Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 20
20 22. september 2005 FIMMTUDAGUR NEYTANDINN: MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR ÞINGKONA Bestu kaupin sem ég hef gert hin síðari ár voru í mexíkóskum arni til að hafa úti á verönd,“ segir Margrét Frímannsdóttir þingkona en hún og maður hennar kveikja á honum nánast á hverju kvöldi yfir sumarið og langt fram á haust. „Það er svo rosalega notalegt að sitja við eldinn. Hann ásamt hitara lengir sum- arið og veru okkar úti,“ segir hún og bætir við að nágrannarnir viti alltaf hvenær þau séu heima því þá legg- ur viðarlykt yfir nágrennið. Þá komi þeir oft til að sitja með þeim og spjalla. Margrét er enn með samvisku- bit yfir verstu kaupum sínum. Fyrir mörgum árum langaði hana mikið í myndavél sem kost- aði hér heima um fimmtíu þús- und krónur. Þegar hún var eitt sinn stödd í Bandaríkjunum kom hún í búð og sá þar svipaða myndavél á mun betra verði. „Af- greiðslumaðurinn sagði að ég væri að gera mjög góð kaup og hann fullyrti að þetta væri sama vél og ég var að spyrja um,“ segir Margrét sem fljótlega komst að því að hún hefði keypt köttinn í sekknum. „Það var ekki bara að þetta væri gamalt módel heldur var búið að fikta það mikið í innvolsinu að hún var algerlega ónothæf,“ segir Mar- grét sem tók ekki eina einustu mynd á þessa forláta myndavél. „Þegar ég fór til að skila vélinni kannaðist afgreiðslumaður ekkert við mig.“ Sirrý er hætt að kaupa gos í flöskum. „Ég mæli með fólk taki fram gamla góða sódastr- eam-tækið og blandi Ribena sólberjasaft sam- an við vatnið. Þetta er eins og gott frískandi gos nema það eru engin auka- efni en uppfullt af vítamínum,“ segir Sirrý. Sirrý hefur gott ráð fyrir þá sem huga að hollust- unni sérstaklega fyrir yngstu kyn- slóðina. „Ég geri mikið af því að frysta vínber í öllum litum og þetta er eins og besti brjóstsykur. Þetta er líka mjög skemmtilegt út í djús sem klaki,“ segir Sirrý en hún telur að lítil börn hafi mjög gam- an af þessu. „Frosin vínber eru líka miklu betri og sætari frosin en fersk,“ segir Sirrý og bætir við að eins sé hægt að frysta rifsber og nota sem klaka og skraut í sólberjagosið. GÓÐ HÚSRÁÐ ■ Sigrí›ar Arnardóttur hagur heimilanna ■ HVAÐ KOSTAR… VEIÐILEYFI? Veiðikortið þarf að endurnýja á hverju ári Skotveiðimenn þurfa að sækja námskeið og borga ýmis gjöld áður en hægt er að leggjast í veiðar. Boðið er upp á tvenn námskeið hjá umhverf- isstofnun. Annars vegar skotvopnanámskeið sem kostar 18.000 krónur og hins veg- ar veiðikortanámskeið sem kostar 7.000 krónur. Til að stunda fuglaveiði þarf að hafa bæði skotvopnaleyfi og veiðikort. Hins vegar geta menn veitt til að mynda lunda í háf með veiðikorti og skotið á leirdúfur með skotvopnaleyfi. Ef námskeiðin eru tekin saman kostar það 25.000 krónur. Lögregluumdæmin hafa umsjón með útgáfu skotvopnaleyfa. Um leið og nauðsyn- legum gögnum er skilað inn þarf að greiða fyrir sakavottorð og A-réttindi krónur 4.650. Veiðikortið kostar 2270 krónur og þarf að endurnýja á hverju ári. Ef allur pakkinn er tekinn í einu kostar það því 31.920 krónur. ■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Ókeypis lögfræðiaðstoð Orators Orator veitir ókeypis lögfræðiaðstoð alla fimmtudaga í vetur milli klukkan 19.30 og 22.00 í síma 551-1012. Þar er tekið við fyrirspurnum um öll svið lögfræðinnar og reynt er að svara eftir bestu getu. Í lögfræðiaðstoðinni eru að jafnaði laganemar af fjórða og fimmta ári í Háskóla Íslands en reyndir lögmenn eru með í ráðum og að- stoða ef þörf er á. Lögfræðiaðstoð Orators hefur jafnframt umsjón með vefnum www.islog.is þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir um lögfræðileg álitaefni. Þessi þjónusta var fyrst í boði árið 1933 og var ætluð þeim sem ekki höfðu efni á að leita til lögmanns. Þjónustan lagðist af um tíma en var endurreist um 1960 og hefur starfað síðan. Dómsmálaráðuneytið styrkir starfið. ■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Framkvæmdatilboð í Seating concept Húsgagnaverslunin Seating concept við Laugaveg 95 býður viðskiptavinum upp á sérstakan afslátt af völdum vörum vegna framvæmda í götunni, en beint á móti versluninni er verið að reisa bílastæðahús. Að sögn kaupmannsins er með þessu verið að koma til móts við viðskiptavini sem gera sér ferð niður á Laugaveg og verða fyrir hugsanlegum óþægindum af völdum framkvæmdanna. Afsláttur af völdum vörum á bilinu 10 til 60 þúsund krónur. Tilboðið stendur þar til langt verður liðið á framkvæmdir, en búist er við að þeim ljúki í nóvember. Arinninn lengir sumari› 27 6 kr . 