Fréttablaðið - 18.08.2005, Side 10

Fréttablaðið - 18.08.2005, Side 10
18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR For›ist bi›ra›ir á flugvellinum Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a› mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug- stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför. Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar. Gef›u flér tíma í Leifsstö› Finni› rúturnar me› okkar merki Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00. Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 FRAMKVÆMDIR Kennurum og starfsliði í Laugarnesskóla létti mikið í gær þegar rafmagn komst á í skólanum skömmu fyrir hádegi en þar hafði verið rafmagnslaust í tæpan mánuð. „Nú hefst upplýst skóla- starf,“ sagði Guðmundur Þór Ásmundsson skólastjóri himin- lifandi þegar hann kveikti ljósið í skólanum. „Við vissum það fyrir en það reyndi á fyrst núna að við eigum góða granna sem hjálpa á ögur- stundu,“ segir Guðmundur en Laugarlækjaskóli lánaði skólan- um húsnæði í rafmagnsleysinu. Fleiri straumar en rafmagn eiga eftir að koma skólanum að góðu því sjólögn sem sér Hús- dýragarðinum fyrir sjó í sela- lónið liggur undir skólanum. Þegar framkvæmdir hófust við viðbyggingu skólans fór Helgi Grímsson, fyrrum skólastjóri, þess á leit við Orkuveitu Reyk- javíkur að fá aflögn úr sjólögn- inni til að dæla sjó í væntanlegt fiskabúr sem komið verður upp í skólanum. - jse Rafmagn komið á í Laugarnesskóla: Rafmagn og sjór í skólann RAFMAGN KOMIÐ Á Guðmundur Þór Guð- mundsson skólastjóri var ánægður þegar rafmagn var aftur komið á í skólanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Orlofshúsin í Munaðarnesi í Borgarfirði: Vi›vörun vegna saurgerla í vatni HEILBRIGÐISMÁL Dvalargestir í or- lofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðun- um ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu. Reyndist fjöldi þeirra vera yfir þeim mörkum að óhætt væri að neyta vatnsins án þess að sjóða það fyrst. Tilkynn- ingu þessa efnis hefur verið dreift í húsin. Helgi Helgason heilbrigðisfull- trúi Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands staðfesti þetta við Frétta- blaðið. Hann segir að fyrsta sýnið hafi verið tekið úr vatninu í byrj- un síðustu viku. Þá hafi saurgerla- magnið komið í ljós. Orsökin er ekki kunn, en einhver bilun hefði komið upp í vatnsveitunni. Þar gæti skýringin legið. „Ef yfirborðsvatn kemst inn í vatnsleiðslur þá er voðinn vís,“ segir hann. Annað sýni var tekið í fyrra- dag, en niðurstöður úr rannsókn á því lágu ekki fyrir í gær. Ekki er vitað til þess að neinn dvalargesta hafi veikst vegna þessarar meng- unar. - jss MUNAÐARNES Viðvörunarplagg hefur verið borið í hús í Munaðarnesi vegna saurgerla- mengunar í neysluvatni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.