Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 63
Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá séryfirlýsingu þar sem harmað er að starfsmaður Þjóðhátíðar hafi veist að Hreimi Erni Heimissyni, söngvara Lands og sona, þegar hann tók lagið ásamt öðrum á þjóðhátíðarsviðinu á sunnudag. Eins og kunnugt er sá Árni Johnsen eitthvað athugavert við veru Hreims á sviðinu og sló því til hans en hátíðarnefndin hefur hér með beðið hann afsökunnar. „Þjóð- hátíðarnefnd harmar þá uppákomu sem varð á Brekkusviðinu á sunnu- dagskvöldinu og biður Hreim Örn Heimisson afsökunar á framferði annars starfsmanns gagnvart honum umrætt kvöld. Hreimur Örn Heimisson hefur reynst öfl- ugur starfs- maður Þjóðhátíð- arnefndar um árabil. Störf hans verðskulda eingöngu virðingu og þakk- læti.“ Þá er þess jafnframt getið í yfirlýs-ingunni að hátíðin, sem er orðin 131 árs, sé stór menningarviðburður sem dragi að sér fjölda gesta og skipti miklu máli í íþrótta-, menn- ingar- og viðskiptalífi Vestmannaey- inga. „Þjóðhátíð byggir á miklu og óeigingjörnu framlagi félaga í ÍBV við undirbúning og framkvæmd há- tíðarinnar og góðu og traustu sam- starfi við starfsmenn, lögreglu og þjónustuaðila. Hún er því rík ábyrgð Þjóðhátíðarnefndar sem hefur með höndum undirbúning, skipulag og stjórn hátíðarinnar í umboði aðal- stjórnar félagsins. Þjóðhátíðarnefnd ræður alla starfsmenn á hátíðina, launaða sem ólaunaða, en í ár voru þeir ríflega 740 talsins. Listamenn sem fram koma eru mikilvægir starfsmenn Þjóðhátíðar- nefndar. Á Þjóðhátíð 2005 komu fram lið- lega 150 listamenn. Þjóðhátíðarnefnd færir þeim þakkir fyrir gott og ánægjulegt samstarf.“ Ég er á slóð mikilla listamanna hér í Davos. Þeir komu hingað til að fá lækningu við berklum eða til að heimsækja veika ættingja. Ég er fræddur daglega um málara og rithöfunda sem komu hingað á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Þeir hafa gert þennan bæ ódauðlegan í verkum sínum. Hinn þekkti list- málari Ernst Lud- wig Kirchner flúði til Davos frá nasista- ríki Þýska- lands og bjó með tveimur systrum. Þær eiga víst að hafa hlaupið naktar reglulega um húsið hans. Hann skaut sig í þessum litla fallega bæ árið 1938. Ég, Michael frá Slóvakíu og Malte frá Þýskalandi ætluðum að fara með kláf upp í 2.500 metra hæð. Blaðamannafundur ráð- stefnunnar átti að hefjast klukkan ellefu þannig að við urðum að vakna snemma. Aldrei þessu vant var Íslendingurinn fyrstur á fæt- ur. Hinir tveir voru þó fljótir að láta sjá sig. Kom sjálfum mér þægilega á óvart þar sem Íslend- ingar hafa ekki verið þekktir fyrir að vera stundvísir. Ekki miðað við Þjóðverja. Morgunsólin heilsaði og Alp- arnir tóku á móti okkur í allri sinni fegurð. Ég hafði aldrei farið í kláf áður. Bara séð þá bila og hrapa í nokkrum kvikmyndum. Ferðafélagar mínir horfðu á mig með undrunaraugum þegar ég ríghélt mér í handfang inn í kláfn- um á leiðinni upp. „Mér líður ekk- ert sérstaklega vel í mikilli hæð,“ sagði ég hálf aumingjalega. Ég sá ekki mikið eftir því að hafa boðið lofthræðslunni birginn því útsýn- ið var magnað þegar á toppinn var komið. Ég skildi vel listamennina sem komu hingað til að fá inn- blástur. Sjálfan langaði mig að setjast niður og skrifa bók eða mála mynd. Gat það ekki vegna blaðamannafundarins. Kannski geri ég það einhvern tímann seinna. REISUBÓKARBROT FREYR GÍGJA BLAÐAMAÐUR ER Á RÁÐSTEFNU UM RÉTTINDABARÁTTU UNGS SAMKYNHNEIGÐS FÓLKS Í EVRÓPU. 