Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,42 63,72 112,77 113,31 78,4 78,84 10,505 10,567 9,937 10,995 8,402 8,452 0,5675 0,5709 92,97 93,53 GENGI GJALDMIÐLA 05.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,1413 4 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR British Airways hefur reglulegar áætlunarferðir milli London og Keflavíkur á næsta ári: firjú félög berjast um hylli fer›alanga NEYTENDUR „Þeir telja orðið að Ís- land sé vænlegur og spennandi kostur enda sívaxandi áhugi á ferðum hingað til lands,“ segir Bolli Valgarðsson, talsmaður breska flugfélagsins British Airways. Flugfélagið hefur reglu- legar ferðir hingað í mars á næsta ári og harðnar þá samkeppnin á þessari flugleið þar sem fyrir eru Icelandair og Iceland Express. British Airways hyggst fljúga fimm sinnum í viku og verður fargjaldið fram og til baka 22.990 krónur. Það er ódýrara en ódýr- asta fargjald Icelandair í dag, sem er 24.930 krónur, en ódýrustu sæti Iceland Express eru mun lægri, undir 20 þúsund krónum. Birgir Jónsson, framkvæmda- stjóri Iceland Express, fagnar þessum tíðindum og telur víst að Icelandair missi stærri spón úr aski sínum vegna nýs keppinaut- ar en sitt fyrirtæki geri. „Fyrir það fyrsta er Icelandair miklu sterkara á þessari leið en við og auk þess er British Airways sams konar flugfélag og Icelandair.“ Athygli vekur að þetta er í ann- að sinn sem British Airways hefur áætlunarflug hingað, en flugfélagið Go sem flaug hingað í stuttan tíma fyrir nokkrum árum síðan var dótturfyrirtæki BA. Bolli Valgarðsson segir aðstæður aðrar og betri nú, að mati forráða- manna flugfélagsins. Ekki náðist í Guðjón Arn- grímsson, blaðafulltrúa Icelanda- ir, vegna málsins. - aöe Óvíst um sakhæfi konu sem hóta›i sprengingu LÖGREGLUMÁL Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengju- hótun á Keflavíkurflugvöll í gær- morgun. Málið leystist hratt og ör- ugglega að sögn Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur, staðgengils sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli. Það telst nú upplýst og hefur kon- unni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúm- lega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætl- anir. Voru lögregla, starfsmenn tollstjóra og öryggisdeild sýslu- mannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórð- unga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljót- lega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtöku- skipun hafði verið gefin út og fljót- lega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu, þar sem atvik skýrð- ust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksókn- ara eftir helgi. Ekki sé alltaf ljóst hvort fólk sé sakhæft, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. „Sprengjuhótun er alltaf alvar- legt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur árum,“ segir Ellisif Tinna og þakkar lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglu- stjóra og lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins. jss@frettabladid.is oddur@frettabladid.is Kjartan Jakob: fiyngsti ró›ur- inn a› baki SÖFNUN Kjartan Jakob Hauksson tók land við Hjörleifshöfða skömmu fyrir klukkan þrjú í gærdag eftir að hafa ýtt úr vör við Ingólfshöfða morguninn áður. Þar með lauk 28 klukku- stunda róðri þar sem hann fór um 130 kílómetra við erfiðar að- stæður. Hann mun væntanlega freista þess að róa aftur í dag en aðstæður verða óhagstæðar á þessum slóðum á morgun. ■ 2 fyrir 1 til Barcelona 12. og 19. ágúst frá kr. 19.990 Síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til þessar mest spennandi borgar Spánar á ótrúlegum kjörum. Nú er fegursti tími ársins og frábært tækifæri til að skrep- pa til Barcelona og njóta þess besta sem Spánn hefur að bjóða. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 12. eða 19. ágúst og heim 24. ágúst. Netverð á mann. VEÐRIÐ TAKA SLAGINN Breska flugfélagið British Airways mun frá og með mars á næsta ári fljúga fimm sinnum í viku til og frá Íslandi en þessi sama leið hefur verið gullegg flugfélaganna Icelandair og Iceland Express í talsverðan tíma. MIÐBÆR Lögreglan hefur nokkurn viðbúnað vegna hátíðarhalda Hinsegin daga í miðborg Reykja- víkur í dag og breyting verður á áætlun strætisvagna í mið- bænum. Lækjargata verður lokuð milli Vonarstrætis og Austurstrætis frá 8 til 20 og Rauðarárstígur á milli Hlemms og Skúlagötu verður lokaður frá 12 til 15. Gleðiganga Hinsegin daga fer af stað niður Laugaveg frá Hlemmi kl. 15.00 og er áætlað að hún taki um 70 mínútur og því má búast við að umferð lokist á Laugaveginn að einhverju leyti á þessu tímabili. -rsg HINSEGIN DAGAR Skrúðgangan fer niður Laugaveginn kl. 15.00 í dag og skemmti- atriði verða í Lækjargötu kl. 16.15. Hinsegin dagar: Umfer› ri›last MÓTMÆLI Þrettán mótmælendur, sem handteknir voru á byggingar- svæði álvers Alcoa á Reyðarfirði í fyrradag, voru látnir lausir laust eftir miðnætti í fyrrinótt, að sögn lögreglu á Eskifirði. Fólkið var flutt að Vaði í Skrið- dal eftir að það var látið laust en þar hafa mótmælendur aðsetur eftir að þeim var vísað frá tjald- búðum sínum við Kárahnjúka- virkjun í síðustu viku. Alcoa hefur ákveðið að kæra ekki mótmælendur. Málið er í rannsókn og ekki er ljóst hvort eftirmálar hljótast af því. - ht Mótmælendur álvers: Lausir úr haldi DALVÍK Fiskverkendur á Dalvík bjóða gestum og gangandi upp á margvíslega fiskrétti á fiskideg- inum mikla sem haldinn er í dag. Fjöldi fólks var þegar mættur í bæinn í gær og því má búast við fjölmenni á fiskideginum mikla nú líkt og fyrri ár. Að sögn Júlíusar Júlíussonar, skipuleggjanda hátíðarinnar, verða yfir hundrað þúsund matar- skammtar útbúnir í dag og búist við fjölda manns. Í fyrra mættu yfir 27 þúsund manns á hátíðina og kláruðu yfir 90 þúsund skammta. Matseðillinn verður fjölbreyttur í dag að vanda. - oá FJÖLMENNI Á DALVÍK Fiskidagurinn mikli hefur dregið mikinn fjölda fólks til Dalvíkur. Fiskidagurinn mikli: Gefa 100 flúsund matarskammta M YN D /G ET TY I M AG ES Lögreglan á Akureyri handtók í gær konu á mi›jum aldri sem hringdi inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Konan hefur á›ur komi› vi› sögu lögreglu og er óvíst hvort hún geti talist sakhæf. Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Lögreglu grunaði strax að um gabb væri að ræða. Starfsmenn tollstjóra, lögregla og öryggisdeild sýslumanns- embættisins leituðu af sér grun á um 45 mínútum í gærmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.