Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 24
Á valdatímabili ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins sl. 10 ár hafa
stjórnvöld haft 40 milljarða af
öldruðum og öryrkjum. Þetta er
mikið fé og alger svívirða, að
þetta skuli hafa viðgengist. Til
þess að skila þessu fólki aftur því,
sem ranglega hefur af því verið
haft hefði því þurft að láta það fá
meginhlutann af peningunum,
sem fengust fyrir sölu Símans en
það voru sem kunnugt er 67 millj-
arðar. En svo mikil var óskamm-
feilni ríkisstjórnarinnar, að hún
lét ekki aldraða og öryrkja fá eina
krónu af þessu fé!
Árið 1995 ákváðu stjórnvöld að
skera á tengsl milli lífeyris aldr-
aðra og öryrkja frá almanna-
tryggingum og lágmarkslauna á
almennum vinnumarkaði. Fram
að þeim tíma höfðu lífeyris-
greiðslur hækkað sjálfvirkt um
leið og lágmarkslaun hækkuðu.
Við þessa breytingu var ákveðið,
að lífeyrisgreiðslur ættu frá þeim
tíma að taka mið af launaþróun.
Þáverandi forsætisráðherra lýsti
því yfir við þessa breytingu, að
lífeyrisgreiðslur myndu ekki
skerðast við breytinguna, heldur
þvert á móti verða tryggar og
rúmlega það. Það yrði bæði tekið
mið af launabreytingum og verð-
lagsbreytingum.Tryggingin yrði
tvöföld. Reynslan hefur orðið önn-
ur. Á þessu 10 ára tímabili, sem
liðið er síðan, hefur kaupmáttur
lífeyrisgreiðslna aldraðra og ör-
yrkja aðeins aukist um helming
þess,sem hann hefur aukist hjá
verkafólki með lægstu laun. Alls
hefur ríkisstjórnin haft af öldruð-
um og öryrkjum á þessu tímabili
40 milljarða króna. Með öðrum
orðum: Ef lífeyrir aldraðra og ör-
yrkja, grunnlífeyrir og tekju-
trygging, hefði áfram hækkað í
samræmi við hækkanir á launum
verkafólks og haldið raungildi
sínu eins og þær bætur voru 1995
hefðu þessar lífeyrisgreiðslur
verið 40 milljörðum hærri á tíma-
bilinu en þær voru. Grunnlífeyrir
og full tekjutrygging aldraðra og
öryrkja væru 17 þús. kr. hærri á
mánuði nú en þær bætur eru, ef
þær hefðu hækkað í samræmi við
hækkun lágmarkslauna frá 1995.
Á sama tíma og framangreind
þróun hefur átt sér stað varðandi
kaupmátt lífeyris aldraðra og ör-
yrkja hefur skattpíning þessa
fólks aukist. Skerðing skattleysis-
marka hefur bitnað þunglega á
öldruðum og öryrkjum: Skerðing-
in frá 1989, sem að mestu verður
eftir 1995, er samkvæmt upplýs-
ingum fjármálaráðuneytis 36,4
milljarðar (m.v. 2003). Ríkissjóður
tók því 36,4 milljörðum meira til
sín árið 2003 en verið hefði ef
skattleysismörk hefðu fylgt launa-
vísitölu eins og eðlilegt hefði ver-
ið. Ef miðað væri við neysluvísi-
tölu nemur upphæðin 16,3 millj-
örðum, sem ríkið hefur tekið
meira til sín en verið hefði ef
skattleysismörk hefðu fylgt þeirri
vísitölu. Hér er um háar fjárhæðir
að ræða. Ríkisstjórnin hefur notað
þessa fjármuni til þess að lækka
skatta á fyrirtækjum. Það hefur
haft forgang. Skattleysismörk eru
kr. 71.296 í ár en ættu að vera kr.
114.015, ef þau hefðu fylgt launa-
vísitölu en kr. 85.709, ef þau hefðu
fylgt neysluvísitölu. Þessi þróun
hefur leitt til þess, að öryrkjar og
aldraðir, sem áður greiddu enga
skatta greiða nú háar fjárhæðir í
skatta. 29 þús. manns með tekjur
undir 100 þús kr. greiddu á sl. ári 2
milljarða í skatta! Lífeyris-
þegi,sem engar tekjur hefur aðrar
en bætur almannatrygginga er nú
farinn að greiða sem svarar einum
og hálfum til tveggja mánaðabót-
um á ári í skatta. Framkoma
stjórnvalda við aldraða og öryrkja
er til skammar.