46 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Látnir listamenn og lofthræ›sla FRÉTTIR AF FÓLKI Sixtís stíll. Tískan frá sjöunda áratugnum virðist vera eitt-hvað að skjótast upp á yfirborðið enn einu sinni. Frægustu tískuídolin á þessum tíma voru til dæmis Peggy Moffit (sem sést hér á myndinni), Penelope Tree, Twiggy og Edie Sedg- wick. Fyrirsætur á tískusýningum haustsins, þar á meðal fyrir- sætur Chanel, skörtuðu margar hverjar ekta augnmálningu í anda sjöunda áratugarins eða stuttum kjólum og háum stíg- vélum í anda tímabilsins. Hermannaklipping. Í framhaldi af þeirri staðreynd að mynd-in Flags of Our Fathers verður tekin upp á Íslandi skarta nú um 600 ungir menn hermannaklippingu. Það er því ekki ann- að hægt að segja en að þess konar klipping sé nokkuð heit þessa dagana en hvort að rétt sé að mæla með henni fyrir hina sem leika ekki í myndinni er ekki víst. Hún er kannski ekki svo heit. Frostpinnar. Já, þeir eru heitir þó þeir séu kaldir. Hoho.Fólk virðist flykkjast út í ísbúð til þess að fá sér rjómaís en það sem fólk fattar ekki er að frostpinnar eru miklu betri! Vertu pínu barnalegur og fáðu þér frostpinna í staðinn fyrir rjómaís. Hann hressir, bætir og kætir! Ökuníðingar. Þegar umferð er mikil einsog um helgar á sumrin er mikilvægt að aka gætilega. Reynið að sleppa óþarfa fram- úrakstri og miklum hraðakstri. Málið er að í umferðinni er ekki nóg að gæta að sínu eigin lífi heldur þarf einnig að passa líf annarra. Það verður aldrei sagt of oft að tillitssemi er málið í umferðinni. Dýramunstur. Í haust voru þau sjóðandi og bullandi heit ogsáust í fjölmörgum tískulínum hinna frægustu hönnuða. Sú var tíðin. Núna sýna örfáir hönnuðir dýramunstur í línum sínum og eru þau því á leiðinni út. Óþarfi er þó að henda flíkum með dýramunstri því það er öruggt að þetta kemur sjóðheitt inn aftur einhvern tíma seinna. Einkamálabloggarar. Það eru margir vinahópar semhalda uppi heimasíðum á netinu sem heita oftar en ekki einhverjum klúrum og hallærislegum nöfnum. Þarna upp- ljóstrar fólk ótrúlegustu leyndarmálum og hlutum sem ekki allir ættu að hafa aðgang að. Hvernig væri að halda smá reisn og halda sumum hlutum fyrir sjálfan sig? Þetta er bara kjánalegt. ... fær Halla Frímannsdóttir, eða Tínó, fyrir að vera fyrsti drag- kóngur Íslands. HRÓSIÐ Humar 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. Alheimsfrumsýning á kvik- myndinni Beowulf and Grendel eða Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson verður á kvik- myndahátíðinni í Toronto sem fram fer í Kanada í september. Friðrik Þór Friðriksson er einn af framleiðendum myndarinnar en hann segir það einstakan heiður að Bjólfskviða verði frumsýnd í Toronto. „Þetta er dýrasta mynd sem hefur verið framleidd á Íslandi og ekkert var til sparað,“ segir Friðrik. „Kvikmyndin er full- kláruð og ég er mjög ánægður með hana. Sturla Gunnarsson er mjög fær leikstjóri og ekki síst vegna þess er ég mjög spenntur yfir að sjá hvernig viðtökur Bjólfskviða fær.