljóti að hafa vaknað strax og S-hópurinn skilaði inn tilkynn- ingu um áhuga á kaupum á kjöl- festuhlut í bönkunum. 5. Tímamörk við eigendaskipti Lögmennirnir eru ekki sam- mála þeirri túlkun Ríkisendur- skoðunar að eigendaskipti á bréf- um Hesteyrar ehf. í Keri hf. hafi verið 12. nóvember eða þann dag sem samningur var gerður. Segir í álitsgerðinni að ganga eigi út frá þeirri dagsetningu þegar öll skil- yrði samnings milli aðilanna voru uppfyllt eða 19. nóv- ember. 6. Prósentuhlutfall við hags- munamat Í álitinu segir að ekki sé al- mennt augljóst að við þær aðstæð- ur sem um ræðir varðandi hags- muni Halldórs þegar meta á pró- sentu-hlutfall eignarhluta fjöl- skyldu hans í Skinney-Þinganesi, hafi ómálefnaleg sjónarmið haft áhrif á ákvörðunina. Ekki beri að- eins að líta til hlutfalls heldur einnig þess að um viðskipti fyrir um tvö hundruð milljónir hafi verið að ræða. 7. Vanhæfi á grundvelli tengsla við S-hópinn Einn helsti forsvarsmaður S- hópsins var Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, sem var náinn sam- starfsmaður Halldórs um langt árabil. Lögmennirnir telja að óhjákvæmilegt hafi verið vegna tengsla Halldórs við Finn að taka afstöðu til þess að þeir höfðu starfað náið saman í gegnum árin. Ríkisendurskoðun bar að setja fyrirvara Í niðurstöðu álitsgerðarinnar segir að umfjöllun um hæfi Hall- dórs Ásgrímssonar í minnisblaði Ríkisendurskoðunar hafi verið mjög takmörkuð án þess að skýrt sé kveðið á um hvers vegna svo sé. Einnig kemur fram að Ríkisendur- skoðun hafi borið að setja þá fyrirvara að umfjöllun hennar hafi aðeins beinst að afmörkuðum þætti álitaefnis og spurn- ingum um hæfi Hall- dórs hafi verið haldið utan við athugunina að öðru leyti en varðar eignatengsl hans og vandamanna. Sjá álitsgerðina í heild sinni á visir.is. hjalmar@frettabladid.is Um síðustu helgi stóð Íslandsdeild Amnesty International fyrir uppákomu á Austurvelli þar sem fólki var boðið að reyna á eigin skinni hluta pyntinga sem fangar Bandaríkjahers í Guant- anamo-búðunum hafa mátt sæta. Hverju skilar Amnesty hér í litlu velmegunarríki? Starfið gengur út á alþjóðlega sam- stöðu. Einstakir félagar skrifa bréf til yfirvalda þar sem mannréttindi eru brotin og stór hluti félaga hér tekur reglulega þátt í því. Vinnur Íslandsdeildin með stjórn- völdum hér? Við höfum átt ágætt samstarf við ut- anríkisráðuneytið, en yfirvöld hafa til dæmis staðið sig vel í tengslum við bann við barnahermennsku og við stofnun Alþjóðlega sakamáladóm- stólsins. Nýjasta dæmið er svo undir- ritun Evrópusamnings sem tryggja á betur réttindi fórnarlamba mansals. Hvar mættu stjórnvöld hér taka sig á? Yfirvöld mættu á köflum vera bein- skeittari í yfirlýsingum, en núna leggjum við áherslu á að stjórnvöld taki virkan þátt í undirbúningi al- þjóðlegs samnings um vopnasölu og beiti sér fyrir vernd mannréttinda í stríðinu gegn hryðjuverkum og ýti á bandarísk yfirvöld að loka Guant- anamo-búðunum. Þá viljum við að stjórnvöld beiti sér fyrir gerð alþjóð- legs samnings um ábyrgð fyrirtækja í tengslum við mannréttindi. JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty †ta á stjórnvöld HVERJU BREYTIR AMNESTY HÉR? SPURT & SVARAÐ 22 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur ákveðið að við næsta prófkjör sem fram fer 1. október næstkomandi muni framboðslisti flokksins vera fléttulisti. Það er í fyrsta skipti sem slíkt fyrirkomulag verður viðhaft hér á landi. Hvað er fléttulisti? Fléttulisti er aðferð til þess að jafna hlutfall kynjana um leið og kosið er á framboðslista. Það fer þannig fram að ef karl hlýtur flest atkvæði skipar atkvæðamesta konan annað sætið og öfugt. Þannig skipta kynin með sér sæt- um á víxl á listanum. Hverjir eru kosti og gallar þessa kerfis? Helsti kostur þessa kerfis er sá að það er talið árangurs- ríkasta leiðin til þess að koma á jafnrétti með tiltölulega einföldum hætti. Þeir sem gagnrýna það hafa hins vegar bent á að hæfni einstaklingsins ætti að ráða um það hvar hann lendir á listanum en ekki kyn. Eins hafa þeir bent á að þetta kerfi skerði í raun val þeirra sem kjósa þar sem kyn frambjóðanda getur ráðið meiru um hvar hann lendir en sá fjöldi atkvæða sem hann fær. Hvar hefur fléttulistum verið beitt? Sósíaldemókratar í Sví- þjóð hafa notað þetta kerfi við sínar uppstill- ingar. Einnig hefur þetta verið haft að við- miði við val á ráðherrum þar í landi sem og í nýjustu ríkisstjórn Sósíallista á Spáni. Aðallega er þetta kerfi viðhaft á Norðurlöndunum en þó síst af hægriflokkunum. Árangursríkasta lei›in til jafnréttis FBL GREINING: FLÉTTULISTAR fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ DVD-spilara eign landsmanna Heimild: Hagstofan Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Sterku norsku Steady bátarnir sameina kosti hefðbundinna slöngubáta og plastbáta. Verð frá 99.000 kr. Þekktustu utanborðsmótorar heims á verði á við það sem ódýrast þekkist. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Verð frá 79.000 kr. Johnson-Evinrude Steady Styrkurinn og aflið 2002 40% 2003 54% 2005 74% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Tölur fyrir 2004 eru ekki til FINNUR INGÓLFSSON Finnur pakkar saman á skrifstofu sinni í Seðlabanka Íslands í september 2002. Hálfu ári síðar hafði hann keypt stóran hlut í Búnaðarbankanum fyrir hönd VÍS þar sem hann tók við for- stjórastöðu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.