Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 22.09.2005, Síða 38
4 ■■■ { útiverublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Aloe Vera heilsunar vegna Erum með þennan frábæra heilsudrykk sem gefur aukið úthald og vellíðan. Aloe vera styrkir ónæmiskerfið og hefur reynstvel við húð og maga vandamálum www.aloe.verslunin.net sjálfstæður dreifingaraðili á Forever Living Products sími: 8696448 Viltu... minna hungur, meiri fitubrennslu, meiri líkamsmótun... Árangur... ?? www.heilsufrettir.is/hm Díana 18 kg Halldóra 20 kg Rósalind 16 kg Hreyfing bætir ekki aðeins þolið heldur líka geðheils- una. Svo virðist sem hreyf- ing hafi áhrif á boðefna- kerfið í heilanum sem þung- lyndi á rætur sínar í. „Hreyfingin skiptir mjög miklu máli fyrir geðheilsuna og útivera er mjög góð,“ segir Guðrún Guð- mundsdóttir, verkefnisstjóri Geð- ræktar – Lýðheilsustöðvar. „Við áttum okkur ekki alltaf á því hve stutt er að fara til að komast í kyrrðina og rólegheitin hérna rétt við borgarmörkin og reyndar innan þeirra líka. Við höfum mjög fín úti- vistarsvæði við bæjardyrnar, til dæmis Grasagarðinn, Elliðaárdal- inn og Heiðmörk.“ Guðrún rifjar upp ráðstefnu sem Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands hélt í samstarfi við Land- læknisembættið, menntamálaráðu- neytið og Lýðheilsustöð í vor. Yfir- skrift ráðstefnunnar var: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Áhrif hreyf- ingar á andlega líðan. „Meðal þess sem kom fram þarna var að hreyf- ing, þó ekki sé nema í litlum mæli á hverjum degi, hefur mjög góð áhrif á andlega líðan.“ Þó það sé ekki vísindalega sannað segir Guð- rún vísbendingar vera til um það að hreyfingin hafi áhrif á boðefnakerf- ið í heilanum sem þunglyndi á ræt- ur sínar að rekja í. „Við vitum líka öll að þegar við hreyfum okkur líð- ur okkur betur.“ Hún minnir á að fimmta geðorðið af geðorðunum tíu er: „Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.“ Þá segist Guðrún vera skotin í hug- takinu „ávísun á hreyfingu“ sem felur í sér að fagfólk í þessum geira ávísi á hreyfingu sem hluta af með- ferð, rétt eins og vísað er á lyf. „Við endurhæfingu eftir til dæmis inn- lagnir á geðdeildir er alltaf lögð áhersla á hreyfingu sem hluta end- urhæfingarinnar.“ Guðrún segir hreyfinguna alls ekki þurfa að vera mikla, þó það henti sumum. „Öll hreyfing er góð svo lengi sem þér líður vel með það,“ segir hún. „Það er betra að byrja hægt og taka lítil skref í einu því það má alltaf bæta við, frekar en að setja markið of hátt og gefast upp.“ Hún segir gott að hafa það í huga að nota aðstæðurnar hverju sinni til að hreyfa sig. „Það má leggja bílnum lengra frá og labba þaðan í vinnuna frekar en að leggja honum rétt hjá. Það má nota stigann frek- ar en lyftuna. Og það er hreyfing að ryksuga.“ Sjálf fer Guðrún í sund alla morgna og er þar í hópi fólks sem kemur reglulega. „Mikið af þessu er eldra fólk sem þrátt fyrir að vera hætt að vinna rífur sig upp á morgnana til að mæta í sund. Einn þeirra er rúm- lega níræður maður sem kemur á hverjum degi af því honum finnst þetta hafa svo góð áhrif á sig.“ Guðrún segir að þarna sé félags- skapur og það sé líka hluti af þessu. „Við getum aldrei aðskilið hið and- lega, líkamlega og félagslega. Það spilar allt saman og ef brestir koma í einn þessara þátta er það fljótt að hafa áhrif á hina.“ Hreyfing skiptir miklu máli fyrir geðheilsuna Guðrún hvetur Reykvíkinga til að nýta sér betur kyrrðina á útivistarsvæðum í eða við borgina, eins og til dæmis í Heiðmörk, sem hér sést, Elliðaárdal og Grasagarðinum. „Mín tilmæli til skotveiðimanna eru þau að þeir vandi sig í um- gengni við rjúpuna og landið og láta ekki græðgina ráða för,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra. Hún hefur sem kunnugt er gefið út reglugerð sem felur í sér leyfi til veiða á rjúpu á tímabilinu 15. október til 30. nóv- ember. Það er þremur vikum styttri veiðitími en áður var. Einnig er sölubann í gildi á rjúpu og rjúpna- afurðum og þar með er veiði- mönnum óheimilt að skjóta rjúpu í atvinnuskyni og selja fuglinn til verslana og veitingastaða. Sigríður Anna segir sölubannið sett til að koma í veg fyrir magnveiði og hef- ur hún sterka trú á að það skili ár- angri í að viðhalda rjúpnastofnin- um. „Ég hef hvatt veiðimenn til að gæta hófs. Við leggjum mikla áherslu á að veiðarnar verði sjálf- bærar, sem þýðir að það má ekki ganga á stofninn. Það skiptir öllu máli,“ segir hún. Náttúrufræði- stofnun Íslands telur veiðina ekki mega fara yfir 70.000 fugla og ráðherrann segir nauðsynlegt að fara eftir þeim ráðleggingum. „Það byggist að sjálfsögðu á viðhorfi veiðimannanna sjálfra og að þeir fari eftir lögum og reglum,“ segir Sigríður Anna og nefnir líka að fleira tengist veiðunum eins og akstur utan vega sem vissulega sé bannaður. Hún er bjartsýn á að að- gerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri svo rjúpan hvíta fái áfram að eiga sinn sess í íslenskri nátt- úru. „Þau viðbrögð sem ég hef fengið fyrir okkar ákvörðunum í sambandi við veiðarnar eru mjög góð enda höfum við vandað til verka,“ segir hún að lokum. Verðum að viðhalda rjúpnastofninum Um miðjan næsta mánuð hefjast veiðar á rjúpu aftur eftir tæpra tveggja ára hlé. Stofninn hefur rúmlega þrefaldast en þó biður umhverfisráðherra veiðimenn að gæta hófs. Sigríður Anna biður rjúpnaveiðimenn að gerast ekki of stórtækir og ganga um nátt- úruna af virðingu.Ein er upp til fjalla. Guðrún Guðmundsdóttir hjá Geðrækt seg- ir hreyfingu skipta öllu máli fyrir geðheils- una. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E Ó L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.