Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 13
Skattar og tekjur einstaklinga hafa verið áberandi undanfarna daga eins og er árviss viðburður þegar skattskrár landsmanna eru opnaðar. Þetta er þörf og góð umræða. Það er bráðnauð- synlegt að fólk sé vel meðvitað um hversu mikið það sjálft og aðrir láta renna í ríkissjóð til að standa undir samneyslu þjóð- arinnar. Á þessu ári færir tekjuskatturinn ríkissjóði fimmtán þúsund milljón fleiri krónur en hann gerði í fyrra. Það er ríflega ellefu prósenta hækkun milli ára, sem eru góðar fréttir fyrir okkur öll því þetta eru augljós merki um að tekjur hafi hækkað. Verra er að hver einstaklingur borgar nú hærri upphæð í skatt. Á svona góðæristímum hlýtur að vera svigrúm til að lækka skatta eins og ríkisstjórnin er reyndar þegar byrjuð að gera. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá því í maí 2003 kemur fram að flokkarnir stefna að lækkun tekjuskatts í áföngum um fjögur prósent á kjörtímabilinu. Fyrsta skrefið var tekið um síðustu áramót þegar tekjuskatttur einstaklinga lækkaði um eitt prósent, úr 25,75 prósentum í 24,75 prósent. Reiknað var með sömu lækkun um næstu áramót og að 2007, síðasta ár kjörtímabils ríkisstjórnarinnar, myndu skattar lækka um tvö prósent. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst ríkisstjórnin hraða þessum áformum sínum og lækka tekjuskattinn um tvö prósent strax um næstu áramót. Vonandi ganga þær áætlanir eftir. Nú er lag til þess að láta þjóðina njóta þess mikla uppgangs sem er í íslensku efnahags- lífi. Skattalækkunum fylgir hins vegar mikil ábyrgð. Ríkisstjórn- in verður að halda fastar um budduna en áður og sýna sérstakt aðhald í ríkisútgjöldum til að vega upp á móti þensluáhrifum lægri tekjuskatts og meðfylgjandi hættu á hærri verðbólgu, sem hefur bein áhrif á verðtryggð húsnæðislán heimilanna. Aukin verðbólga gæti þurrkað út ávinninginn af skattalækkun í einu vettvangi. Kunnugleg rök gegn skattalækkunum eru að þær komi þeim best sem hæst hafa launin. Staðreyndin er hins vegar sú að skattalækkun kemur öllum vel sem borga skatta. Í því samhengi er ágætt að hafa í huga þau gleðilegu tíðindi, sem komu í ljós þegar skattskrárnar opnuðust á dögunum, að fleiri borga nú skatt en áður hér á landi. Það þýðir að færri þurfa að þola laun sem falla undir skattleysismörk. Þrátt fyrir það greiðir enn tæplega þriðjungur atvinnubærra Íslendinga engan tekjuskatt. Sá hópur græðir að sjálfsögðu ekki neitt á skattalækkun. En varla getur það truflað nokkurn mann? Miklu nær er að berjast fyrir því að allir fái svo sómasamleg laun að þeir geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. ■ Ráðgjafarnir DV segir frá því í gær að í vikunni hafi þeir setið á herráðsfundi í Sjávarrétta- kjallaranum, Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og nánustu ráðgjafar hans, Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson viðskiptajöfur. Gísli stefnir sem kunnugt er leynt og ljóst að því að verða oddviti og borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í kosningunum í Reykjavík næsta vor. Ekki er að efa að hann hefur þegið góð ráð og greindarleg frá borð- nautum sínum, sem um árabil hafa tilheyrt fámenn- um valdakjarna í Sjálfstæð- isflokknum. Framlengingarsnúra En ýmsum í Sjálfstæðisflokknum mun það