Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 27

Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 27
[ ] SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 22.09, 265. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 7.10 13.20 19.29 AKUREYRI 6.55 13.05 19.14 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Söngvarinn og auglýsingaframleiðand- inn Steinarr Logi fann uppáhalds- skyrtuna inni í skáp hjá afa konu sinnar. Hann notar hana mikið þrátt fyrir að vera bolakarl að eðlisfari. „Ég er voðalega mikill bolakarl,“ segir Steinarr Logi Nesheim aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldsflík. Hann hugsar sig betur um og bætir við að það sé reynd- ar ein flík sem honum þyki sérstaklega vænt um. „Það er skyrta sem ég fann inni í skáp hjá afa konunnar minnar og finnst með þeim flottari. Hún hafði hangið þar óhreyfð mjög lengi svo ég fékk bara að eiga hana.“ Skyrtan, sem er minnst fimmtíu ára gömul, var upphaflega spariskyrta. Núna er hún að sögn Steinarrs einfaldlega töffaraskyrta sem hann notar mjög mikið, þar á meðal á tónleikaferðum sínum. Stein- arr segir margt geta leynst í gömlum fata- skápum en hann hefur gaman af að spá í föt. „Ég hef alltaf verið frekar mikið í ein- litu en fyrir nokkru síðan datt ég inn í svolitla litagleði. Nú er allt hjá mér í gulu, rauðu og skærum litum. Það er ekkert nema gott að breyta dálítið til.“ Á daginn framleiðir Steinarr auglýsing- ar fyrir ýmis fyrirtæki og hefur brjálað að gera. Þar fyrir utan syngur hann í hljóm- sveit sinni Kung Fú. „Við unnum jólalaga- keppni Rásar 2 fyrir tveimur árum og þá fór boltinn að rúlla. Við höfum gefið út nokkur lög en fyrir jólin kemur út plata.“ Hljómsveitarmeðlimirnir, sem koma úr rokkgrúppum á borð við Dead Sea Apple og Strigaskóm nr. 42, ákváðu einn daginn að fara í alveg öfuga átt og stofna Kung Fú sem spilar alíslenskt sveitaballapopp. Hljómsveitarmeðlimir sitja ekki auðum höndum þessa dagana því á laugardaginn ætla þeir að standa fyrir stórdansleik í Valhöll á Eskifirði. „Austurlandið hefur verið okkur mjög gott. Þar höfum við spil- að á æðislegum böllum og verið mjög vel tekið.“ mariathora@frettabladid.is Fann skyrtuna í fataskáp afans Hápunktur tískudaganna í Kringlunni verður í kvöld eftir klukkan 18. Þá munu módel sem útskriftarnemar í fata- hönnun hafa dressað upp í djarfan og frumlegan fatnað svífa um ganga og lifandi tón- list hljóma. Opið verður til 21 eins og ávallt á fimmtudögum. Oasis opnaði nýja verslun í Smáralind síðastliðinn föstudag. Nýja verslunin er á 2. hæð, beint á móti Zöru. Oasis var með tvær verslanir fyrir, í Kringlunni og í Deb- enhams í Smáralind. Verslunin í Debenhams verður starfrækt áfram svo Oasis verður með tvær verslanir í Smáralind. Lumex hefur hafið sölu á krist- alsljósakrónum frá þýska hönn- unarfyrirtækinu Anthologie Quartett. Fyrirtækið er þekkt fyrir athyglisverða hönnun og margir þekktir hönnuðir hafa starfað með því. Þar má nefna Andrea Branzi, Marcel Breuer og Jasper Morrison. Lýðheilsuáætlun Evr- ópusambandsins og verkefnastyrkir henni tengdir verða umfjöll- unarefni á kynningar- fundi á vegum heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og Lýðheilsustöðvar sem haldinn verður á Grand hóteli, Sigtúni 38, frá klukkan 13 til 17 á morgun. Er- lendir og innlendir sérfræðing- ar flytja erindi á fundinum en hann er opinn almenningi og aðgangseyrir er enginn. Steinarr Logi í skyrtunni gömlu ásamt hundinum sínum. LIGGUR Í LOFTINU [ TÍSKA - HEILSA - HEIMILI ] KRÍLIN Kviðdómur er fullt af fólki sem kemur saman og ákveður hver er með besta lögfræðinginn. SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. STASIA Fallegur fatnaður í yfirstærðum. BLS 3 KRABBAMEINS- FÉLAGIÐ Bangsar fyrir gott málefni BLS 5 HÚSGAGNAHÖNNUN Skemmtilegir stólar eftir Þórdísi Zoëga BLS. 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.