Fréttablaðið - 18.08.2005, Qupperneq 16
„Ég hef verið að vinna í allt sumar,“ segir Edda Sverrisdóttir, kaupmað-
ur í versluninni Flex, innt eftir tíðindum. „Ég skrapp reyndar á yndislegt
ættarmót norður á Akureyri vikuna fyrir verslunarmannahelgi,“ segir
Edda en þangað á hún ættir að rekja þótt hún hafi aldrei búið þar.
Edda kveður viðskiptin hafa gengið afar vel í sumar og segir Íslendinga
hafa verið afar kaupglaða í sumar. „Það er ekki á vísan að róa með er-
lendu ferðamennina,“ segir Edda sem hefur sínar skýringar á því. „Ég
held að við séum að fá of mikið af túristum sem kostar að taka á móti.
Margir halda kannski að vegna þess að það er ódýrt að fljúga til Ís-
lands sé allt annað ódýrt. Svo fær fólk áfall þegar það kemst að verð-
laginu og hefur ekki efni á að vera hér. Það kostar stórfé að taka á
móti svona fólki.“
Edda tekur sér sjaldan frí á sumrin, en reynir frekar að taka sér hvíld
frá amstri hversdagsins á vorin eða haustin. Um þessar mundir undir-
býr hún ferð íslenskra kvenna sem ætla að sækja ráðstefnu í Argent-
ínu fyrir konur í atvinnulífi. „Það er ekki víst að ég komist sjálf en von-
andi get ég farið. Ég hef aldrei komið svo sunnarlega í álfuna áður og
það væri ábyggilega spennandi.“
16 18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR
Undirb‡r kvennafer› til Argentínu
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EDDA SVERRISDÓTTIR KAUPMAÐUR
nær og fjær
„Ég get alveg vi›ur-
kennt fla› a› mér
finnst flessi tímasetning
á landsleik ekki gáfu-
leg.“
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN KNATT-
SPYRNUMAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU.
„Sta›an er einfald-
lega sú a› flau [stúd-
entar] fá námslán
fyrir flessu eins og
annarri framfærslu.“
STEFÁN JÓN HAFSTEIN, FORMAÐ-
UR MENNTARÁÐS, Í MORGUN-
BLAÐINU.
OR‹RÉTT„ “
Elfar Logi Hannesson
hefur tileinkað sér ein-
leikjaformið undanfarin
ár og gert ævi vestfirska
listamanna og skörunga
skil með þeim hætti.
Muggur og Steinn Stein-
arr fylgdu honum þannig
sem skugginn um leikhús
landsins en erfiðar geng-
ur honum að hrista af sér
Gísla Súrsson sem farinn
er að tala ensku og fylgir
Elfari Loga til Berlínar í
vetur.
„Útlendingarnir sem koma á sýn-
ingarnar virðast bara nokkuð vel
að sér í Íslendingasögunum,“ seg-
ir Elfar Logi Hannesson leikari
sem farinn er að bjóða upp á ein-
leik sinn um Gísla Súrsson á
ensku. „Þetta segir mér bara það
að víkingarnir eru inn í dag, það
fer örugglega að þykja töff að
ganga um í gærum og munda
spjót,“ segir hann kankvís.
Hvað sem því líður þá hafa
þýskir leikhúsfrömuðir fallið
fyrir sýningunni og mun Elfar
Logi því halda til Berlínar í vetur
með Gísla í farteskinu svo þýskir
leikhúsunnendur fái notið. Reynd-
ar hafa leikhúsfrömuður annars
staðar frá einnig haft samband
við Elfar Loga en hann vill sem
minnst úr því gera.
Hann rekur einnig kaffi- og
veitingahúsið Langi Mangi á Ísa-
firði og hefur mörgum kaffihúsa-
gestanna brugðið við að fá af-
greiðslu frá þessum skeggjaða
víkingi. Hvernig fer leikhúslífið
og veitingareksturinn saman? „Ég
hefði aldrei getað gert þetta án
konu minnar sem hefur stutt mig í
einu og öllu. Oft hefur hún staðið
vaktina á Langa Manga meðan ég
hef verið að leika þannig að ég
segi bara líkt og Gísli sagði á ögur-
stundu: „það vissi ég að ég væri
vel kvæntur ...“
Það er útlit fyrir það að konan
þurfi að standa nokkrar slíkar
vaktir til viðbótar því Elfar Logi
er farinn að huga að enn öðrum
einleiknum sem hann hyggst
frumsýna í febrúar á næsta ári.
