Fréttablaðið - 22.09.2005, Side 36

Fréttablaðið - 22.09.2005, Side 36
2 ■■■ { útiverublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Haustlitirnir klæða Skíðadalinn vel og kyrrðin er allt að því áþreifanleg þegar komið er inn í botn hans. Þar er bærinn Klængshóll umlukinn háum fjöllum Tröllaskagans. „Hér er ekkert GSM-samband þannig að gestir okkar skilja áreitið eftir utan dalsins og geta sofnað við hjal bæj- arlækjarins,“ segir Anna Dóra Her- mannsdóttir brosandi. Hún er hús- ráðandi á staðnum ásamt manni sínum Erni Arngrímssyni. Anna Dóra er jógakennari og leggur áherslu á hugleiðslu og Örn tekur fólk í höfuðbeina-og spjald- hryggjarmeðferð, sem þykir góð leið til efla heilsuna eftir veikindi eða önnur áföll í lífinu. „Við erum bara með gistingu fyrir ellefu manns og yfir þennan árstíma ein- beitum við okkur að einstaklingum, pörum og litlum hópum,“ segir Anna Dóra og upplýsir líka að þau hjón vinni að því að fá umhverfis- vottorð fyrir jörðina sína. „Við not- um mikið af jurtum í fæðið, bæði sem við ræktum sjálf og söfnum í fjallinu,“ segir hún og tekur sem dæmi að öll brauð séu heimabökuð meðal annars með ýmsum grösum úr náttúrunni. Að Klængshóli er fimmtíu kílómetra leið frá þjóðvegi 1 og 22 frá Dalvík. „Stundum finnst mér þetta vera of stuttur krókur en þó held ég að hann sé bara hæfilegur,“ segir Anna Dóra hugsandi. Hún segir þau hjón hafa byrjað með venjulega gistingu og morgunverð. „Svo fannst okkur það ekki nógu skemmtilegt og vild- um nýta okkar bakgrunn betur og þennan einstaka stað,“ segir hún og er nú beðin um að lýsa frekar því sem hún kallar náttúrutúlkun í gönguferðunum. „Þetta er aðferð sem landverðir beita gjarnan í þjóð- görðum. Hjá mér felst hún í því að ég fræði fólk ekki aðeins um ör- nefni í dalnum og mannlíf liðinna alda heldur hjálpa því að upplifa náttúruna og sjálft sig á dýpri hátt en það á að venjast. Þar myndast oft tengsl sem verða ekki rofin. Þetta er meðal þess sem fólk er að sækjast eftir þegar það ákveður að dvelja hér í nokkra daga.“ Klængshóll er í botni Skíðadals, sem gengur inn úr Svarfaðardal. Örn og Anna Dóra tvinna saman heimilislega stemningu, heilsueflingu og útivist á Klængshóli. Áreitið skilið eftir fyrir utan dalinn Á Klængshóli í Skíðadal er rekin heilsutengd ferðaþjón- usta sem felst í gönguferðum með náttúrutúlkun, jóga, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og heimilislegu fæði með áherslu á lífrænt hráefni. Laxveiði aldrei meiri en í sumar LAXVEIÐI Í STÆRSTU ÁNUM Í SUMAR Laxveiðiá 14. sept í ár* veiði 2004 breyting magnbreyting meðalveiði 1995-2004 Þverá-Kjarará 4.044 1.364 196% 2.680 1.614 Norðurá 3.138 1.386 126% 1752 1.727 Elliðaárnar 948 644 47% 304 638 Selá í Vopnafirði 2.252 1.691 33% 561 1.208 Eystri-Rangá 3.889 3.152 23% 737 2.237 Grímsá og Tunguá 1.310 1.101 19% 209 1.322 Haffjarðará 1.291 1.133 14% 158 773 Laxá í Dölum 1.717 1.537 12% 180 1.022 Laxá í Leirársveit 1.088 984 11% 104 1.044 Laxá í Aðaldal 1.014 937 8% 77 1.087 Vatnsdalsá 1.025 965 6% 60 717 Blanda 1.611 1.538 5% 73 984 Laxá í Kjós 1.520 1.502 1% 18 1.134 Hofsá í Vopnafirði 1.846 1.864 -1% -18 1.142 Víðidalsá 1.682 1.770 -5% -88 910 Ytri-Rangá 2.452 2.930 -16% -478 1.417 Langá 1.809 2.242 -19% -433 1.661 Miðfjarðará 1.466 2.268 -35% -802 996 34.102 29.008 HEIMILD: WWW.ANGLING.IS *ATH: VEIÐI ER EKKI LOKIÐ Í FLESTUM ÁNNA OG BÚAST MÁ VIÐ EINHVERRI AUKNINGU Í HAUST. „Sumarið var mjög fínt í Nauthóls- vík,“ segir Óttar Hrafnkelsson, sem var annar umsjónarmanna Yl- strandarinnar í Nauthólsvík í sum- ar. Hann segir að aðsóknin hafi verið svipuð og síðastu sumur, um 120.000 manns. Óttar tekur þó fram að ekki sé um neitt kerfi að ræða sem geri mönn- um kleift að fylgjast með aðsókn- inni. Starfsmennirnir telji hins veg- ar saman gestina á ströndinni tvisvar á dag og því viti menn gestafjöldann nokkuð nákvæmlega. Að sögn Óttars er það ekki markmið í sjálfu sér að fá sem flesta gesti í Nauthólsvík, enda ekki innheimt gjald fyrir komuna. „Það hefur þó verið rukkað í búningsklefa, en það var ekki gert í sumar.