Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 18.08.2005, Qupperneq 48
18. ágúst 2005 FIMMTUDAGUR32 Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmanna- höfn í gærkvöld en fletta var stærsta tap enska landsli›sins í 25 ár. Danir flengdu Englendinga FÓTBOLTI „Ég er reiður og vonsvik- inn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heims- meistaramótið,“ sagði Sven-Gör- an Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tap- aði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálf- leiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar af- leiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orð- in 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Roon- ey minnkaði muninn eftir frá- bæra sendingu frá David Beck- ham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbót- artímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur,“ sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn,“ sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfinga- leikur eftir allt saman,“ sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði end- urkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en af- mælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig far- sæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverj- ar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasil- íumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik. bb, óój HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Fimmtudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  19.00 ÍBV og Grindavík mætast á Hásteinsvelli í Landsbankad. karla.  19.00 KA og Víkingur mætast á Akureyrarvelli í 1. deild karla.  19.00 Fjölnir og HK mætast á Grafarvogsvelli í 1. deild karla.  19.00 Völsungur mætir Þór á Húsavíkurvelli í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Endursýnt á hálfríma fresti til 9.00 og svo 17.10.  16.40 Formúlukvöld á RÚV.  17.10 Olíssport á Sýn.  17.40 Danmörk – England á Sýn.  19.20 Króatía – Brasilía á Sýn.  21.00 PGA mótaröðin í golfi á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Ungverjaland – Argentína á Sýn.  00.10 Strandblak á Sýn. Fjör í Ungverjalandi í gær: Fékk rautt eft- ir 30 sekúndur FÓTBOLTI Argentínumenn þurftu ekki að sýna á sér sparihliðarnar þegar þeir sóttu Ungverja heim í æfingaleik í gær og höfðu sigur 2- 1, þrátt fyrir að leika manni færri síðustu 25 mínútur leiksins. Það var Maxi Rodriguez sem kom Argentínumönnum yfir eftir 17 mínútna leik, en lærisveinar Loth- ar Matthaus náðu að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Það var loks varnarmaðurinn Gabriel Heinze hjá Manchester United sem tryggði Argentínu- mönnum sigurinn í leiknum með glæsilegu skallamarki á 65. mín- útu, en skömmu síðar var hinum unga og efnilega Lionel Messi hjá Argentínu vikið af leikvelli á óréttmætan hátt eftir að hafa ver- ið inni á vellinum í um hálfa mín- útu í sínum fyrsta landsleik. Sannarlega grátbroslegt fyrir hinn unga leikmann Barcelona og ljóst að hann á ekki eftir að gleyma fyrsta landsleiknum sín- um í bráð. STÓRSIGRI FAGNAÐ Danir unnu 4-1 sigur á Englendingum á Parken í Kaupmannahöfn í gær og fögnuðu vel í leikslok. Þetta var fyrsti heimasigur Danmerkur á Englandi frá því 1948 og aðeins sá þriðji í 17 landsleikjum þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES UNDRABARNIÐ REKIÐ ÚTAF Hinum unga Lionel Messi hjá Argentínu vikið af leikvelli eftir að hafa verið inni á vellinum í um hálfa mínútu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.