Athafnarmaðurinn hefur þó
ekki alveg vikið fyrir leikaranum
því nýlega keypti hann Félags-
heimilið í Haukadal í Dýrafirði og
er hann að vinna að endurbótum á
húsnæðinu. „Svo er þetta fína svið
í Félagsheimilinu svo ætli maður
leyfi Gísla ekki að stíga þar á
stokk en þá væri hann loksins
kominn afur heim,“ segir hann að
lokum. jse@frettabladid.is
fia› vissi ég a› ég
væri vel kvæntur
ELFAR LOGI Í hlutverki Gísla Súrssonar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Pétur Pétursson þulur hrósar sigri í „plakatsmálinu“:
Or› Roosevelts um
heimför hersins fundin
SAGA Áratuga leit Péturs Péturs-
sonar þular að yfirlýsingu Roo-
sevelts Bandaríkjaforseta, þess
efnis að Bandaríkjaher myndi
hverfa héðan að loknu stríði, er
að mestu lokið. Í skjalasafni
bandarískra stjórnvalda hefur
fundist afrit af yfirlýsingu for-
setans til Alþingis Íslendinga þar
sem hann heitir því að herinn yf-
irgefi Ísland um leið og friður
kemst á.
„Ég varð mjög hissa og þakk-
látur þegar þetta fannst,“ segir
Pétur en dóttursonur hans Eyþór
Gunnarsson fann yfirlýsinguna á
veraldarvefnum eftir nokkra leit.
„Eyþór er ekki orðmargur en af-
kastamikill ef því er að skipta,“
segir Pétur hróðugur.
Enn er ófundið plakatið sem
hengt var upp víða um Ísland en á
því var mynd af Roosevelt og
bandaríska fánanum auk loforðs
forsetans. Pétur hyggst halda
vestur um haf til að finna það og
til þess notar hann eitt hundrað
þúsund króna styrk sem hann
hlaut úr Þjóðhátíðarsjóði fyrr í
sumar, þótt hann hrökkvi aðeins
fyrir annarri leiðinni.
- bþs
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
PÉTUR PÉTURSSON Pétur hyggst afhenda íslenskum stjórnvöldum yfirlýsingu
Roosevelts Bandaríkjaforseta og segir málefnið í þeirra höndum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
ÁSTKÆRA YLHÝRA
Í hund og kött
Hundar og kettir eru meðal allra vin-
sælustu gæludýra en eru þekktir fyrir
að koma illa saman og í því sam-
bandi talað um að rífast eins og
hundur og köttur. Þessir loðnu vinir
okkar hafa þó ekki síður sett mark
sitt á málið í forskeytum, sem geta
verið býsna forvitnileg. Hægt er að
vera hundfúll og hundleiðinlegur,
sem þykir ekki eftirsóknarvert, en
sumir verða hundgamlir og þá
kannski hundvísir líka, þó að vitur-
leiki og aldur haldist ekki alltaf í
hendur. Hund-forskeytið leggur
þannig áherslu og magnar upp lýs-
ingarorðið sem það fylgir úr hlaði.
Hundalógík þykir þó ekki burðug og
hundaklyfberi er afar ómerkilegur
maður, hundingi. Dýrin tengjast aftur
gegnum hundslappadrífu, sem sums
staðar er kölluð kattlappadrífa. For-
skeyti kattanna virðast hafa öllu
meira að gera með eiginleika dýr-
anna, eins og sjá má af því að kettir
eru sannarlega kattliðugir. En þá má
velta því fyrir sér hvort það sé í raun-
inni hrósyrði að segja um náungann
að hann sé kattþrifinn, þar sem katt-
arþvottur er lélegur þvottur. Þetta er
hundþvælið, en það verður að taka
því eins og hverju öðru hundsbiti.
magnus@frettabladid.is
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI