Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 22.09.2005, Qupperneq 48
„Veiðin var að mörgu leyti erfið,“ segir Reim- ar Ásgeirsson, leiðsögumaður hreindýraveiði- manna. „Tíðarfarið var erfitt. Byrjað var að snjóa í ágúst upp til fjalla, það var mikil rign- ing og vindsperringur með henni. Það reyndi mun meira á menn í haust en undanfarin ár.“ Þrátt fyrir erfiðari aðstæður var víða veitt upp í kvótann, sem var 800 dýr líkt og árin 2003 og 2004. „Að mínu viti sönnuðu leið- sögumennirnir sig,“ segir Reimar. Síðustu árin hefur veiðimönnum borið skylda til að hafa leiðsögumenn með við veiðarnar. Að sögn Reimars hefur andrúmsloftið í kringum veiðarnar breyst síðustu ár. Mikil eftirspurn hefur verið eftir veiðileyfunum og dregið er á milli þeirra sem sækja um þau. Aðeins annar hver þeirra fær leyfi en fyrir vikið eru menn síður að veiða dýrin til neyslu. „Það éta þetta auðvitað allir en menn eru orðnir meira í þessu fyr- ir sportið.“ Reimar segir þetta meðal annars koma fram í því að þeir sem ekki fái veiðileyfi komi samt með á fjöll til að taka þátt þó þeir skjóti ekki. Þá sé meira um að menn vilji láta stoppa upp bráð- ina, en hann vinnur jafnframt að því að stoppa upp dýr. Jóhann G. Gunnarsson, starfs- maður Veiðistjórnunarsviðs á Austurlandi, tekur í svipaðan streng. „Veiðarnar gengu vel í heildina, þó veðrið hafi dálítið verið að stríða mönnum.“ Hann segist svolítið hafa minnt veiði- menn á það að nýta dagana vel og skipuleggja veiðarnar fram í tímann þar sem leiðsögumennirn- ir væru oft umsetnir síðustu daga veiðitímabilsins. Að sögn Jóhanns var eitthvað um að erlendir veiðimenn keyptu leyfi en þeir hafi verið 20-30 talsins eins og síðustu ár. Fjölvítamíntöflur Sykurlausar me› málmsöltum. Fjölvítamíntöflur Sykurlausar me› málm- söltum án A- og D- vítamína. Fyrir flá sem taka l‡si. E-vítamín Andoxunarefni. Eflir varnir líkamans. E-vítamín Súper Öflugt andoxunarefni. Eflir varnir líkamans. B1 og B6 Inniheldur Tíamín og P‡rídoxín. B1 - Tíamín Stu›lar m.a. a› heilbrig›ri starfsemi taugakerfisins. B - Kombín Fjölbreytt B-vítamín. B - Sterkar Fjölbreytt B-vítamín. C - Vítamín Öflugt andoxunarefni. Eflir varnir líkamans. B5 - Pantótenat Tali› vera gott fyrir hú›, hár og neglur. B6 - P‡rídoxín Tali› vera gott m.a. fyrir efnaskipti líkamans. ...kemur heilsunni í lag Heilsteypt bætiefnalína Láttu það eftir þérað veravið góða heilsu E in n t v e ir o g þ r ír 3 6 0 .0 2 7 Hlæjum saman hálftíma í viku hverri Hláturkætiklúbburinn mun hittast vikulega á miðviku- dagskvöldum í vetur. Ekki eru sagðir brandarar heldur eru iðkaðar æfingar sem kalla hláturinn fram. Ásta Valdimarsdóttir hláturleiðbeinandi hefur gaman af lífinu. „Við erum óformlegur klúbbur sem hittist einu sinni í viku til þess að hlæja,“ segir Ásta Valdimarsdóttir hláturleiðbeinandi. „Við hlæjum saman í hálftíma og svo förum við heim.“ Hún fullyrðir að þessar hálf- tímalöngu hlátursæfingar jafngildi þriggja klukkustunda róðri fyrir líkamann. „Við þyrftum að iðka þær einu sinni á dag.“ Ásta hefur verið hláturleiðbeinandi frá árinu 2001 þegar hún lærði hláturfræðin á námskeiði í Noregi. „Mörgum finnst þetta skrítið í upp- hafi, eða jafnvel asnalegt, og eiga erfitt með að fá sig til að hlæja svona upp úr þurru. En það sem við þurfum að taka með í reikninginn er að leyfa barninu í okkur sjálfum að vera frjálsu og skemmta okkur,“ segir Ásta. „Og það er ekki hægt að hugsa sér saklausari skemmtun og áhrifaríkari fyr- ir líkama og sál.“ Að sögn Ástu eru æfingarnar af ýmsum toga. „Eina köllum við danshlátur. Þá dönsum við um gólfið og hlæjum framan í hvert annað,“ segir Ásta. Miklu skiptir að hafa augn- samband í þeirri æfingu. „Önnur kallast kveðjuhlátur. Hann er þannig að við tökumst í hendur, horfumst í augu og hlæjum. Hjartanlegur hlát- ur er þannig að við teygjum armana upp í loftið og hlæjum.“ Ásta segir þennan hlátur hafa sömu áhrif á líkamann og til dæmis hlát- ur sem stafar af bröndurum eða einhverju skemmtilegu. „Líkaminn byrjar að framleiða endorfín, sem hafa þau áhrif á líkamann að manni líður vel. Kristján Helgason er hláturleiðbein- andi með Ástu. Þau byggja hlátur- fundina á æfingum Indverjans Madan Kataria. „Hann bjó þær til til að hætta að þurfa að segja brandara til að fá fólk til að hlæja,“ segir Ásta. „Ef þú notast við æfing- arnar skiptir engu máli hverrar þjóðar þú ert, hverrar trúar þú ert eða hvaða tungumál þú talar. Hlát- urinn er sá sami hjá öllum.“ Kataria þróaði æfingarnar árið 1995 og hefur síðan þá ferðast um víða veröld að boða fagnaðarerindi hlátursins Meðal annars kom hann til Íslands í fyrra. Ásta hefur tvisvar sótt námskeið hjá honum. Meðlimir Hláturkætiklúbbsins hitt- ast á miðvikudagskvöldum í hús- næði Maður lifandi, Borgartúni 24. Aðgangseyrir á fundina er 300 krónur. Indverski læknirinn Madan Kataria er upphafsmaður hlát- uræfinganna. 10 ■■■ { útiverublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Aldrei fleiri hreindýr veidd HREINDÝRAVEIÐITÍMABILINU LAUK 15. SEPTEMBER SÍÐASTLIÐINN. ALLS VORU FELLD 754 DÝR, SEM ER MEIRA EN Á SÍÐASTA ÁRI, ÞRÁTT FYRIR AÐ VEÐURFAR VÆRI MUN VERRA Í SUMAR. Hér sést erlendur veiðimaður sem Reimar leiðbeindi með fal- legan hreindýrstarf. Jóhann G. Gunnarsson Reimar Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.