“ Það eina sem fólk er rukkað fyrir er geymsla á fötum. „Það sem við bjóðum upp á er sandur og vatn. Þetta er þarna og fólk getur komið ef það vill,“ segir Óttar. „Síðan bjóðum við líka upp á allt það sem íslensk veðrátta hefur upp á að bjóða.“ „Menn eru orðnir meðvitaðri um það en áður að veiðin er ekki sjálf- gefin,“ segir Haraldur Eiríksson hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Hann segir að umgengni um laxveiðiár hafi batnað mikið undanfarin ár og álag á stofnana sé að minnka. „Til að mynda hafa menn notað kvóta og friðað fiskinn á ákveðnum svæðum. Einnig er meira um að menn sleppi veiddum laxi og þá hefur maðkveiði að hausti víða ver- ið hætt, en hún hjó mest í skörðin.“ Haraldur fullyrðir þó ekki að það sé meginástæðan fyrir betri afla. „Það hlýtur eiginlega að vera að aðstæð- ur í sjó hafi verið hagstæðar þess- um árgöngum. Þetta gæti verið út af hlýjum sjó og hlýjum sumrum undanfarin ár.“ Hann segir lítið hafa veiðst af stórlaxi í sumar og því virðist sem nú hafi komið mjög sterkur árgangur af fiski sem hefur verið eitt ár í hafi. Það er ólíkt því sem var á síðasta metári árið 1978, en þá blönduðust saman tveir sterkir árgangar af löxum sem höfðu verið eitt og tvö ár í sjó, sem er mjög sjaldgæft. Í dag veiðist hins vegar jafnan lítið af tveggja ára stórlaxi. Haraldur segir árið í ár ekki endi- lega vera samanburðarhæft við metárið 1978 þar sem ýmsir þættir skekki myndina. „Það eru ekki margar ár að skila neinni met- veiði,“ segir hann. „Flestar árnar eru svipaðar og árin á undan en nokkrar ár að gera mun betur.“ Sér- staklega bendir hann á Rangárnar þar sem yfir sex þúsund laxar hafi veiðst í ár, en þar hafi engir laxar verið á þeim tíma. Afgerandi meiri veiði hefur þó ver- ið í tveimur ám, Norðurá og Þverá- Kjarará, en í þeim hefur veiðin meira en tvöfaldast og meira veiðst í þeim en nokkurn tíma fyrr. Þá hefur það aldrei gerst fyrr en í sum- ar að yfir 4.000 laxar veiðist í einni á hér á landi eins og nú hefur gerst í Þverá-Kjarará. Þá segir Haraldur að það hafi verið sérstaklega gaman að sjá Elliðaána stökkva upp. „Hún er jú ein af okk- ar ám. Hún hefur átt undir högg að sækja en það eru teikn á lofti um meiri laxagöngur en við höfum séð síðustu níu ár.“ Hún á þó enn nokk- uð í land að ná sinni eðlilegu veiði eins og hún var áður en kýlaveikin kom upp. Haraldur segir fátt hafa verið meira rætt milli laxveiðimanna en mikla veiði í sumar og að menn spái því að heildarveiðin þegar sumri lýkur verði 54.000-55.000 laxar. Veiðimaðurinn Stefán Cramer bítur hér veiðiuggann af sex punda hrygnu sem hann veiddi í Breiðdalsá. Haraldur Eiríksson sér um markaðs- og sölumál hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur. 120.000 gestir heimsóttu Nauthólsvík í sumar ÁLÍKA MARGIR GESTIR KOMU TIL NAUTHÓLSVÍKUR Í SUMAR OG UNDANFARIN SUMUR. Sumarið 2005 er metár í laxveiði og því er spáð að end- anleg veiði verði 55 þúsund laxar. Síðasta met var sett 1978. Þá gerðist það í fyrsta skipti í sumar að yfir 4.000 laxar veiddust í sömu ánni. Óttar Hrafnkelsson í Nauthólsvíkinni. Nauthólsvíkin á góðum degi í sumar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.