Fréttablaðið - 18.08.2005, Page 8
1Hvenær verður Menningarnótt haldiní Reykjavík?
2Hvaða þjóðþing heimsóttu ráðamennNorður-Kóreu í fyrsta skiptið í fyrra-
dag?
3Hvaða fyrirtæki hefur keypt Vélamið-stöðina?
SVÖRIN ERU Á BLS. 46
VEISTU SVARIÐ?
8 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
Rannsókn á tildrögum flugslyssins í Venesúela:
Menga› eldsneyti
líklega orsökin
MACHIQUES, AP Aðskotaefni í elds-
neytistönkum er líklega orsök
flugslyssins í Venesúela í fyrra-
dag þegar MD-82-þota West
Caribbean Airways fórst með 160
manns innanborðs.
Björgunarsveitir héldu áfram í
gær að leita að líkum og líkamshlut-
um þeirra sem fórust með flugvél-
inni, nærri borginni Machiques,
skammt austur af kólumbísku
landamærunum. Svo virðist sem
vélin hafi skollið af fullu afli í jörð-
ina með nefið á undan og því
splundraðist flakið í smátt. Aðkom-
an var sögð hrikaleg, blóðugar lík-
amsleifar lágu eins og hráviði á
stóru svæði.
Svörtu kassarnir tveir fundust
svo í gær en þeir eru taldir geta
gefið mikilvægar vísbendingar um
hvað fór úrskeiðis. Vitað er að bilun
kom upp í báðum hreyflum vélar-
innar nánast samtímis og því
beinist grunur sérfræðinga helst að
því að aðskotaefni í eldsneytistönk-
um hafi valdið slysinu. Flugmála-
yfirvöld í Panama, þaðan sem vélin
lagði af stað, segja hins vegar að
ekkert hafi fundist athugavert við
eldsneytið á flugvellinum. Þó má
vera að mengun hafi komið upp
eftir að bensíni var dælt á tankana.
Eins er hugsanlegt að fuglar hafi
flogið inn í hreyflana og brotið
skrúfublöð innan í þeim.■
LÖGREGLUFRÉTTIR
RÁÐIST Á MANN Á HVERFISGÖTU
Tveggja manna á rauðum bíl er
leitað eftir líkamsárás á Hverfis-
götu skömmu eftir miðnætti í
fyrrakvöld. Flytja þurfti fórnar-
lamb árásarinnar á slysadeild en
hann var illa lemstraður að sögn
lögreglu. Virtist hann ekki þekkja
árásarmennina en það lá þó ekki
ljóst fyrir í gær.
ÁTTATÍU MANNS LEITUÐU SKJÓLS
Tæplega áttatíu manns leituðu
skjóls í félagsheimilinu í Vík í
fyrrinótt vegna vonskuveðurs.
Mjög hvasst var í Mýrdal og þar
rigndi mikið í fyrradag að sögn
lögreglu. Hreppurinn skaut því
skjólshúsi yfir fólkið, þar sem
ekki viðraði til tjaldvistar.
ERLENDIR FERÐAMENN VELTU BÍL
Einn erlendur ferðamaður var
fluttur á Heilsugæslustöðina á
Hvolsvelli þegar bifreið með
fjórum ferðamönnum valt
skammt innan við Múlakot í
Fljótshlíð um hádegisbil á þriðju-
dag. Meiðsl mannsins reyndust
minniháttar en bílaleigubifreið
ferðamannanna er talin gjörónýt.
MEÐ AMFETAMÍN Í FÓRUM SÍN-
UM Ökumaður sem stöðvaður var
við eftirlit lögreglunnar á Self-
ossi í fyrradag reyndist hafa þrjú
grömm af ætluðu amfetamíni í
fórum sínum. Leitað var á mann-
inum og í bíl hans og hann síðan
fluttur á lögreglustöðina á Self-
ossi til yfirheyrslu. Þar gekkst
hann við að eiga efnin og var í
kjölfarið sleppt.
BORGARSTJÓRNARMÁL Össur Skarp-
héðinsson, fyrrum formaður Sam-
fylkingar, ætlar að íhuga á næstu
vikum hvort hann gefi kost á sér
sem leiðtoga samfylkingarmanna í
borgarmálunum.
„Fólkið sem ég vinn fyrir telur
að mín starfsorka og framkoma
sem stjórnmálamaður og skoðanir
séu þess eðlis að það telji ákjósan-
legt að ég vinni fyrir það mikilvæg
störf eins og að vera borgarstjóri.