22. september 2005 FIMMTUDAGUR24
A› leika sér í umfer›inni
Eftirfarandi er saga sem hefur ít-
rekað átt sér stað. Það er undir
lesandanum komið hvort þessi
saga endurtekur sig. Sögupersón-
ur geta verið á öllum aldri og
sögulok eru ófyrirsjáanleg og háð
tilviljunum:
Nú fyrir nokkrum dögum síðan
fór rúmlega tvítugur maður út að
leika sér. Hann var með nýja dýra
leikfangið sem hann hafði dreymt
lengi um. Kraftmikinn, sportleg-
an, gljáfægðan og glansandi nýjan
bíl. Leið hans lá um þröngar og
misgreiðar götur þar sem 30 km
hámarkshraði gildir. Hann lét bíl-
inn fara upp í 60 km/klukkustund
enda engin umferð í götunni. Hon-
um fannst þetta reyndar mjög lít-
ill hraði og beið þess spenntur að
geta þeyst enn hraðar. Hann
„fræsti“ hraðahindranirnar eins
og félagar hans kölluðu það þegar
þeir óku yfir þær án þess að slá
af. Hann var gagntekinn frelsistil-
finningu. Fannst hann ekki þurfa
að hafa áhyggjur af neinu nema
sjálfum sér, enda engan bíl að sjá.
Hann gæti leyft sér nánast allt.
Hann var líka ótrúlega góður öku-
maður og taldi hann sig hafa
mikla reynslu. Var búinn að keyra
í rétt rúm þrjú ár.
„Úps!“ Hann snarhemlaði.
Þarna munaði litlu. Það hljóp kött-
ur fyrir bílinn en hann slapp – sem
betur fer. Unga manninum var
brugðið enda var hann mikill
katta- og dýravinur. Mátti ekkert
aumt sjá.
Nú var hann kominn inn á götu
þar sem honum fannst hann mega
fara miklu hraðar. Þar var 50 km
hámarkshraði og honum fannst
sem honum væri alveg óhætt að
fara miklu hraðar en það. Köttur-
inn hafði sloppið þannig að nú var
allt í góðu lagi. Bíllinn var kominn
upp í 115 km hraða og allt var
bara „cool“.
Aðeins neðar í götunni stóð lítið
sex ára gamalt barn við gang-
stéttarbrún. Það var á bakvið kyrr-
stæðan bíl. Barnið gerði nákvæm-
lega eins og það hafði lært í Um-
ferðarskólanum og hjá foreldrum
sínum. Það gáði til beggja hliða.
Horfði í dágóða stund. Sá bílinn
sem virtist langt í burtu. Það
skynjaði ekki almennilega hraðann
á bílnum vegna fjarlægðar hans en
hann virtist langt í burtu. Öllu virt-
ist óhætt og því steig barnið skref-
ið út á gangbrautina.
Skyndilega heyrðist stutt, sker-
andi og hvellt hljóð. Barnið stöðv-
aði og sá hvar inn á götuna kom
lögreglubíll með blá blikkandi ljós.
Um leið sá það hvar bíll unga
mannsins snarhemlaði og það
skrítna var að nú var hann aðeins
örfáa metra frá barninu og kom
æðandi að því. Skelfingu lostið
stökk það aftur upp á gangstéttina.
Það fann þytinn og heyrði ærandi
hemlahljóðin rétt fyrir aftan sig
þegar bíllinn þaut hjá.
Lögreglan vissi ekki að hún
hafði bjargað lífi barnsins. Ungi
maðurinn sem í huga sér blótaði
lögreglunni vissi ekki að honum
hafði verið forðað frá því að verða
banamaður barnsins. Barnið vissi
ekki að bíllinn fór svona hratt.
Við vitum oft ekki hvað er
framundan á vegi okkar. Gerðu ráð
fyrir því óvænta og búðu þannig í
haginn að þú getir brugðist við því.
Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B.
Snorrasonar glotti breitt einsog
uppistandari á búllu þegar ljós-
vakamiðlarnir kröfðust skýringa
eftir að héraðsdómur hafði vísað
málinu á hendur Baugi frá. Það
var erfitt að skilja. Í frávísuninni
fólst svo herfileg útreið fyrir emb-
ætti ríkislögreglustjóra að ég man
ekki eftir öðru eins hjá nokkurri
ríkisstofnun. En það vottaði
hvorki fyrir skömm né iðrun.
Efnislega sagði dómurinn að
ákærurnar hefðu verið ótæk moð-
suða. Þetta er slíkt áfall fyrir emb-
ættið eftir það sem á undan gekk
að það er ófært að stjórn þess
verði látin standa óbreytt. Nú er
komið að því að dómsmálaráð-
herra taki í taumana því það er á
hans ábyrgð að stofnanir ráðu-
neytisins séu ekki í höndum
fúskara. Stjórn embættisins er
augljóslega í slíkum molum að það
er ekki boðlegt í réttarríkinu.
