Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 6. ágúst 2005 35 Framtí› Viggós sem landsli›sfljálfara óljós Óvíst er hvort Viggó Sigur›sson haldi áfram sem landsli›sfljálfari í handknatt- leik eftir a› hafa veri› me› dólgslæti í flugvél Fluglei›a flegar U-21 landsli› Ís- lands var a› koma til Íslands frá Kaupmannhöfn. HANDBOLTI Handknattsleikssam- band Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem áfengis- drykkja landliðsþjálfarans Viggós Sigurðssonar í flugvél Flugleiða á sunnudagskvöld er hörmuð, en Viggó var þá að koma frá Svíþjóð ásamt U-21 landsliði Íslands, en það var þar við keppni á Opna Skandinavíumótinu í handknatt- leik. Viggó var að drekka áfengi í flugvélinni á heimleiðinni og lenti í útistöðum við flugþjón um hálf- tíma fyrir lendingu. Í kjölfarið reif Viggó í þjóninn, og tilkynnti áhöfn vélarinnar um atburðinn til lögreglu strax í kjölfarið. Berg- sveinn Bergsveinsson aðstoðar- landsliðsþjálfari sat við hlið Viggós. „Ég drakk tvö glös af áfengi í flugvélinni en er ekkert viðriðinn þetta mál að öðru leyti,“ sagði Bergsveinn. Lögreglan tók á móti Viggó þegar á flugvöllinn var komið og fylgdi honum út úr flugstöðinni. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, sagði sam- bandið líta þetta atvik alvarlegum augum en vonast til þess að það fengi farsælan endi. „Þetta mál hefur verið rætt í vikunni og það eru allir sammála um að þessi upp- ákoma sé afar óheppileg. Hand- knattleikssambandið stendur fyrir meira en tuttugu ferðum á ári og það hafa ekki átt sér stað svona leiðindaatvik fram að þessu. Það er ekki hægt að sætta sig við svona framkomu og við munum ræða málið frekar á næstu dögum.“ Í yfirlýsingu HSÍ segir að Viggó hafi þegar hitt flugþjóninn og beðist afsökunar á framferði sínu. Slíkt hið sama gerði hann á fundi með stjórn HSÍ í gær. magnush@frettabladid.is Einn besti leikmaður Newcastle er óánægður: FÓTBOLTI Graeme Souness, knatt- spyrnustjóri Newcastle, stað- festi við enska fjölmiðla í gær að miðjumaðurinn Jermaine Jenas væri óánægður hjá félaginu. Talið er að Manchester United, Arsenal og Tottenham hafi öll áhuga á því að krækja í þennan 22 ára leikmann. Sögur fóru á kreik um að ósætti hefði komið upp milli Jenas og æðri manna hjá félaginu en stjórnar- formaðurinn Freddy Shepherd neitar því alfarið. „Allar sögur þess efnis að Jenas hafi lent í deilum við einhvern hjá félaginu eru ekki sannar,“ sagði Shepherd. Jenas var ekki í leik- mannahópi Newcastle sem mætti spænska liðinu Deportivo La Coruna í Evrópukeppninni en talsmenn félagsins segja að ástæðan fyrir því sé sú að hann hafi verið meiddur. Sagt er að Tottenham hyggist bjóða Newcastle að fá Robbie Keane í skiptum fyrir Jenas en Souness taki ekki vel í það og segir Keane ekki vera þá gerð af sóknar- manni sem hann sé að leita eftir. Auk Tottenham fylgjast Man- chester United og Arsenal grannt með gangi mála. ■ Jenas vill komast burt Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Helsinki í dag: fiórey Edda eini íslenski keppandinn FRJÁLSAR Keppni á heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum hefst í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í dag. Íslendingar eiga einungis einn fulltrúa á mótinu, stangar- stökkvarann Þóreyju Eddu Elís- dóttur, sem á góðum degi getur blandað sér í toppbaráttu sinnar greinar. Þó nokkuð er um meiðsli ein- hverra stærstu stjarna íþróttar- innar, til að mynda er Tékkinn Jan Zelezny, heimsmethafinn í spjót- kasti, frá vegna meiðsla og hið sama má segja um Asafa Powell, spretthlauparann frá Jamaíku og heimsmethafa í 100 metra hlaupi. Ef þessi og nokkur önnur tilvik eru frátalin mætir til keppni samansafn af besta frjálsíþrótta- fólki heims og má búast við spennandi keppni í flestum grein- um. Ætli minnsta spennan ríki ekki í einu greininni þar sem Ís- lendingur keppir, stangarstökki kvenna, en þar hefur hin rúss- neska Jelena Isinbajeva sett hvert heimsmetið á fætur öðru í grein- inni undanfarið ár. - esá JERMAINE JENAS Er óánægður hjá Newcastle og vill burt frá félaginu. VIGGÓ SIGURÐSSON OG BERGSVEINN BERGSVEINSSON Óvíst er hvort Viggó og Bergsveinn haldi áfram sem landsliðsþjálfarar, en hand- knattleikssambandið ræðir stöðu þeirra betur um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.