Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.08.2005, Blaðsíða 25
Þegar Buthi lauk námi í skól-anum í Katmandu fékk húnnámsstyrk við skóla sem Rauði krossinn rekur í sveitasælu Noregs. „Vinkona mín í skólanum í Noregi er íslensk Kristín Una Sigurðardóttir og ég er búin að vera hjá henni á Íslandi í fjórar vikur. Ég var að vinna á golfvell- inum og í gróðurhúsinu á Sauðár- króki,“ segir Bhuti. „Fólk segir að ég hafi ekki séð bestu hliðarnar á landinu, vegna veðursins, en mér fannst Sauðárkrókur sérstaklega fallegur, aðallega út af hafinu.“ Prok, fjallaþorpið í Nepal þar sem mamma Bhuti býr enn, er langt yfir sjávarmáli, í Gorkha- héraðinu í tignarlegum Himala- yja-fjöllunum. Bhuti hefur ekki farið þangað í 13 ár. Þar er ekkert rafmagn og fólk leitar vatns í nærliggjandi fossi. Faðir Bhuti var munkur en hann dó þegar hún var þriggja ára. „Við áttum klaustur og nokkra akra sem nú tilheyra bróður mínum,“ segir Bhuti. Hún segist vera heppin að hafa komist inni í skólann í Katmandu, þrátt fyrir að hafa verið svo langt frá móður sinni. „Stofnandi skólans þekkti pabba minn og þegar pabbi dó sann- færði mamma hann um að taka mig inn í skólann. Ef hann hefði ekki gert það væri ég gift núna og ætti börn!“ Í Nepal er algengt að foreldrar sendi börn sína órafjar- lægð í heimavistarskóla. „For- eldrarnir vilja hafa börnin heima, en núna eru þeir meira meðvitað- ir um mikilvægi menntunar. Ef börnin geta fengið góða menntun einhvers staðar, af hverju ekki að senda þá í skóla, jafnvel þó að hann sé mjög langt frá heimil- inu?“ Tíbetskur uppruni Í skólanum lærði Bhuti tíbetsku og sögu Tíbet. „Himalayja-fjöllin liggja við Tíbet. Fólk í þorpinu mínu verslar við fólk frá Tíbet. Tungumálið sem við tölum er mjög líkt tíbetsku og klæðaburð- urinn er sá sami. Svo ég get sagt fyrir víst að uppruni minn er tíbetskur. Ég hef tekið eftir því að þegar fólk veit um bakgrunn minn er það áhugasamara,“ segir Bhuti. „Þegar ég var í Nepal vissi ég að það var eitthvað á seyði þar en ég var ekki mjög meðvituð um stöðu mála og ekki svo áhyggju- full. Eftir að ég kom til Noregs sá ég landið mjög ólíkum augum og heyrði hvað fólki finnst ástandið slæmt. Það munar miklu að lesa fréttirnar á hverjum degi,“ segir Bhuti. Hvað stjórnmál varðar í Nepal þykir landið óstöðugt, en Gyan- endra konungur tók sér fullt vald í landinu í febrúar síðastliðnum. Alþjóðasamtök hafa lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi blaða- manna og annarra sem berjast gegn mannréttindabrotum. „Alþjóðlegir fjölmiðlar segja að landið sé í mikilli óreiðu. Já, það er satt, en fyrir fólkið sem býr í landinu er þetta öðruvísi. Maður venst þessu,“ segir Bhuti. Íslendingar lokaðir Bhuti átti auðvelt með að koma sér fyrir í Noregi, enda er fólk úr öllum heimshornum í skólanum. Henni fannst erfitt að kynnast fólki á Íslandi. „Þegar ég kynntist fólki voru allir mjög vingjarn- legir er en tungumálið er vanda- mál, ég er viss um að þeir kunnu ensku en þeir voru ragir við að tala við mig, þótt það sé kannski líka mér að kenna. Strákarnir til dæmis sem ég vann með á golf- vellinum, ég vissi ekki einu sinni hvað þeir hétu. Ég vann með þeim í meira en mánuð og ég vissi ekki einu sinni nöfnin, því við töluðum aldrei saman. Það var bara „hæ“ og „bæ“. Bhuti fór af landi brott á föstu- daginn og liggur leiðin í langþráð frí í Katmandu þar sem hún von- ast til að hitta móður sína. Bhuti