Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 48
                 !    "# $ %   !   &'  (       **        !   +    ,      !'  -   $       ! & !  # * .      (   /    0 * . ! #            Í tilefni Hinsegin daga verður haldinn fótboltaleikur á milli ís- lenskra lesbía og bandaríska hommaliðsins New York Rambler Soccer Club á gervigrasinu við KR-völlinn klukkan 15 á morgun. Bandaríska liðið, sem var stofnað árið 1980, kemur beint til Íslands frá Danmörku þar sem það tekur þátt í alþjóðlegu fótboltamóti samkynhneigðra. Ekki hefur verið gefið upp hverjar verða í íslenska liðinu en þær eiga það þó allar sameigin- legt að spila fótbolta frá degi til dags. Þær allra bestu hér á landi geta þó ekki spilað vegna trygg- ingamála. Alls verða átta leikmenn í hvoru liði og verður hvor hálfleik- ur þrjátíu mínútna langur. Dómari verður Lárus Blöndal, sem hefur bæði þjálfað og keppt í fótbolta. „Með þessum leik erum við að klappa á dyrnar hjá íþróttahreyf- ingunni og minna á okkur þar,“ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga. „Við vonum að fólk fjöl- menni á völlinn og hvetji stelp- urnar til dáða.“ Heimsmeistaramót samkyn- hneigðra í knattspyrnu stendur nú sem hæst í Kaupmannahöfn en úr- slitaleikurinn fer fram í dag. Rúmlega þrjú hundruð þátttak- endur skiptast í 31 lið frá 12 lönd- um. Keppnin hófst um síðustu helgi og þrátt fyrir vætutíð hefur mótshald gengið vel og eru að- standendur mótsins ánægðir með hvernig til hefur tekist. Forsvars- menn borgarinnar eru einnig sátt- ir við sitt og hafa gefið út að tekj- ur borgarinnar af þessari heim- sókn knattspyrnumannanna verði um 70 milljónir króna. Hinsegin fótboltaleikur EKKERT GEFIÐ EFTIR Það var hart barist um boltann í leik London Leftfooters og New York Ramblers en þeir síðarnefndu eiga ekki von á minni mótspyrnu á KR-vellinum á morgun þegar þeir mæta íslensku lesbíuliði. faldlega sú að miklu meira for- varnarefni og fræðsla er til fyrir gagnkynhneigða. Nánast ekkert hefur til dæmis verið skrifað um hvernig lesbíur eiga að stunda öruggt kynlíf því flestir halda að þar geti engin hætta verið á ferð. Staðreyndin er hins vegar sú að kynsjúkdómar geta alltaf smit- ast gegnum opin sár og einnig í gegnum munnmök svo eitthvað sé nefnt.“ Sjálfsvirðingin aðalatriðið Umræða um frjálsræði Íslend- inga í kynferðismálum skýtur upp kollinum af og til og er að verða ein af helstu goðsögnum þjóðarinnar. „Það er mikilvægt að setja sig ekki á stall og for- dæma það fólk sem treystir sér í frjálslyndi í kynlífi. Aðalatriðið er náttúrulega að fólk passi upp á sig, virði sjálft sig og misbjóði hvorki sjálfum sér né öðrum. Í bæklingnum viljum við hvetja fólk til að setja sér einfaldar reglur sem það standi við, líka þegar dómgreindin hefur verið svæfð með drykkju,“ segir Ásta. „Við komum líka til með að brýna hversu mikilvægt það er að stunda öruggara kynlíf og þar er smokkurinn algjört forgangs- atriði. Einnig hvetjum við hvern og einn til að taka meðvitaða ákvörðun um hvort skyndikynni séu þess virði að stunda þau fyrst hættan á smitsjúkdómum er fyrir hendi.“ Ásta Ósk segir sjálfsvirðing- una einmitt vera aðalatriðið í baráttu samkynhneigðra. „Gang- an í dag minnir okkur á að vera stolt af samfélaginu okkar eins og það birtist í allri sinni dýrð. Fordómar gagnvart samkyn- hneigðum eru á miklu undan- haldi og gleðitíðindi að við búum í landi þar sem allir eiga að geta borið virðingu fyrir sjálfum sér og gengið stoltir um götur bæjarins.“ FSS, félag samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og kynskiptra (transgender) stúdenta, er með aðsetur í Hinu húsinu en frekari upplýsingar um félagið er hægt að fá á www.gaystudent.is thorakaritas@frettabladid.is ÞÝSK EÐALVARA Svona líta smokkapakkarnir í smokkaátaki Samtakanna ‘78 út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.