Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 32
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Jón Skaftason skrifar Megrunarfyrirtækið Atkins Nut- ritional á í miklum rekstrarvanda og hefur sótt um greiðslustöðvun hjá bandarískum yfirvöldum. Skuldir fyrirtækisins nema tæp- lega tuttugu milljörðum króna. Greiðslustöðvunin gerir fyrir- tækinu kleift að halda starfsemi sinni áfram og fresta greiðslu skulda á meðan leitast er við að koma rekstrinum í lag. Margir Íslendingar ættu að kannast við Atkins-megrunarkúr- inn sem byggir á því að breyta mataræði fólks, fá það til að borða prótínríka fæðu í stað matar sem inniheldur mikið kolvetni. Atkins Nutritional hefur gefið út fjölda bóka og myndbanda um kúrinn auk þess að framleiða „Atkins- væn“ matvæli. Kúrinn fór á sínum tíma sigur- för um heiminn en eitthvað slokknaði á vinsældunum eftir að í ljós kom að ekki voru allir á einu máli um ágæti hans. Frumkvöðull Atkins-kúrsins og stofnandi fyrirtækisins, Ro- bert Atkins, lést árið 2003 og er fyrirtækið nú í eigu fjárfestinga- félagsins Parthenon Capital, Goldman Sachs banka og eignar- haldsfélags í eigu Atkins-fjöl- skyldunnar. - jsk Risabygging í Moskvu Árið 2007 verður hæsta bygging Evrópu í miðborg Moskvu. Skýjakljúfurinn, sem nefnist Sambandsbyggingin, verður 340 metra há glerbygging úr stáli, 87 hæðir og 345 þúsund fermetrar að flatarmáli. Í byggingunni verða meðal annars skrif- stofur, lúxusíbúðir og fimm stjörnu hótel á 44 hæðum. Á efstu hæð verður veitinga- staður og útsýni til allra átta. Fullbúin verður Sambandsbyggingin um 80 metrum hærri en Commerzbank- byggingin í Frankfurt en hæsti skýja- kljúfur heims verður sem áður Taipei 101 í Taívan sem er 509 metra hár. - eþa Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 3,4 prósent á öðrum ársfjórð- ungi. Er þetta framar vonum sérfræðinga sem óttuðust að hátt eldsneytisverð hægði á vexti. 3,8 prósenta hagvöxtur var á fyrsta ársfjórðungi. ,,Menn óttuðust að hátt elds- neytisverð, skuldir almennings, hryðjuverkaógnin og hátt hús- næðisverð drægi úr vexti. Þessar tölur sýna hins vegar að viðskiptalíf í Bandaríkjunum er í blóma,“ sagði Ken Mayland sérfræðingur hjá ráðgjafafyrir- tækinu Clearview. Meðalhagvöxtur á ársfjórð- ungi í Bandaríkjunum undan- farin þrjú ár hefur verið 2,8 pró- sent. - jsk Jorma Ollila, hinn 55 ára for- stjóri Nokia, hefur ákveðið að víkja til hliðar næsta sumar og setjast í stól stjórnarformanns. Eftirmaður hans í forstjórasæt- inu verður Olli-Pekka Kallasuvo sem starfar sem framkvæmda- stjóri hjá Nokia. „Það var kominn tími á breytingar, bæði fyrir mig og Nokia,“ sagði Jorma þegar hann tilkynnti um breytingarnar í höfuðstöðvum Nokia í Esbo. Jorma hefur starfað hjá finnska stórveldinu síðan 1985 og stýrt félaginu frá 1992. Á þessum þrettán árum hefur fyrirtækið breyst úr gamaldags iðnaðarfyrirtæki í eitt mesta hátæknifyrirtæki heims. Árið 1998 varð Nokia stærsti far- símaframleiðandi heims og hefur haldið þeirri stöðu síðan. Árslaun Jorma eru talin vera um 400 milljónir króna. - eþa                                                     ! """"  !   #$% & !   !'         ( )*  )+( )   ' ),    -    (      )% & (          ' !   ).  -  *!     )/ ),% & )%0     -   1  )     )     % & -   -   -  (    )2 -    "          )3       !   ( (     - (   )    04  - )#   -        ), '"  (      )5  ) % & 6(    7 0     (    )- % &  6      (    (    (     ( ),% & )8'    0      - ( 9   )1  )#    ) 3 1  -     ! '   % &   9  ) 1 ) :4 + 4 : ')                       % & +% 0 +;<=)>#$?@A(-)  B" " )# B)C>B)@@@)7 % & 2 % 0 =0=B)=#$?@@(-)  >" " )# >)C$B)@@@)7 % & 2 D =0=B)=#$?@@(-)  >" " )# E)?$B)@@@)7FFF)  & ) % & + % & 2  % & 8% #'    Megrunarfyrirtækið Atkins Nutritional hefur farið fram á greiðslustöðvun. Skuldir fyrirtækisins nema tuttugu millj- örðum króna. ATKINS-KÚRINN Atkins-kúrinn tröllreið öllu fyrir nokkrum árum. Nú er svo komið að fyrir- tækið sem stofnað var kringum kúrinn, Atkins Nutritional, á í miklum rekstrarvanda. Atkins Nutritional satt lífdaga? Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 11,75 Lev 40,17 2,80% Carnegie Svíþjóð 89,25 SEK 8,34 4,46% Cherryföretag Svíþjóð 28,20 SEK 8,34 -0,76% deCode Bandaríkin 9,88 USD 64,80 3,49% EasyJet Bretland 2,44 Pund 113,83 -5,05% Finnair Finnland 7,30 EUR 78,42 1,68% French Connection Bretland 2,54 Pund 113,83 0,59% Intrum Justitia Svíþjóð 57,75 SEK 8,34 7,15% Low & Bonar Bretland 1,02 Pund 113,83 -0,39% NWF Bretland 4,90 Pund 113,83 5,95% Sampo Finnland 12,63 EUR 78,42 2,70% Saunalahti Finnland 2,61 EUR 78,42 4,84% Scribona Svíþjóð 14,50 SEK 8,34 5,76% Skandia Svíþjóð 43,80 SEK 8,34 -0,71% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 3 , 1 2 1 , 3 1 % Nýr karl í brú Nokia Jorma Ollila lætur af störfum eftir þrettán ára starf. JORMA OLLILA Lætur af störfum sem forstjóri Nokia eftir þrettán ára starf. Bandaríska hagkerfið vex FRÁ BANDARÍKJUNUM Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 3,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. COMMERZBANK Í FRANKFURT Hæsta bygging Evrópu þar til lokið verður við gerð Sambandsbyggingarinnar í Moskvu. 06_07_Markadur lesið 2.8.2005 15:28 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.