umhugsunarefni, hvort það sé Gísla Marteini til framdráttar að merkja sig eingöngu þessum annars góðu mönnum eins og hann hefur löngum gert, nú þegar það blasir við að hópur- inn, sem þeir tilheyra, er smám sam- an að færast úr miðjunni eða kjarn- anum í flokknum út á jaðarinn, þar sem hann var upphaflega. Unga fólk- ið í Sjálfstæðisflokknum, sem stundum hefur ráðið úrslitum í prófkjörum, ræðir nú í sínum hóp, hvert sé fýsilegasta for- ingjaefnið. Sagt er að það sé ekki mjög áhugasamt um að rétta gamla valdahópnum framlengingarsnúru. Erfitt að kyngja Ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum er ann- ars upptekið af kosningum sem fram fara innan skamms í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Borgar Þór Einars- son, sonur Ingu Jónu Þórðardóttur, er enn sem komið er einn um að tilkynna framboð til formanns, en ekki er ósennilegt að það eigi eftir að breytast. Einhverjir munu eiga erfitt með að kyngja þeirri tilhugsun að á haustdög- um, þegar landsfundur Sjálfstæðis- flokksins er afstaðinn, verði þeir fóstrar, Borgar Þór og Geir H. Haarde, með töglin og hagldirnar í flokknum. Jæja, þá er loksins búið að selja blessaðan Landssímann. Og von- um seinna kynni einhver að segja. Eru gömlu kommúnistaríkin fyrir austan ekki öll fyrir löngu búin að selja ríkissíma? Einhverja hluta vegna hefur okkur Íslendingum gengið þessi einkavæðing hægar en þeim þjóðum sem báru sjálfan Kommúnistaflokk Sovétríkjanna á bakinu áratugum saman og allt hans hyski. Þessum þjóðum hefur á einhvern hátt reynst auðveldara að varpa af sér byrðunum en okkur upp á Farsælu og Hagsælu. Við höfum verið eitthvað hrím- hvítari en kommarnir. Þegar múrinn féll fengu ein- hverjir okkar þá hugmynd að við gætum hjálpað þessum okuðu þjóðum. Einhverjar ráðagóðar sendinefndir fóru austur en ein- hvern veginn kom ekkert út úr þeim ferðum. Sá eini sem ílengd- ist var Þorvaldur Gylfason hag- fræðiprófessor. Mér skilst að hann hafi unnið með kollegum sínum að rannsóknum og ráðgjöf þarna austur frá. En mér skilst líka á því sem Þorvaldur hefur skrifað síðan þá að í raun getum við lært meira af gömlu kommun- um en þeir af okkur. Þorvaldi hefur tekist með afbrigðum vel að heimfæra raunveruleika ný- frjálsra þjóða í Austur-Evrópu yfir á ástandið hér heima. Og þessi sýn – að skilgreina átökin í íslensku samfélagi, vandamál okkar og möguleika, sem spegil- mynd gömlu kommúnistaríkjanna – er eina glögga og gagnlega skil- greiningin sem boðið hefur verið upp á í öllu því málæði sem fylgt hefur þeim umrótstímum sem við upplifum. Besta leiðin til að skilja Ísland er að líta á það sem fyrrum Sovétlýðveldi. Og eins og dæmið af Landssímanum sýnir; fyrrum Sovétlýðveldi í tiltölulega hægum bata. Auðvitað er þetta hundfúlt. Þetta er vesældarlegri söguskýr- ing en sagan af fólkinu sem braust út úr fátækt til bjargálna á nýju heimsmeti; tók inn iðnbylt- ingu, sósíaldemókratíu og nútíma- lifnaðarhætti í einum bita – varp- aði af sér oki kúgunar og blómstr- aði undir dynjandi ættjarðar- söngvum. En þetta er akkúrat það sem austantjaldsþjóðirnar gerðu; þær hentu gömlu söguskýring- unni – sem var svo undarleg lík okkar – um fátæka fólkið sem kommúnistaflokkurinn leiddi til bjargálna og færði vinnuna, rétt- lætið og matinn á borðið; losaði það undan kúgun arðræningjanna svo það