Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Jón Skaftason skrifar Megrunarfyrirtækið Atkins Nut- ritional á í miklum rekstrarvanda og hefur sótt um greiðslustöðvun hjá bandarískum yfirvöldum. Skuldir fyrirtækisins nema tæp- lega tuttugu milljörðum króna. Greiðslustöðvunin gerir fyrir- tækinu kleift að halda starfsemi sinni áfram og fresta greiðslu skulda á meðan leitast er við að koma rekstrinum í lag. Margir Íslendingar ættu að kannast við Atkins-megrunarkúr- inn sem byggir á því að breyta mataræði fólks, fá það til að borða prótínríka fæðu í stað matar sem inniheldur mikið kolvetni. Atkins Nutritional hefur gefið út fjölda bóka og myndbanda um kúrinn auk þess að framleiða „Atkins- væn“ matvæli. Kúrinn fór á sínum tíma sigur- för um heiminn en eitthvað slokknaði á vinsældunum eftir að í ljós kom að ekki voru allir á einu máli um ágæti hans. Frumkvöðull Atkins-kúrsins og stofnandi fyrirtækisins, Ro- bert Atkins, lést árið 2003 og er fyrirtækið nú í eigu fjárfestinga- félagsins Parthenon Capital, Goldman Sachs banka og eignar- haldsfélags í eigu Atkins-fjöl- skyldunnar. - jsk Risabygging í Moskvu Árið 2007 verður hæsta bygging Evrópu í miðborg Moskvu. Skýjakljúfurinn, sem nefnist Sambandsbyggingin, verður 340 metra há glerbygging úr stáli, 87 hæðir og 345 þúsund fermetrar að flatarmáli. Í byggingunni verða meðal annars skrif- stofur, lúxusíbúðir og fimm stjörnu hótel á 44 hæðum. Á efstu hæð verður veitinga- staður og útsýni til allra átta. Fullbúin verður Sambandsbyggingin um 80 metrum hærri en Commerzbank- byggingin í Frankfurt en hæsti skýja- kljúfur heims verður sem áður Taipei 101 í Taívan sem er 509 metra hár. - eþa Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 3,4 prósent á öðrum ársfjórð- ungi. Er þetta framar vonum sérfræðinga sem óttuðust að hátt eldsneytisverð hægði á vexti. 3,8 prósenta hagvöxtur var á fyrsta ársfjórðungi. ,,Menn óttuðust að hátt elds- neytisverð, skuldir almennings, hryðjuverkaógnin og hátt hús- næðisverð drægi úr vexti. Þessar tölur sýna hins vegar að viðskiptalíf í Bandaríkjunum er í blóma,“ sagði Ken Mayland sérfræðingur hjá ráðgjafafyrir- tækinu Clearview. Meðalhagvöxtur á ársfjórð- ungi í Bandaríkjunum undan- farin þrjú ár hefur verið 2,8 pró- sent. - jsk Jorma Ollila, hinn 55 ára for- stjóri Nokia, hefur ákveðið að víkja til hliðar næsta sumar og setjast í stól stjórnarformanns. Eftirmaður hans í forstjórasæt- inu verður Olli-Pekka Kallasuvo sem starfar sem framkvæmda- stjóri hjá Nokia. „Það var kominn tími á breytingar, bæði fyrir mig og Nokia,“ sagði Jorma þegar hann tilkynnti um breytingarnar í höfuðstöðvum Nokia í Esbo. Jorma hefur starfað hjá finnska stórveldinu síðan 1985 og stýrt félaginu frá 1992. Á þessum þrettán árum hefur fyrirtækið breyst úr gamaldags iðnaðarfyrirtæki í eitt mesta hátæknifyrirtæki heims. Árið 1998 varð Nokia stærsti far- símaframleiðandi heims og hefur haldið þeirri stöðu síðan. Árslaun Jorma eru talin vera um 400 milljónir króna. - eþa                                                     ! """"  !   #$% & !   !'         ( )*  )+( )   ' ),    -    (      )% & (          ' !   ).  -  *!     )/ ),% & )%0     -   1  )     )     % & -   -   -  (    )2 -    "          )3       !   ( (     - (   )    04  - )#   -        ), '"  (      )5  ) % & 6(    7 0     (    )- % &  6      (    (    (     ( ),% & )8'    0      - ( 9   )1  )#    ) 3 1  -     ! '   % &   9  ) 1 ) :4 + 4 : ')                       % & +% 0 +;<=)>#$?@A(-)  B" " )# B)C>B)@@@)7 % & 2 % 0 =0=B)=#$?@@(-)  >" " )# >)C$B)@@@)7 % & 2 D =0=B)=#$?@@(-)  >" " )# E)?$B)@@@)7FFF)  & ) % & + % & 2  % & 8% #'    Megrunarfyrirtækið Atkins Nutritional hefur farið fram á greiðslustöðvun. Skuldir fyrirtækisins nema tuttugu millj- örðum króna. ATKINS-KÚRINN Atkins-kúrinn tröllreið öllu fyrir nokkrum árum. Nú er svo komið að fyrir- tækið sem stofnað var kringum kúrinn, Atkins Nutritional, á í miklum rekstrarvanda. Atkins Nutritional satt lífdaga? Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 11,75 Lev 40,17 2,80% Carnegie Svíþjóð 89,25 SEK 8,34 4,46% Cherryföretag Svíþjóð 28,20 SEK 8,34 -0,76% deCode Bandaríkin 9,88 USD 64,80 3,49% EasyJet Bretland 2,44 Pund 113,83 -5,05% Finnair Finnland 7,30 EUR 78,42 1,68% French Connection Bretland 2,54 Pund 113,83 0,59% Intrum Justitia Svíþjóð 57,75 SEK 8,34 7,15% Low & Bonar Bretland 1,02 Pund 113,83 -0,39% NWF Bretland 4,90 Pund 113,83 5,95% Sampo Finnland 12,63 EUR 78,42 2,70% Saunalahti Finnland 2,61 EUR 78,42 4,84% Scribona Svíþjóð 14,50 SEK 8,34 5,76% Skandia Svíþjóð 43,80 SEK 8,34 -0,71% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiðla á mánudag Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 3 , 1 2 1 , 3 1 % Nýr karl í brú Nokia Jorma Ollila lætur af störfum eftir þrettán ára starf. JORMA OLLILA Lætur af störfum sem forstjóri Nokia eftir þrettán ára starf. Bandaríska hagkerfið vex FRÁ BANDARÍKJUNUM Hagvöxtur í Bandaríkjunum var 3,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi. COMMERZBANK Í FRANKFURT Hæsta bygging Evrópu þar til lokið verður við gerð Sambandsbyggingarinnar í Moskvu. 06_07_Markadur lesið 2.8.2005 15:28 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.