Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2005, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 22.09.2005, Qupperneq 55
9FIMMTUDAGUR 22. september 2005 Vaxtalaus vika Á vaxtalausu tilboði: Þriggja sæta hægindasófi og tveir hægindastólar (3+1+1) af bestu gerð. Sannkallaðir letistólar. Mikið úrval af borðstofusettum Við erum einnig með gott úrval af borðstofuhúsgögnum og gjafavörum. Sjón er sögu ríkari! Haukur Dór. Málverkasýning stendur yfir Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallery Húsgögn Stofuborð. Listagripur úr kopar og gleri. Einn sá flottasti! Horn sófi með snúningi á endasætum. Á vaxtalausu tilboði: 221.800 kr. stendur frá 17. til 24. sept. Opið alla virka daga frá 11-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga frá 13-16 113.000 kr. 49.900 kr. stk. Mikið úrval af sófasettum á vaxalausum dögum í allt að 6 mánuði. Hengiplöntur fara vel innan um myndir á veggj- um og geta fallið eins og fossar niður af hillum. Það getur verið gaman að punta upp á heimilið með hengiblómum. Í gluggunum koma þau að nokkru leyti í staðinn fyrir gardínur því þau hindra innsýn í híbýlin. Þá setja þau frísklegan svip á skápa- og hillugafla þar sem þau fá nóg pláss til að vaxa niður. Hengiblómin sóma sér líka vel á veggjum innan um myndir og vegg- teppi og ef tök eru á að setja lýsingu fyrir ofan þau er frágangurinn fullkominn. Meðfylgjandi myndir eru teknar í Garðheimum. Falla eins og fossar Giovanni Lauda og Dante Do- negani eru þekktir ítalskir hönnuðir sem heimsóttu Ís- land á dögunum á vegum verslunarinnar Lúmex. Nýjasta vara þeirra, Multipot, hefur slegið í gegn víða heim en hér á Íslandi héldu þeir fyrirlestra í Lista- háskóla Íslands fyrir nemend- ur og fagfólk. Hönnuðurnir Giovanni Lauda og Dante Donegani hafa starfað saman frá árinu 1992 og kenna báðir við hina virtu Domus-aka- demíu í Mílanó. Þeir eru hæglátir en það er augljóst að hönnun er þeirra ástríða. „Hönnun er samvinnuverk- efni, ekki bara milli mín og Dan- te heldur einnig þeirra sem við hönnum fyrir hverju sinni,“ segir Giovanni aðspurður af hverju þeir félagar kjósi að vinna saman. Multipot er eitt nýjasta hönnunara- frek þeirra félaga og hefur vakið gífurlega athygli. Multipot er í laginu eins og lokaður blómapott- ur. Ofan á lokinu er pláss fyrir smáhluti og á því miðju er milt ljós sem falleg birta stafar af. Undir lokinu er millistykki þar sem hægt er að stinga snúru í samband og þræða í gegnum lok- ið til að tengja til dæmis við far- síma sem liggur ofan á lokinu. „Hugmyndin var að gera lampa sem er meira en bara lampi,“ seg- ir Giovanni. Hægt er að hafa allar snúrur í pottinum en hann er einnig hugsaður sem staður til að geyma og hlaða farsímann og stafrænu myndavélina og leggja frá sér lyklana og annað lauslegt. „Í Multipot mætist gömul hegðun, eins og að leggja frá sér lyklana á borð þegar maður kemur heim, og ný þörf fyrir að hlaða farsíma og myndavélar. Fólk reynir að fela millistykkin sín en Multipot er millistykki sem þú vilt sýna,“ seg- ir Dante. Þeir segjast alls ekki alltaf vita fyrir fram hvort einhver hlutur eigi eftir að slá í gegn. „Við vild- um meira að segja nokkrum sinn- um hætta við allt saman í ferlinu með Multipot, en fyrirtækið lét það ekki eftir okkur, sem betur fer,“ segja þeir hlæjandi. Ekki er hjá því kom- ist að ræða aðeins um ís- lenska hönnun, en þeir sjá hér mikla möguleika. „ Va n d a m á l i ð fyrir íslenska hönnuði er að þeir hafa engin fyrirtæki til að vinna með og verða þess vegna að flytja úr landi. Og þannig er það víðar. Ítölsk hönnun þarf ekki að þýða að hún sé hönnuð af Ítölum, heldur á Ítalíu. Hönn- uðurnir sjálfir eru alls staðar að úr heiminum,“ segir Giovanni. Hann telur að hérlendis séu möguleikarnir miklir og hrós- ar íslenskri innanhússhönnun. „Hérna er augljóslega hlúð að innanhússhönnun, ólíkt því sem gerist á Ítalíu,“ segir hann og Dante bætir við að hérlendis væri að sjálfsögðu möguleiki að stofna hönnunarfyrirtæki og hanna fyrir alþjóðamarkað. kristineva@frettabladid.is ATH: vinsamlegast takið neðstu myndina þar sem sést í snúrurnar í pottinum og notið hana Hrifust af íslenskri innanhússhönnun Giovanni Lauda og Dante Donegani, heimsfrægir hönnuðir sem sóttu Ísland heim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Multipot sem þeir Lauda og Donegani hönnuðu saman. Burkni. Aspas. Bergflétta. Kyndilblóm. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.