Fréttablaðið - 18.08.2005, Síða 53
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2004 37
„Mér fannst spennandi að koma
til Íslands því það er eins langt frá
Nýja-Sjálandi og hægt er að kom-
ast,“ segir nýsjálenska djassöng-
konan Hattie en hún er komin
hingað til lands ásamt þýska
píanóleikaranum Andreas Kerst-
hold til að halda þrenna tónleika.
„Við spilum þekktan djass í bland
við latintónlist, swing og frum-
samin lög“ segir Hattie en píanó-
leikari hennar Andreas Kersthold
er meðal þekktustu djasspíanó-
leikara í Evrópu. „Við Hattie höf-
um unnið saman um árabil í
Þýskalandi og höfum safnað að
okkur góðu efni allt frá fjórða ára-
tugnum til 2050,“ segir Andreas
og glottir. „Djassinn er alþjóðlegt
tungumál og við spilum djasstón-
list sem höfðar til breiðs hóps svo
allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi,“ en lögin „It Don't
Mean a Thing if It Ain't Got That
Swing“ og „Old Devil Moon“ eru
meðal þeirra sem koma til með að
hljóma á tónleikunum.
Bassaleikarinn Tómas R.
Einarsson og trommuleikarinn
Pétur Grétarsson verða Hattie og
Andreas til halds og traust í tón-
leikahaldinu á Íslandi. „Við erum
búin að taka nokkrar æfingar með
þeim síðan við komum til lands-
ins,“ segir Hattie. „Þetta eru al-
gjörir snillingar og mikill heiður
að fá að spila með þeim.“
Hattie hefur vakið mikla at-
hygli fyrir tónlistarhæfileika sína
á Nýja-Sjálandi og í Þýskalandi
þar sem hún er nú búsett. Þetta ku
vera í annað sinn sem Hattie sæk-
ir Ísland heim. „Það var Íslend-
ingur sem ég hitti í Kaupmannah-
öfn sem bauð mér að koma til
landsins í fyrsta sinn. Ég þáði boð-
ið og var hérna í október 2003 en
þá spilaði ég á nokkrum krám,
meðal annars Dubliners og Dillon.
Í þeirri ferð fór ég út á land, sá
Gullfoss og Geysi og heillaðist
gjörsamlega af landinu. Ég gat
einhvern veginn ekki gleymt Ís-
landi og þess vegna hugsaði ég
mig ekki tvisvar sinnum um
þegar mér bauðst tækifæri til að
koma aftur hingað til lands og
halda tónleika.“
Tvíeykinu gefst þó ekki mikinn
tími til að fara út á land í þessari
Íslandsheimsókn þar sem fram-
undan er stíft tónleikahald.
Fyrstu tónleikar The Hattie St
John Icy Jazz Quartett, eins og
Hattie og Andreas kjósa að kalla
sig, eru á Nordica Hotel í kvöld,
en djassgeggjararnir verða einnig
í stuði á Þjóðleikhúskjallaranum á
sunnudagskvöldið og Grand Rokk
miðvikudagskvöldið 24. ágúst.
Tónleikarnir hefjast allir klukkan
22.00.
N‡sjálensk djassdrottning á Nordica í kvöld
THE HATTIE ST JOHN ICY JAZZ
QUARTETT Djassgeggjararnir Miss Hattie
og Andreas Kersthold segja það mikinn
heiður að fá að koma fram með tónlistar-
mönnunum Tómasi R. Einarssyni og Pétri
Grétarssyni á Íslandi.
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skífan Kringlunni • www.skifan.is
...skemmtir þér ; )
Leaves - The Angela TestPétur Kris
tjánsson
-Gamlar
myndir
1.999 kr.
1.999 kr.
Jakob Sveistrup
Raevonettes-Pretty In Black Supergrass - Road To Rouen Sonic Youth - Nurse
Magic Numbers Pottþétt 38
Lights On The Highway
SUMAR
TILBOÐ!
Allar nýjar og vinsælar geislaplötur á sumartilboði í verslunum Skífunnar
1.999 kr.1.999 kr.
1.999 kr.
1.999 kr.
Eagles-Farewell
DVD
1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr.
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Kammersveitin Ísafold
verður með lokatónleika í Íslensku
óperunni. Flutt verða verk eftir Igor
Stravinsky, Tigran Mansurian, Luciano
Berio, Maurice Ravel, Witold Luto-
slawski og Þuríði Jónsdóttur. Ein-
söngvari er Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir messósópran. Stjórnandi er
Daníel Bjarnason.
20.00 Tríóið Flís verður með út-
gáfutónleika í Iðnó í tilefni af út-
komu plötunnar Vottur þar sem leik-
in eru lög sem Haukur Morthens
gerði vinsæl. Sveitin er skipuð þeim
Davíð Þór Jónssyni á píanó, Valdi-
mari Kolbeini Sigurjónssyni bassa og
Helga S. Helgasyni á trommur.
21.00 Blues bandið Mood heldur
tónleika á Pravda Bar. Sveitina skipa
þeir Bergþór Smári (gítarleik-
ari/söngvari), Ingi S. Skúlason
(bassaleikari) og Friðrik Geirdal Júlí-
ussyni (trommuleikari). Miðaverð er
500 krónur.
21.00 Tónleikar með möntrusöngv-
aranum Shri Yogi Hari og tablaspil-
aranum/trommuleikaranum Stein-
grími Guðmundssyni í Jógamið-
stöðinni, Ármúla 38, 3.hæð.
21.30 Tríó Benjamin Koppel saxó-
fónleikara leikur í Deiglunni á Akur-
eyri.
22.00 David Bowie tribute tón-
leikar á Grand Rokk. Guðmundur
Pétursson, Eðvarð Lárusson, Birgir
Baldursson, Ásgeir Sæmundsson og
Ásgeir Jónsson, fyrrum Bara-flokks
söngvari, leika fyrir gesti. Um er að
ræða rokkað 20 laga prógram með
eldra efni Bowies.
22.00 The Hattie St John Icy Jazz
Quartett með tónleika á Hótel
Nordica.
■ ■ FUNDIR
20.00 Umræðufundur um málefni
tengd leikritinu Penetrator eftir Ant-
hony Neilson í Klink og Bank.
Penetrator er rannsóknarverkefni
Reykvíska listaleikhússins og Hug-
arafls en verkið kemur meðal annars
inn á geðhvarfasýki, meðvirkni, ein-
elti, stjórnun, stjórnleysi og kúgun.
Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir verkinu
en Ingvar E. Sigurðsson leikari er
umsjónarmaður verkefnisins.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
15 16 17 18 19 20 21
Fimmtudagur
ÁGÚST