En það er ekkert sem ég hef tekið
ákvörðun um og er ekki einu sinni
farinn að hugsa enn. En það getur
vel verið að ég velti því fyrir mér
svona á næstu vikum, bara til þess
að gleðja menn,“ sagði Össur spurð-
ur um málið í Morgunútvarpinu,
þætti Fréttablaðsins á Talstöðinni í
gær.
Össur ræddi þar um Reykjavík-
urlistann og sagði ístöðuleysi og
staðfestuleysi flokksmanna Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs
hafa birst þegar þeir sögðu sig frá
samstarfi um R-listann. Hann sagði
vinstrimenn munu hafa skömm af
ákvörðun meirihluta flokksmanna
Vinstri grænna í Reykjavík, því
með samstarfsslitunum fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar sé verið
opna fyrir þann möguleika að þeir
geti farið í „dökkleitt hrossakaupa-
bandalag“ við Sjálfstæðisflokkinn
um stjórn borgarinnar og borgar-
stjórastólinn í sínar hendur.
Össur sagðist hafa verið stuðn-
ingsmaður R-listasamstarfs. Hann
hafi þó spurt sig af hverju málefnin
væru ekki rædd. Samstarf félags-
hyggjuflokkanna hafi snúist upp í
ógeðfelld átök um völd og stóla; að
því hafi ekki verið stefnt í upphafi.
Össur sagði fyrirhugað brotthvarf
Vinstri grænna úr R-listanum
ákvörðun sem æðsta forysta flokks-
ins hafi átt sinn þátt í. Það hafi sést
þegar formaður flokksins Stein-
grímur J. Sigfússon steig fram og
ræddi framboðsmálin: „Hvað þýddi
það þegar Steingrímur var sendur
svona fram til að verja nýja stefnu?
Það þýddi tvennt að mínu viti: Að
það var bullandi ágreiningur um
stefnuna innan VG og í öðru lagi að
hin nýja stefna hefði verið mótuð af
eða í samráði við æðstu forystu
VG.“
gag@frettabladid.is
Össur útilokar ekki
borgarstjórastólinn
Vinstri grænir opnu›u fyrir dökkleitt hrossakaupabanda-
lag vi› sjálfstæ›ismenn um stjórn borgarinnar og borgar-
stjórastólinn flegar fleir ákvá›u a› starfa utan R-listans.
FYRRVERANDI FORMAÐUR OG RÁÐHERRA ÍHUGAR BORGARMÁLIN Össur Skarphéðinsson
sagði að vegna stuðnings og hvatningar fólks ætlaði hann jafnvel að íhuga á næstu vikum
hvort borgarmálin heilli.
Ættleiðingar samkynhneigðra para:
Ekkert land heimilar ættlei›ingu
RÉTTINDI „Eins og staðan er í dag
getum við ekki sent út umsókn um
ættleiðingu frá samkynhneigðu
pari,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir,
formaður Íslenskrar ættleiðingar.
„Samstarfslönd okkar vinna eftir
sinni löggjöf og ekkert þeirra landa
sem við erum í sambandi við heim-
ilar ættleiðingar til samkyn-
hneigðra.“
Ríkisstjórnin samþykkti á
þriðjudag undirbúning frumvarps
sem tekur á réttarstöðu samkyn-
hneigðra. Meðal þess sem leggja á
til í frumvarpinu er að heimila ætt-
leiðingar samkynhneigðra erlendis
frá.
Ingibjörg segir samtökin fylgj-
ast vel með málum í Svíþjóð en þar
hafa ættleiðingar samkynhneigðra
para verðir leyfðar um nokkurt
skeið. Ein umsókn liggur á borði
stærstu ættleiðingarskrifstofunn-
ar þar í landi en sú umsókn hefur
ekki verið send utan þar sem ekk-
ert land hefur fundist sem tekur
við henni.
Ingibjörg segist ekki telja að lög-
leiðing ættleiðinga samkynhneigðra
geti haft slæm áhrif á möguleika
annarra til að ættleiða börn erlend-
is frá. Ástæða sé þó til þess að stíga
varlega til jarðar, enda málaflokk-
urinn viðkvæmur. - ht
VERKSUMMERKI RANNSÖKUÐ 152 ferðamenn frá Martiník létu lífið í flugslysinu, auk átta
manna kólumbískrar áhafnar.
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Formaður Íslens-
krar ættleiðingar segir ekki mögulegt að
senda utan umsókn samkynhneigðs pars
um ættleiðingu.