Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 1
Grátið undan sársauka Mosfellski bifvélavirkinn Inga Rut Gunnarsdóttir hélt á vit ævintýranna síðasta vetur og skráði sig í Kung fu- þjálfunarbúðir í Kína. Inga Rut er alsæl en einu áhyggjurnar sem hún þarf að hafa eru að koma sér á fætur á morgnana. LÍFSSTÍLL 28 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 ÞYKKNAR UPP SMÁM SAMAN sunnan og vestan til þegar líður á síðdegið. Annars bjart með köflum. Hætt við þoku- lofti austan til. Hiti 10-18 stig, hlýjast á Vesturlandi. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 - 209. tölublað – 5. árgangur Framtíð Viggós óráðin HSÍ sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fram kemur að full sátt ríki milli sambandsins og Icelandair vegna hegðunar Viggós Sigurðssonar landsliðs- þjálfara í flugvél félagsins á sunnudag. Framtíð Viggós sem þjálfara landsliðsins er hins vegar í lausu lofti. Fyrirmyndarríkisstarfsmaður Fráfarandi forstjóri ÁTVR er fyrirmyndar- ríkisstarfsmaður og félagsmálatröll, segja þeir sem til þekkja. Hann þykir hafa unnið gott starf í að breyta ásýnd fyrirtækisins. MAÐUR VIKUNNAR 16 SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Í MIÐJU BLAÐSINS ● bílar ● tíska ● ferðir ▲ VEÐRIÐ Í DAG ÍSKALDUR EINN LÉTTUR Málum bæinn RAUÐAN! Opið 10-18 í dag Síðasta helgin! ÚTSÖLULOK Götumarkaður Komin á Skóda flotta Leynivopni› í Bjólfskvi›u INGVAR E. SIGURÐSSON ▲ FÓLK 46 ALHEIMSFRUMSÝNING Í TORONTO Tekjuskattur lækkar um tvö prósentustig um áramótin Fjármálará›herra segir a› til tí›inda dragi á næstunni í skattalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar. Búist er vi› flví a› tekjuskattur lækki um tvö prósentustig og vir›isaukaskattur lækki einnig. EFNAHAGSMÁL Tekjuskattur lækk- ar um tvö prósentustig um næstu áramót samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ef tillögur sem unnið er að innan stjórnarflokkanna ná fram að ganga. Þá er einnig hafin vinna við að lækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar nauðsynjar. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra undirritaði í gær fyrir hönd ríkisins samning um sölu Símans til Skipta ehf. undir for- ystu Exista og KB banka. Hann sagði við undirritun samnings- ins að söluverðmætinu yrði varið til hagsbóta fyrir allan al- menning. Geir segir að sölu- andvirði Símans verði ekki varið í skattalækkanir. „Þetta eru pen- ingar sem koma í eitt skipti og það er ekki hægt að verja þeim til varanlegrar ráðstöfunar, hvorki reksturs né annars þess háttar, þannig að ég tel ekki raunhæft að nota þetta fjármagn til að fjármagna skattalækkanir sem ætlað er að séu varanlegar. Við erum með skattalækkunarpró- gramm í gangi sem gengur ágætlega þó að auðvitað megi og eigi að gera enn meira í þeim efnum, en við gerum það ekki með þessum peningum,“ sagði Geir. Aðspurður um hvort búast mætti við að á næstunni myndi draga til tíðinda í skatta- lækkunum sagði Geir: „Ég reikna með því“. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hafin vinna sem snýr að því að lækka skatt- prósentu virðisaukaskatts og hefur verið rætt um að neðra skattþrep virðisaukaskatts lækki verulega. Neðra skatt- þrepið er fjórtán prósent og leggst einkum á matvæli og aðrar nauðsynjavörur. Þá mun þegar hafa verið ákveðið að leggja til að tekjuskattur lækki um allt að tvö prósentustig strax um næstu áramót en hann átti að óbreyttu að lækka um eitt prósentustig. Búast má við að tillögurnar verði á dagskrá fjár- laganefndar þegar þing kemur saman í haust. - hb Flóð á Indlandi: Yfir flúsund hafa látist INDLAND, AP Ráðamenn í suðvest- urhluta Indlands segja að yfir þúsund hafi látist í flóðum og aur- skriðum á svæðinu undanfarnar vikur. 200 þúsund manns að auki hafa neyðst til að flýja heimili sín og leita sér skjóls í 200 flótta- mannabúðum. Monsúnrigningarnar geisa nú og hefur úrkoma mest mælst 940 millimetrar á einum sólarhring. Afleiðingarnar eru þær að götur borga og bæja hafa breyst í belj- andi stórfljót og engi eru nú stöðuvötnum líkust. Hundruð þúsunda hafa misst heimili sín á svæðinu og neyðar- ástand ríkir víða. Uppskera hefur skemmst og nautgripir, sem eru undirstaða afkomu fjölmargra íbúa þessara fátæku héraða, hafa drep- ist í stórum stíl. Skemmdir á upp- skeru eru metnar á tæpa níu millj- arða íslenskra króna og ljóst að heildarskemmdir hlaupa á tugum ef ekki hundruðum milljarða. ■ BLIKUR Á LOFTI Rúmlega þúsund einstaklingar hafa látið lífið af völdum flóða og rigninga á Indlandi. Afkoma hundraða þúsunda Ind- verja er í hættu vegna eyðileggingar af völdum mikilla rigninga að undanförnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P GEIR H. HAARDE ÍÞRÓTTIR 35 Andri Teitsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri KEA: Neita› um fæ›ingarorlof ATVINNULÍF Andri Teitsson, fram- kvæmdastjóri KEA, hefur sagt starfi sínu lausu þar sem stjórn félagsins samþykkti ekki að hann færi í fæðingarorlof. Andri og kona hans eiga von á tvíburum auk þess sem þau eiga fyrir fjögur börn átta ára og yngri. Andri segir í tilkynningu á vef KEA að hann hafi ekki séð sér annað fært en að fara fram á langt fæðingarorlof frá störfum sínum hjá KEA í samræmi við lög og reglur. Stjórn félagsins taldi óheppilegt að Andri tæki sér svo langt leyfi og segir hann það því hafa orðið sameiginlega niðurstöðu sína og stjórnarinnar að best væri að hann léti af störfum tafarlaust til að rýma til fyrir nýjum manni. Benedikt Sigurðsson, stjórn- arformaður KEA, segir ákvörð- unina hafa verið tekna í fullri sátt og áréttar að Andri njóti fullra réttinda í fæðingaror- lofinu. Hann segir það hins vegar liggja ljóst fyrir að ekki gangi upp að framkvæmdastjóri sé frá störfum í jafnvel meira en ár í fyrirtæki þar sem fáir starfa, en þrír starfsmenn eru á skrifstofu KEA. Benedikt segir stjórn fyrir- tækisins þeirrar skoðunar að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gegni lykilstöðum í sínu fyrirtæki. - oá ANDRI TEITSSON Hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri KEA. Hann á von á tvíburum og hyggst verja tíma sínum með fjölskyldunni. Stjórn KEA taldi óheppilegt að Andri tæki sér fullt fæðingarorlof eins og hann vildi gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.