Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 1
Sérbla› um skotvei›i, heilsu og útivist fylgir Fréttabla›inu í dag. ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ÚTIVERUBLAÐIÐ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 ÍÞRÓTTIR Fjöldi íslenskra eldri borgara hyggur á þátttöku í fim- leikasýningunni Gullnu árin 2005 sem Fimleikasamband Evrópu efnir til á Kanaríeyjum í nóvem- ber. Sýningin er nú haldin í fyrsta sinn en stefnt er að því að hún fari fram fjórða hvert ár í framtíðinni. Anna Möller, framkvæmda- stjóri Fimleikasambands Íslands, segir að kynning sýningarinnar meðal eldri borgara hafi gengið vel og að áhugi á þátttöku sé mikill. „Við förum með fulla flugvél til Kanaríeyja 18. nóvember og þar mun fólkið taka þátt í sýningum og kynningum,“ segir Anna og bætir við að verkefnið sé afar skemmtilegt. 189 eldri borgarar hafa þegar skráð sig til þátttöku og eru þeir frá 63 og upp í 86 ára. Leikfimiæfingar af ýmsum toga verða sýndar en einnig aðrar íþróttagreinar, til dæmis boccia. Hópurinn ráðgerir að leika list- ir sínar á Íslandi 5. nóvember áður en haldið verður utan. - bþs Evrópsk fimleikahátíð eldri borgara verður haldin á Kanaríeyjum í nóvember: Íslenskir eldri borgarar s‡na á fimleikahátí› SNJÓKOMA EÐA SLYDDA á Vest- fjörðum og norðan til á landinu. Skúrir eða slydduél austan til, annars úrkomulítið. Hiti 0-6 stig, mildast syðst. Víðast næturfrost. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 22. september 2005 - 255. tölublað – 5. árgangur OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD TÍSKUVIÐBURÐIR Á MI LLI 19 O G 21 TÍSKU DAGAR 15.-25. SEPTE MBER Semur námsefnið sjálfur Ólafur Gaukur stofnaði gítar- skóla fyrir 30 árum. Honum er það jafn eðlilegt að spila og kenna eins og að anda og ganga. TÍMAMÓT 28 Í höndum óhæfra Össur Skarphéðinsson alþingismaður segir að örlög ákærunnar í Baugsmál- inu sýni að embætti Ríkislögreglustjóra sé í höndum óhæfra manna. Í öllum réttar- ríkjum „væru þeir nú settir til hliðar og í önn- ur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af emb- ættinu“. UMRÆÐAN 24 Ástarsaga í kirkjugarði Leikstjórinn Tim Burton fylgir velgengni Kalla og súkkulaðiverksmiðjunnar eftir með frumlegri brúðuteiknimynd sem hefur alla burði til að slá í gegn. KVIKMYNDIR 44 Frábær endurkoma Guðmundar Guðmundur Guðmundsson er kominn aftur í íslenska boltann og strákarnir hans í Fram byrjuðu á því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli. ÍÞRÓTTIR 32 Fann skyrtuna í fataskáp afans STEINARR LOGI NESHEIM Í MIÐJU BLAÐSINS ● heimili ● tíska ● heilsa ▲ ÁLIÐNAÐI MÓTMÆLTI Félagar í Náttúruvaktinni komu saman við Ráðhús Reykjavíkur í gær og mótmæltu virkjanaframkvæmdum og álverum. Í Ráðhúsinu var móttaka vegna ráðstefnu sem haldin er í Reykjavík þar sem rætt er um skautverksmiðju fyrir áliðnað. Einn hefur látist og fjórir veikst af hermannaveiki Fimm hafa veikst af hermannaveiki fla› sem af er flessu ári, a› sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Af fleim lést einn úr veikinni. N‡jasta tilfelli› kom upp í ágúst. Hann segir bakteríuna lúmska og a› hún geti leynst hvar sem er. HEILBRIGÐISMÁL Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Har- aldar Briem sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veik- innar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Mun fleiri hafa veikst á þessu ári en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. „Þessi baktería er alls staðar,“ segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu her- mannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm ein- staklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakter- ían sé til að mynda algeng í Suð- ur-Evrópu. „Kjöraðstæður hermannaveiki- bakteríunnar eru 20-30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhaus- um, krönum og vatni sem er kyrr- stætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í poll- um. Yfirleitt veikist fólk sem veikt er fyrir. Útbreiðslan er því tilvilj- anakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna,“ segir Haraldur. Hann bendir á að fólki eigi að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notuð lengi. Með því móti skolist bakterí- an burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 til 70 gráðu heitu vatni. „Það má vel vera að það sé tals- vert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja „flensu“. Síðan myndar viðkom- andi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni. - jss VEÐRIÐ Í DAG ÆFINGAR ELDRI BORGARA Myndin er frá 20 ára afmælishátíð Íþróttafélags aldraðra fyrr á árinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Fálkanum gefi› frelsi DÝRALÍF Grænlandsfálka, sem dvalið hefur í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum frá því í sumar, var sleppt við Hengil fyrripartinn í gær. „Fálkinn sem er kvenfugl kom í garðinn eftir að hafa fundist grútarblautur á Snæfells- nesi. Grútur- inn var þveg- inn af fugl- inum en til þess þurfti tvo þvotta. Að þeim loknum fékk hún að jafna sig í úti- búrum í garð- inum og náði fyrra þreki,“ segir í tilkynn- ingu frá garð- inum. Vonir standa til að fuglinn nái að að spjara sig í ís- lensku umhverfi, en haft er eftir Ólafi Nielsen, vistfræðingi á Nátt- úrufræðistofnun, að flestir Græn- landsfálkar séu farnir af landi brott til vetrarstöðva. - óká Mótmæli við Ráðhúsið: Unglingur handtekinn MÓTMÆLI Fjórtán ára piltur var handtekinn við Ráðhús Reykja- víkur í gærkvöld þar sem Nátt- úruvaktin, baráttusamtök fyrir náttúruvernd, stóð fyrir mót- mælum. Mótmælandinn ungi beraði á sér afturendann og færði lögregla hann á lögreglu- stöð þangað sem foreldrar sóttu hann. Í ráðhúsinu stóð yfir móttaka gesta á ráðstefnu um skaut- smiðju fyrir áliðnað. Lögregla segir mótmælin hafa farið friðsamlega fram og áætlar að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim. Mótmælendur telja þó að þarna hafi verið hátt í 150 manns. Einnig var mótmælt við Nordica hótel í gærmorgun, en þar er ráðstefnan haldin. - saj BAKTERÍAN ALLS STAÐAR Bakterían sem veldur hermannaveiki getur leynst í sturtu- hausum og krönum sem hafa ekki verið notaðir lengi. GRÆNLANDSFÁLK- INN Fálkanum sem dvalið hefur í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum var í gær sleppt við Hengil. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.