mætti þramma áfram undir dynjandi ættjarðarsöngv- um – svolítið dimmraddaðri en samt ekki svo ólíkum okkar. Kannski er það einmitt vegna þessa sem fólkið austur frá er fyrir löngu búið að selja sinn Landssíma. Það hristi fyrst af sér söguskýringar sem dugðu ekki lengur – og gerðu því aðeins vont – og tók svo til við að búa til betra samfélag. Við viljum hins vegar sleppa betur frá þessu; fá aðeins betra samfélag og halda aðeins lengur í rómantíkina – deyfinguna sem við tókum inn til að þola betur vitleysuna og gagnleysið í gamla kerfinu. Hvað svo? Það er eðlileg spurning þegar Landssíminn er seldur. Hvað getum við losað undan ríkinu nú þegar bönkunum og Landssímanum hefur verið sleppt lausum: Landsvirkjun, Rík- isútvarpið, Íslandspóst? Haga- skóla, Landspítala, Þjóðleikhús? Þrátt fyrir að enginn andmæli því að þau fyrirtæki sem hafa verið einkavædd skili viðskiptamönn- um sínum miklu betri þjónustu á eftir þá jaðrar það við óþjóðholl- ustu að stinga upp á að selja skól- ana og spítalana næst. Samt ætt- um við helst af öllu að óska börn- um og sjúkum betri aðbúnaði. Og við erum enn svo föst í gamalli hugsun að við erum sannfærð um að leikari á ríkislaunum hljóti að túlka Hamlet betur en sá sem fær prósentur af miðasölu. Við erum nýfarin að venja okkur við þá hugsun að Hamlet sé ekki æviráð- inn. Við erum líklega komin í strand með frekari samfélags- breytingar. Það er eins og við séum ekki undirbúin undir næstu skref. Til þess að stíga þau þurf- um við að skipta út sögunni og skilgreina stöðu okkar upp á nýtt – svipað og fólkið í gömlu komm- únistaríkjunum gerði. Það þurfti að venja sig við þá tilhugsun að ríkið væri ekki upphaf alls. Ríkið hafði ekki fundið upp verksmiðj- ur eða verslanir. Ríkið hafði ekki einu sinni fundið upp menntun, listir né aðhlynningu sjúkra. Rétt- læti, sanngirni og mannúð hafa á flestum tímum betur notið sín utan ríkisvaldsins en innan þess – á sama hátt og bankastarfsemi og fjarskiptarekstur. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikla trú á að Íslending- um takist að læra af því sem vel hefur tekist á undanförnum árum og ákveða að gera enn meira af því sama. Til þess heyri ég of oft talað um þjóðareignir og að hitt eða þetta ríkisbáknið sé í eigu þjóðarinnar – eða okkar allra, eins og sagt er. Og þrátt fyrir alla misnotkunina, þrátt fyrir allar pólitísku ráðningarnar og þrátt fyrir getuleysi ríkisstofnana til að veita almenningi skikkanlega þjónustu – þá virðumst við helst af öllu vilja trúa því að þetta sé allt gert fyrir okkur og í okkar nafni. Til að losa okkur undan þeirri blekkingu þurfum við að endurskrifa sögu okkar og skil- greina stöðu okkar að nýju. Þar til verður hlé á annars vellukkuð- um samfélagsbreytingum undan- farinna ára. ■ 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Vonandi komast áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts sem fyrst til framkvæmda. Allir sem borga græ›a FRÁ DEGI TIL DAGS Kunnugleg rök gegn skattalækkunum eru a› flær komi fleim best sem hæst hafa launin. Sta›reyndin er hins vegar sú a› skatta- lækkun kemur öllum vel sem borga skatta. Hva› svo? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA GUNNAR SMÁRI EGILSSON Í DAG VANDINN SEM SALA LANDSSÍMANS SETUR OKKUR Í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.