“ Beowulf and Grendel er ævintýramynd sem byggist á forn-engilsaxneska frásagnar- bálkinum Bjólfskviðu. Leik- stjórinn Sturla Gunnarsson seg- ir að jafnvel þó að sagan sé frá miðöldum sé tilgangurinn með kvikmyndinni ekki eingöngu að gera goðsögninni skil heldur fari hann þá leið í kvikmyndinni að endursegja og túlka kviðuna frá nútímalegu sjónarmiði. Friðrik Þór segir Beowulf and Grendel ekki vera í anda ís- lenskra víkingamynda heldur fremur í ætt við Lord of the Rings, leikstjóraverk Peters Jackson. „Tolkien, höfundur Hringa- dróttinssögu, var sérfræðingur í Bjólfskviðu og verkið hafði áhrif á sköpunarverk hans. Tolkien talaði íslensku og rann- sakaði Íslendingasögurnar en til að halda tungumálinu við hafði hann alltaf hjá sér íslenska vinnukonu. Í Bjólfskviðu má líka finna ýmis tengsl við Ís- lendingasögurnar, til að mynda Grettissögu,“ segir Friðrik en þótt framleiðandinn segi kvik- myndina Bjólfskviðu í anda Lord of the Rings er Bjólfskviða þó ekki nálægt því jafndýr og þríleikur Peters Jackson. Friðrik vonast til þess að sem flestir sem komu að gerð mynd- arinnar láti sjá sig í Toronto. „Það er fullt af fínum íslenskum og erlendum leikurum í mynd- inni. Gerard Butler, sem lék í Phantom of the Opera, fer með aðalhlutverkið en Ingvar E. Sig- urðsson er leynivopnið. Hann fer alveg á kostum í myndinni,“ segir Friðrik en í Beowulf and Grendel fer Ingvar með hlut- verk morðóða tröllsins Grendel. Tökur á Bjólfskviðu fóru fram hér á landi í fyrra en eftirvinnsla fór fram í Bretlandi, Kanada og á Íslandi. „Við erum ekki alveg búin að ákveða hvort við frum- sýnum myndina hér heima í haust eða í byrjun janúar,“ segir Friðrik að lokum og tekur það jafnframt fram að alheimsdreif- ingin komi mikið til með að ráð- ast á hátíðinni í Toronto. thorakaritas@frettabladid.is GERARD BUTLER Fer með aðalhlutverkið í Bjólfskviðu, sem frumsýnd verður í september. FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON: FRUMSÝNIR BJÓLFSKVIÐU Í TORONTO Ingvar er leynivopnið BEOWULF AND GRENDEL Svona lítur auglýsingaplakat Bjólfskviðu út. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 2.109,6 metrar. Valur og Fram. 46 dagar. INNI ÚTI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V Ö LU N D U R » FA S T U R » PUNKTUR Lárétt: 2 undirlag, 6 frá, 8 mar, 9 nafar, 11 belti, 12 kornmeti, 14 ilmefni, 16 íþróttafélag, 17 á fæti, 18 ærða, 20 átt, 21 skjögra. Lóðrétt: 1 gangur, 3 ármynni, 4 ljúf ( um skáldskap), 5 fantur, 7 mótaði, 10 ítalska sjónvarpið, 13 blóm, 15 fuglar, 16 söng- hópur, 19 til. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2gólf, 6af, 8sjó,9bor, 11ól,12 brauð,14mirra,16ka,17tær, 18óða, 20na,21riða. Lóðrétt: 1labb,3ós,4ljóðræn,5fól,7 formaði,10rai,13urt, 15arar, 16kór, 19 að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.