Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 30.06.2005, Qupperneq 34
Á tískuvikunni í Mílanó í vik- unni sýndu hönnuðir karla- tískuna fyrir vor og sumar á næsta ári, sem er ekki ósvip- uð tískunni núna. Strákarnir hafa því heppnina með sér og þurfa ekki að endurnýja fataskápinn að ári. Það heitasta í vor- og sumartísk- unni fyrir karlmenn á næsta ári var sýnt með glæsibrag á tísku- vikunni í Mílanó, sem hófst á sunnudaginn og lýkur í dag. Ítalía er mekka tískuiðnað- arins í Evrópu eins og flestum ætti að vera kunnugt og Mílanó rótgróin borg á tískukortinu. Þar af leiðandi urðu tísku- unnendur ekki fyrir vonbrigð- um með vikuna þar sem allir heitustu hönnuðir heims sýndu nýjustu afurðir sínar með stæl. Lítil breyting er á tískunni næsta vor og sumar. Strákarnir eru almennt töffarar. Töffarar sem eru óhræddir við að láta sjá sig í flottum litum, bolum með v-hálsmáli, kvartbuxum og með eyrnalokk í báðum eyrum. Leður- jakkar, mokkasínur, rifnar galla- buxur og stór sólgleraugu eru eitthvað sem strákarnir mega ekki klikka á næsta sumar – rétt eins og núna í sumar. Litir eru líka áberandi, þó jarðlitirnir séu ríkj- andi, og steig Gianni Versace skrefið til fulls á tískuvikunni með línu af flottum Hawaii-skyrt- um í anda Dr. Gunna, sem er greinilega á undan sinni samtíð. Dolce & Gabbana brugðust ekki tískugúrúum og sýndu enn eina gallalausu línuna þrátt fyrir opin- beran skilnað fyrr á árinu. Sam- starfið gengur greinilega vel og jafnvel betur en fyrir hjónaskiln- aðinn. Niðurstaðan er því sú að strák- arnir eiga alls ekki að henda tísku- fötunum eftir sumarið þó þau gangi ekki í vetur – fötin bíða bara til næsta sumars. lilja@frettabladid.is Alexander McQueen sparaði ekki sviðs- myndina en tískusýningin hans var sumarleg og töff. Óformlegur klæðnaður frá Miharaya- suhiro. Bronsskórnir setja punkt- inn yfir i-ið. 4 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR ÚTSALAN Í FULLUM GANGI FRÁBÆR VERÐ ! LAUGAVEGI 72 • S: 551 1100 ÚTSALA 30-50% afsláttur af öllum vörum Gildir til og með 8. júlí Útsalan er hafin Sumartískan fer í hring Flottir í Hawaii-skyrtum! Strákarnir hans Gianni Versace voru vel olíubornir. Styttan Davíð eftir Michelangelo var í aðalhlutverki á bolunum frá Rocco Barocco. Strákarnir hennar Vivienne Westwood klæð- ast pilsum næsta vor og sumar. Domenico Dolce og Stefano Gabbana klikka ekki frekar en fyrri daginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.