er núna nítján ára og á eftir eitt ár í Red Cross United World College í Noregi. Eftir það hefur hún hug á að verða blaðamaður. rosag@frettabladid.is 24 6. ágúst 2005 LAUGARDAGUR TSEWANG LAMA Bhuti segir að móðurmál sitt sé mjög skylt tíbetsku, en veit ekki hvað mállýskan heitir. Frá Nepal til Sauðárkróks Tsewang Lama er köllu› Bhuti. Hún er fædd í Himalayja-fjöllunum en fimm ára fór hún í heima- vistarskóla í Katmandu, höfu›borg Nepals, flar sem hún lær›i tíbetsk fræ›i hjá búddamunkum. Örlögin ætlu›u henni a› fara enn lengra, flví í sumar dvaldi hún á Sau›árkróki. Margir kannast vi› flá trú sem kennd er vi› Vísinda- kirkjuna en hún á nokkra öfluga talsmenn í Hollywood. Færri vita út á hva› trúin gengur flrátt fyrir a› kirkjan sé ó›um a› stofna útibú um allan heim. Meðlimir Vísindakirkjunnar hafa margoft reynt að tæla mig til liðs við sig,“ segir Heiðar Rannvers- son, arkitektarnemi í Kaupmanna- höfn. „Hún er með útsendara í fullu starfi úti um alla borg sem stöðva fólk á götum úti og biðja það um að taka áhugasviðs- og stresspróf. Þetta starfsfólk kirkj- unnar er mjög ágengt og allir vin- ir mínir hafa einhvern tímann ver- ið stöðvaðir af þeim. Ef maður hefur ekki tíma til að stoppa og tala við það, eins og oft vill verða, þá notar það það gegn manni og segir, „hvað voðalega ertu stress- aður, þú þarft augljóslega á okkar hjálp að halda,“ segir Heiðar. Hann segist halda að útsendar- arnir stöðvi aðallega ungt fólk og bendir á að trúfélagið beiti sam- tímastjörnum eins og Tom Cruise og John Travolta til að auka áhug- ann á starfinu. „Ég myndi aldrei ganga í Vísindakirkjuna því þetta er allt svo undarlegt. Þrátt fyrir að hafa spjallað við þetta fólk nokkrum sinnum hefur það aldrei útskýrt út á hvað trúarbrögðin ganga í raun og veru.“ Útibú um alla Skandinavíu Lítið hefur verið fjallað um Vísinda- kirkjuna í fjölmiðlum í Danmörku þrátt fyrir að nú á síðustu árum hafi verið opnaðar átta kirkjur í landinu. „Mér finnst skrítið hvað lítið er fjallað um það miðað við hvað kirkj- an er áberandi á götum úti. Það er svona opinber leynd yfir allri starf- seminni og ég held að það sé alveg bókað að hún hafi ítök á hærri stöð- um í danska stjórnkerfinu,“ segir Heiðar. Einhverjar sögur segja frá því að fólk frá Vísindakirkjunni hafi stöðvað unga háskólanema á Íslandi en engin opinber kirkja er starf- rækt hér. „Ég hef aðeins verið að skoða það mál og heyrt um ein- hverja sem hafa verið beðnir um að taka prófið. Vísindakirkjan er með útibú víða á Norðurlöndunum og það er bara tímaspursmál hvenær hún kemur til Íslands.“ Hvers konar trú? Á vef alfræðiorðabókarinnar Wikipedia, wikipedia.org, er meðal annars sagt frá því að stofnandi trúarinnar sé vísinda- skáldsöguhöfundurinn L. Ron Hubbard. Það sem er trúnni helst talið til vansa er að mikil dulúð ríki yfir trúarbrögðunum og að þar sé beitt ýmsum aðferðum sem samræmist ekki nútíma vísind- um. Innra skipulag hennar þykir svo stundum jaðra við uppsetn- ingu sértrúarsöfnuða þar sem fólk fær ekki aðgang að vissum upplýsingum fyrr en það hefur tekið ákveðin skref og náð vissri stöðu innan safnaðarins. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér trúna frekar geta nálgast allar helstu upplýsingar á vefsíðu Vísindakirkjunnar, scient- ology.com Vísindakirkjan stefnir á heimsyfirrá› HEIÐAR RANNVERSSON Arkitektanemi í Kaupmannahöfn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.