Fréttablaðið - 22.09.2005, Side 52

Fréttablaðið - 22.09.2005, Side 52
14 ■■■ { útiverublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Þetta byrjaði með hugmynd sem Ungmennafélag Íslands þróaði í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands,“ segir Ásdís Halla Bjarnadóttir, verkefnis- stjóri verkefnisins Göngum um Ís- land. „Það verkefni var að taka saman skráningu á styttri göngu- leiðum sem tekur innan við tvo og hálfan tíma að ganga.“ Afrakstur þess verkefnis var svo bókin Göng- um um Ísland sem innihélt um 300 gönguleiðir. „Síðan var ákveðið þar sem um leið söfnuðust einnig lengri gönguleiðir að fara í samstarf við Landmælingar Íslands og Ferða- málaráð og koma þá upp gagna- grunni sem héldi utan um bæði styttri og lengri gönguleiðir.“ Afrakstur þessa samstarfs var síðan vefurinn www.ganga.is. Ung- mennafélagið lagði til styttri leið- irnar, Ferðamálaráð lengri leiðirnar og Landmælingar Íslands lögðu til kortagrunn þar sem gönguleiðirnar voru merktar inn. Vefurinn var síð- an opnaður hinn 22. júní. „Það er enn verið að merkja marg- ar gönguleiðir,“ segir Ásdís. „Og þá viljum við fá þær inn í grunninn.“ Sérstaklega er óskað eftir því á vefnum að fólk skrái nýjar leiðir inn í grunninn. Hún segir að viðtökurnar við vefn- um hafi verið rosalega góðar. „Þeir sem hafa farið inn á vefinn nýta sér hann mjög oft, jafnvel þó þeir séu ekki að sjálfir að fara í gönguferðir. Fólk notar hann jafnvel til að skipuleggja aðrar ferðir en göngu- ferðir. Það hafa komið athuga- semdir við leiðalýsingar og okkur hafa líka borist myndir af göngu- leiðunum, sem er auðvitað mjög skemmtilegt.“ Að sögn Ásdísar eru nú yfir 800 gönguleiðir hvaðanæva af af land- inu komnar inn í grunninn. Lýst er upphafi leiðarinnar, hvernig sé að ganga um viðkomandi svæði, hvar leiðin endi og um það bil hversu löng hún sé. Einnig eru á vefnum upplýsingar um skipulagðar göngu- ferðir sem fram undan eru ásamt ýmsum upplýsingum um útivist. Ásdís Helga Bjarnadóttir er verkefnisstjóri Göngum um Ísland. Þessi mynd var tekin af henni í Þórsmörk að ganga Laugaveginn. Hér sjást gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á vefnum www.ganga.is. Yfir 800 gönguleiðir um Ísland komnar á vefinn www.ganga.is Ungmennafélag Íslands, Ferðamálaráð og Landmælingar Íslands opnuðu snemmsumars gönguleiðagagnagrunninn www.ganga.is. Yfir 800 gönguleiðir eru nú komnar á vefinn, sem fær þúsundir heimsókna í hverri viku. Mikilvægt er að fatnaður skotveiði- manna sé hlýr, sérstaklega eins og veðrið er á Íslandi þessa dagana. Menn geta þurft að liggja flatir tímunum saman og oftar en ekki er gengið í bleytu. Hægt er að fá tvö- falda jakka, vatnshelda og úr ýmiss konar öndunarefnum. Innri jakkinn er þá yfirleitt fóðraður en sá ytri andar vel og er úr efni sem skrjáfar ekki í. Báðir eru þeir í felulitum og því er hægt að nota jakkana staka, þann innri ef veð- ur er gott en þann ytri ef mikið er um göngur. Vasar á jökkum eru oft- ar en ekki með sérhólf- um fyrir aukabúnað svo sem skot og flautur og til eru jakkar með þar til gerðum poka á bakinu fyrir aukabúnað. Veiðibuxur eru til í öllum stærðum og gerðum. Hægt er að fá smekkbuxur í stíl við jakkana, vatns- og vind- heldar með góðri öndun. Einnig eru á m a r k a ð n u m ófóðraðir jakk- ar og buxur sem eru þá ein- ungis vind- og vatnsheld og mun einfaldari í sniðum. Mikilvægt er að allt sé í felulitum, einnig húfur og vettlingar. Bæði eru til hlýjar hett- ur með flísgrímu og fóðraðar og vatnsheldar húfur. Gott er að vera með vatnshelda vettlinga með sér- stöku gripi í lófanum fyrir byssuna. Gikkfingurinn er yfirleitt úr öðru og þynnra efni svo hægt sé að koma puttanum á gikkinn því einhvern tímann þarf jú að hleypa skotinu af. Tvöföld veiðiúlpa frá 10X Product, vind- og vatnsheld, innri jakkinn er dúnfylltur. Fæst í Útivist og veiði á 24.900 krónur. Flísfóðruð lambhús- hetta, vindheld og vatnsfráhrindandi. Fæst í Útivist og veiði á 3.990 krónur. Vatns- og vindheldar veiðibuxur frá Browning, úr sérstöku öndunarefni með margs konar vösum og rennilásum. Fást í Vesturröst á 21.900 krónur. Veiðihanskar með byssugripi í lófa og gikkfingri. Vatns- og vind- heldir með góðri öndun. Fást í Vestur- röst á 4.490 krónur. Klæðnaður skotveiðimanna Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að kaupum á skotveiðifatnaði. Veiðimaðurinn þarf helst að vera í felulitum frá toppi til táar. útiverublaðið Útgefandi: 365 PRENTMIÐLAR Ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR RÚNAR SVANSSON Forsíðumynd: SAJ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.