56 6 kr . 199019851980 1995 64 7 kr . 2000 55 1 kr . 2003 33 8 kr . 42 kr . ÚTGJÖLDIN > KÍLÓ AF KJÚKLINGI Á VERÐLAGI NÓVEMBER HVERS ÁRS Á haustin fyllast kjötborð verslana af hjörtum, nýr- um og lifur úr nýslátruðu sauðfé. Innmatur getur verið veruleg búbót því hann kostar ekki nema brot af því sem jafnan er á boðstólum í kjötborðunum. „Innmatur er sælkerum samboð- inn sé hann rétt matreiddur og kostar nánast ekki neitt,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík. Algengt verð á hjörtum er um 285 til 300 krónur kílóið, víða kost- ar lifur tæpar 200 krónur kílóið og hægt er að fá nýru á verðbilinu 120 til 170 krónur kílóið. Kjöt- kaupmenn sem Fréttablaðið ræddi við segja að innmatur selj- ist jafnan vel en þeim ber saman um að kaupendur séu oftar en ekki í eldri kantinum. Margrét hefur líka tekið eftir þessari þróun og segir að sam- kvæmt sinni reynslu sé ungt fólk búið að bíta í sig þá bábilju að inn- matur sé vondur og tengi hann fyrst og fremst við fátækt og hok- ur fyrri alda þegar flest var étið burtséð frá bragði. „Þetta er hins vegar af og frá. Víða í heiminum er innmatur brúkaður í margs konar rétti, til dæmis nota Bretar nýru í marga af sínum bestu rétt- um.“ Klassíska matreiðslan á inn- mat er að skera hjörtun og nýrun niður í smærri bita, velta þeim upp úr hveiti og kryddi og pönnu- steikja ásamt lauk. Þetta er síðan soðið í potti í 45 mínútur en hveit- ið þykkir sósuna og gerir hana bragðsterka. Maturinn er borinn fram með kartöflumús. „Þetta er alveg ferlega gott,“ segir Mar- grét, „en fólk verður að muna að lifrina má ekki sjóða í meira en þrjár til fjórar mínútur, því ann- ars verður hún bragðvond.“ Barnafólk ætti að taka lifrinni fagnandi hendi að mati Margrét- ar. „Börn eru sólgin í lifur. Góð uppskrift er að skera hana í þunna strimla og steikja með kryddi á pönnu og bera fram með spagettí og tómatsósu. Krakkarnir sporð- renna því.“ Margrét bendir á að innmatur sé ekki aðeins heppilegur í hvunn- dagsmáltíðir, heldur líka fullboð- legur í fínar matarveislur og læt- ur tvær uppskriftir fylgja máli sínu til stuðnings. bergsteinn@frettabladid.is Innmatur er hollur og ód‡r KJÖTBORÐIÐ Í NÓATÚNI Kjötkaupmönnum sem rætt var við bar saman um að flestir þeir sem keyptu innmat væru í eldri kantinum. Korma lambalifur 1 kg lambalifur 3 dl jógúrt 5 cm engifer saxað smátt 6 heilar kardimomur 11/2 tsk. malað cummin 1/2 tsk. túrmerik 100 g kókósmjöl 3 dl vatn (Má nota kókosmjólk) 6 msk. olía 2 laukar saxaðir 2 hvítlauksrif marinn 1/2 tsk. salt-malaður pipar 1/2 tsk. cayenne-pipar 1 kanelstöng 4 negulnaglar 3 tómatar afhýddir og skornir í fjóra hluta 1/2 sítróna Lifrin skorið í bita. Blandið saman jógúrt, engifer, muldum kardi- mommum, cumini og túrmerik, setjið lifrina út í og látið standa í tvo til sex klukkutíma. Sjóðið kókosmjölið í vatni í 15 mínútur og sigtið (geymið vökv- ann). Hitið olíuna, steikið lauk og hvítlauk, bætið lifrinni í og steikið áfram. Setjið marineringuna út í ásamt vatninu af kókósmjölinu og öllu kryddinu. Sjóðið í um fjórar mínútur. Að lokum er sítrónusafa bætt við. Látið standa í um 10 mín. Borið fram með hrísgrjónum, kókos- mjöli, hráum lauk, tómötum, mango chutney, bananasneiðum og brauði. 800 g lambanýru 2 laukar 1 msk.smjör 2 msk. olífuolía 2 msk. hveiti 1 dl vatn Salt og pipar 4 stórir tómatar 1 búnt steinselja 1/2 dl rauðvín Skerið nýrun í tvennt, fjarlægið himnu og leggið í kalt vatn í eina klst. Þurrkið nýrun og skerið í fjóra hluta. Saxið laukinn. Hitið smjör og olíu á pönnu og kraumið laukinn þar til hann er glær. Hækkið hitann og steikið nýrun með. Stráið hveiti yfir og blandið vel saman. Hellið vatni í, stráið salti og pipar yfir og sjóðið við vægan hita í fimm mínutur. Afhýðið tómatana og skerið niður, blandið saman við ásamt steinselju og rauðvíni og látið sjóða í 4-5 mínútur. Borið fram með kartöflu- mús og salati. Lambanýru í rauðvíni MARGRÉT SIGFÚSDÓTTIR Bábilja að innmatur sé vondur matur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.