Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 50
„Það er mikið að gerast og mikill
spenningur fyrir okkar vörum er-
lendis,“ segir Skúli J. Björnsson,
eigandi Sportís. „Við fáum reglu-
legar fyrirspurnir frá útlöndum.“
Hann segir þetta þó vera langtíma-
verkefni. „Við höfum verið að
styrkja okkar innviði og ná góðum
tökum hér á heimamarkaði, sem er
forsenda frekari vaxtar.“ Þegar er
þó farið að flytja eitthvað af Cin-
tamani-fatnaði til Frakklands,
Tékklands og Kína. „Við erum líka
að þreifa fyrir okkur á Norður-
löndum.“ Skúli segir Norðurlanda-
markaðinn þó vera erfiðan þar
sem mikið af erlendum keðjum sé
til staðar.
Cintamani-vörumerkið var fyrst
framleitt árið 1994, en þá var ver-
ið að þróa útivistarfatnað á fyrstu
Everest-farana. Þess má einnig
geta að Haraldur Örn Ólafsson og
Ingþór Bjarnason fóru í Cinta-
mani-fötum á suðurpólinn og á
hæstu tinda heimsálfanna sjö.
Sportís tók hins vegar við vöru-
merkinu 1999 og síðan þá hefur
Cintamani verið hluti af fram-
leiðslu fyrirtækisins.
Heimasíða fatalínunnar er
www.cintamani.is
12 ■■■ { útiverublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
YOGASTÖÐIN
HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
veffang: www.yogaheilsa.is
netfang: yogaheilsan@yogaheilsa.is
www.yogaheilsa.is
YOGA YOGA YOGA
-RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrir hugann.
-LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva,
liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás
- RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel.
-RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni.
-JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt
að verkefnum dagsins strax að morgni.
Morgun,- hádegis,- síðdegis - og kvöldtímar
NÝJUNG - KRAFT YOGA
- KRÖFTUGAR YOGAÆFINGAR
Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi
Fjórhjólaferðir í
Haukadalsskógi
Allann ársins hring.
Allt að 50 manna hópar.
Uppl. í s: 892-4810 og 892-0566.
Stefna að útflutningi í stórum stíl
Haraldur Örn Ólafsson á suðurpólnum í Cintamani-fatnaði.
Skúli J. Björnsson, eigandi Sportís, stefnir að útflutningi á Cintamani-fötum í framtíðinni.
Cintamani-útivistarfötin voru upphaflega þróuð hér á landi fyrir fyrstu Everest-farana.
Í dag eru þau hluti af framleiðslu Sportís í Garðabæ, sem stefnir að útflutningi á þeim í
stórum stíl í framtíðinni.
Áhugi á kajakróðri hefur aukist
mikið hér á landi síðustu ár. Um
330 félagsmenn eru nú í
Kayakklúbbnum sem er stærsta fé-
lag ræðara og nokkur félög og fyr-
irtæki til viðbótar stunda
kajakróður hér á landi. „Klúbbur-
inn verður 25 ára í vetur. Þetta er
fyrsti og langelsti klúbburinn,“
segir Þorsteinn Guðmundsson,
sem hefur verið formaður
Kayakklúbbsins frá upphafi. „Það
hefur verið mikil aukning síðustu
ár, mest þó árið 2003.“
Kajakróðurinn kemur upphaflega
frá Grænlandi, en hjá Grænlend-
ingum var þetta lífsmáti en ekki
sport. Englendingar tóku þetta síð-
an upp eftir þeim um miðja 19.
öld. Áhugi á þessu sporti óx síðan
hratt í lok síðari heimsstyrjaldar
og nú er íþróttin stunduð út um
allan heim.
Að sögn Þorsteins leggur félagið
mikið upp úr kennslu og þjálfun.
„Við leggjum mikla áherslu á að
menn stundi æfingar og læri þetta
á réttan máta.“Hér á landi skiptist
starfsemin í sjókajakaróður og
straumkajakaróður. „Við erum
með aðstöðu úti á eiðinu á Geld-
inganesi með sjókajaka,“ segir
Þorsteinn.“
Það er hins vegar meiri vand-
kvæðum bundið með straumróð-
urinn. Félagsmönnum var nýlega
bannað að vera í Elliðaánum og
einnig fengu nokkrir félagsmenn
sektir á dögunum fyrir að æfa sig
í leyfisleysi í Ölfusá. „Ég trúi ekki
öðru en að við fáum að fara aftur
í Elliðaárnar í vetur,“ segir Þor-
steinn. „Vatnalögin heimila okkur
að vera í ánum.“
Æfingarnar fara þó ekki bara fram
úti í náttúrunni. Síðan ný innilaug
opnaði í Laugardalslauginni hefur
Kayakklúbburinn verið með sund-
laugaræfingar þar á kvöldin í
hluta innilaugarinnar, meðan gest-
ir eru í hinum hlutanum. Áður var
klúbburinn með æfingar í lauginni
eftir lokun. „Einu sinni máttum
við alls ekki láta bátana sjást í
lauginni,“ segir Þorsteinn. „Það
var einhver viðkvæmni með það
gagnvart almenningi að bátar
væru settar í laugarnar. Það er
löngu liðin tíð.“
Heimasíða klúbbsins er
www.kayakklúbburinn.is
Þorsteinn Guðmundsson við dómgæslustörf í róðrarkeppni í Elliðaám.
Áhugi á kajakróðri
stóraukist síðustu ár
Þorsteinn Guðmundsson hefur verið formaður
Kayakklúbbsins í 25 ár og segir að áhuginn hafi stórauk-
ist síðustu ár. Klúbburinn leggur mikið upp úr kennslu og
þjálfun og er með æfingar í Laugardalslaug á mánudags-
kvöldum.
Frá æfingu kajakræðara í Laugardalslauginni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA