Fréttablaðið - 18.08.2005, Side 13

Fréttablaðið - 18.08.2005, Side 13
FIMMTUDAGUR 18. ágúst 2005 Baugur fól bresku ráðgjafafyrirtæki að gera úttekt á sakargiftunum: Segja sk‡ringar á öllum ákæruatri›um BAUGSMÁLIÐ Breska ráðgjafafyrir- tækið Capcon-Argen segir eðlileg- ar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyr- irtækið hefur gert á öllum fjöru- tíu töluliðum ákærunnar í Baugs- málinu. Fulltrúi fyrirtækisins sagði málið mjög yfirgripsmikið og á köflum flókið en þegar það sé metið út frá einstökum liðum ákærunnar þá komi í ljós eðlileg- ar skýringar á öllum hlutum. „Okkar hlutverk er ekki að dæma menn seka eða saklausa. Við erum einfaldlega að fara í gegnum þau atriði ákærunnar sem deilt er um og sjá hvort að okkur finnist eðlileg skýring á þeim hlutum. Okkar niðurstaða er sú að það séu eðlilegar skýring- ar,“ segir Dedro Lo, lögfræðingur og fulltrúi Capcon-Argen. Á fundinum var gerð ítarleg grein fyrir hverjum ákærulið í Baugsmálinu og segir Lo að hún hafi lagt áherslu á að fá skýringar frá hinum ákærðu á vafaatriðum sem hafi í öllum tilfellum reynst fúsir til að veita þær upplýsingar sem hún þurfti til þess að komast að niðurstöðu. „Stjórn Baugs fól mér þessa vinnu og mér finnst ánægjulegt að hafa komist að niðurstöðu því hér er um að ræða fjörutíu flókna ákæruliði. Við erum ekki varnar- aðili eins né neins heldur mátum atriðin hvert fyrir sig og komust að þessari niðurstöðu. Eina leiðin til þess að skilja efni ákærunnar er að fara ofan í hana með þessum hætti,“ segir Lo. -hb DEDRO LO Dedro kynnti niðurstöður sínar í gær og segir eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum Baugsmálsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.