Ríkislögreglustjóri hefur nú
fengið harkalegan skell í tveimur
málum. Embættið klúðraði stóra
myndfölsunarmálinu – þar sem al-
varleg afbrot voru framin – með
hreint ótrúlegum hætti eftir
margra ára fokdýrar rannsóknir.
Það var harður áfellisdómur yfir
embættinu sem vakti strax alvar-
legar spurningar um faglega getu
þess, og þarmeð stjórnun embætt-
isins.
Á þriðjudaginn voru svo allar
verstu grunsemdir um vangetu
embættisins staðfestar þegar hér-
aðsdómur vísaði frá öllum ákær-
um þess á hendur Baugi af því
þær uppfylltu hreinlega ekki lág-
marksskilyrði. Ákæruvaldið gat
ekki sagt hverjir hefðu stolið, hve
miklu né frá hverjum. Á mæltu
máli þýðir þetta að dómurinn
sagði að Haraldur Johannessen og
Jón H.B.S. væru fúskarar sem
kynnu ekki til verka og hefðu ekki
dómgreind í lagi.
Ríkislögreglustjóri er til við-
bótar svo gersneyddur veruleika-
skyni að fulltrúi ákæruvaldsins í
málinu, Jón H.B.S., hélt því blákalt
fram að dómurinn væri síður en
svo áfall yfir embættinu – heldur
partur af ferlinu? Hvaða ferli,
með leyfi að spyrja? Heldur ríkis-
lögreglustjóri og cand. juris Jón
H.B.S. að þegar ákært er í nafni
embættisins séu þeir í einskonar
Gettu Betur spurningakeppni þar
sem menn fá að giska, og geta bet-
ur, og giska aftur – þangað til þeir
slampast hugsanlega á rétt svar?
Opinberar ákærur snúast um
líf fólks, um réttlæti og en fyrst og
síðast um grundvallarreglur í rétt-
arríkinu. Ég ber enga sérstaka
virðingu fyrir Baugsfeðgum og
mér geðjast ekki að vinnubrögð-
um þeirra. En ég ber virðingu fyr-
ir réttarríkinu. Það gerir sér ekki
mannamun. Það veitir öllum jafnt
skjól. Líka þeim sem mér líkar
ekki við. Þannig vil ég hafa það af
því þannig tryggir réttarríkið rétt-
indi allra, hárra sem lágra – líka
harðdrægra og ósvífinna við-
skiptamógúla.
Ef ákærurnar standast ekki –
þá standast þær ekki. Það er eng-
inn millivegur. Þá eru þær fúsk
sem hefði betur verið sett ofan í
skúffu í stað þess að gera fjölda
manns miska, embættinu óbætan-
legan skaða, bletta lögreglukerfið
í landinu – og valda skattgreiðend-
um tugmilljóna tjóni. Fúsk Jóns og
Haraldar Johannessen kostaði
skattgreiðendur í gær tæpar 40
milljónir. Þá er ótalin sú bótaá-
byrgð sem ríkinu er hugsanlega
bökuð með gáleysi þeirra í starfi
og kann að hlaupa á margfalt
stærri upphæðum sem við skatt-
greiðendur munum líka þurfa að
greiða.
Baugsmálið og stóra myndföls-
unarmálið leiða einfaldlega að
þeirri niðurstöðu að embætti rík-
islögreglustjóra er í höndum
óhæfra manna. Í öllum eðlilegum
réttarríkjum væru þeir nú settir
til hliðar og í önnur verkefni með-
an reynt er að tjasla því saman
sem eftir er af embættinu.
Það er það verk sem nú bíður
dómsmálaráðherra ef eitthvað
blóð er í honum og sjálfsagt að Al-
þingi hjálpi honum ef þarf.
Embætti í höndum óhæfra
Grunnlífeyrir og full tekjutrygg-
ing aldra›ra og öryrkja væru
17 flús. kr. hærri á mánu›i nú
en flær bætur eru, ef flær hef›u
hækka› í samræmi vi› hækkun
lágmarkslauna frá 1995.
Fjörutíu milljar›ar haf›ir af öldru›um og öryrkjum
ALDRAÐIR BORGARAR „Til þess að skila þessu fólki aftur því, sem ranglega hefur af því verið haft hefði því þurft að láta það fá megin-
hlutann af peningunum, sem fengust fyrir sölu Símans,“ segir greinarhöfundur.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
ALÞINGISMAÐUR
UMRÆÐAN
EMBÆTTI RÍKIS-
LÖGREGLUSTJÓRA
EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON
UPPLÝSINGAFULLTRÚI
UMFERÐARSTOFU
UMRÆÐAN
UMFERÐIN
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
UMRÆÐAN
KJÖR ALDRAÐRA
OG ÖRYRKJA