Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 64
Ólafur Gaukur Þórhallsson hefur rekið gítarskóla í þrjá- tíu ár. Hann hefur þó kennt á gítar mun lengur enda komst hann að því ungur að þörfin væri mikil. „Hér var ekki fáanleg nein gítar- kennsla fyrir þá sem vildu læra þetta á léttari nótum,“ segir Ólafur, sem sjálfur lærði á klassískan gítar, sem var það eina sem í boði var. Kennsluaðferðirnar í skóla Ólafs eru allsérstak- ar. Til að mynda hefur Ólaf- ur samið allt námsefnið fyr- ir skólann. „Ég sem eitt- hvað á hverju ári og bæti alltaf við.“ Þó að töluverðar breyt- ingar hafi orðið á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá stofnun skólans segir Ólafur eitt óbreytt. „Breyt- ingin á ánægjunni við að spila er engin,“ segir Ólaf- ur, sem telur að spila- mennskan veiti bæði ung- um og öldnum lífsfyllingu. Sumrinu varði Ólafur að stórum hluta í Bandaríkjun- um því börnin hans tvö búa þar. Ólafur bjó sjálfur í Bandaríkjunum í sex ár á sínum yngri árum. Þar stundaði hann um tíma nám í tónsmíðum og útsetningu auk þess sem hann fór í frægan gítarskóla í Holly- wood þar sem honum var meðal annars boðið kennslustarf í lok annar. Hann hafði þó engan áhuga á að setjast að annars stað- ar en á Íslandi. Ólafur ferðaðist í sumar meðal annars til San Francisco og Las Vegas, þar sem hann hélt upp á 75 ára afmæli sitt. Hann ætlar þó ekki að setjast í helgan stein eins og svo margir á hans aldri. „Ég veit ekki hvað helgur steinn er. Ætlar maður þá að hætta að lifa, anda eða borða?“ spyr Ólaf- ur, sem er það að spila á gít- ar og kenna jafn eðlilegt og að anda og ganga. Tónlistin er eins og gef- ur að skilja aðaláhugamál Ólafs. „Þetta svið er svo stórt að enginn maður kemst yfir nema brot af því þó hann pæli í því alla ævi,“ segir Ólafur, sem ætlar að halda áfram að kenna um ókomna tíð. 28 22. september 2005 FIMMTUDAGUR ISAAC STERN (1920-2001) lést þennan dag. Semur námsefnið sjálfur GÍTARSKÓLI ÓLAFS GAUKS ER 30 ÁRA: „Til er meira af slæmum tónlistar- mönnum en slæmri tónlist.“ Isaac Stern er af mörgum talinn einn færasti fiðluleikari tuttugustu aldar. timamot@frettabladid.is TÓNLISTARMAÐUR „Þetta svið er svo stórt að enginn maður kemst yfir nema brot af því þó hann pæli í því alla ævi,“ segir Ólafur Gaukur um að- aláhugamál sitt, tónlistina. Shaka Zulu, stofnandi Zulu-konungsríkisins í suðurhluta Afríku, var þennan dag árið 1828 myrtur af tveimur hálfbræðrum sínum, Dingane og Mhlangana. Ástæðan var talin vera geðveiki sem Shaka átti við að stríða og stofnaði framtíð ættbálksins í hættu. Þegar Shaka varð höfðingi Zulu-ættbálksins árið 1816 voru Zulu- menn færri en fimmtán hundruð talsins. Shaka sýndi mikla hæfi- leika til stríðsreksturs og hannaði meðal annars nýja tegund spjóta sem voru auðveld í notkun og banvæn. Með nýjum vopn- um og vel skipulögðum herdeildum lögðu Zulu-menn undir sig nálæga ættbálka. Herför Zulu-manna kom miklu róti á héruðin og mikill fjöldi fólks yfirgaf heimalönd sín og flutti sig um set. Árið 1827 lést Nandi, móðir Shaka, og höfðinginn missti vitið. Yfirbugaður af sorg lét hann drepa hundruð manna úr ættbálki sínum og bannaði sáningu plantna og notkun mjólkur í eitt ár. Hann sendi hermenn sína í langar herferðir og þegar þeir sneru aftur dauðþreyttir sendi hann þá af stað á ný. Þetta var kornið sem fyllti mælinn hjá valdaminni höfðingjum ættbálksins. Hálf- bræður Shaka myrtu hann 22. september 1828 og Dingane, annar bræðranna, varð konungur Zulu-manna í hans stað. SHAKA ZULU ÞETTA GERÐIST > 22. SEPTEMBER 1828 MERKISATBURÐIR 1930 Fyrsta sæluhús Ferðafélags Íslands er tekið í notkun. Það er í Hvítárnesi á Kili. 1949 Rússar sprengja fyrstu kjarnorkusprengju sína. 1955 Fyrsta einkarekna sjón- varpsstöðin er sett í loftið í Bretlandi og rýfur þar með einokun BBC á markaði. 1957 Árbæjarsafn í Reykjavík er opnað fyrir almenningi. 1975 Gerald Ford, forseti Bandaríkjanna, sleppur naumlega þegar honum er sýnt banatilræði. 1980 Stríð brýst út milli Írak og Íran. 1992 Fyrstu ólympíuleikum þroskaheftra lýkur í Madríd. Shaka Zulu er myrtur Tilkynningar um merkis- atbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáleturs- dálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.i s e›a hringja í síma 550 5000. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Gísli Þórðarson Dalbraut 18, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. september, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 23. september kl. 11.00. Sigurður Snævar Gunnarsson Erla Pálmadóttir Ingimar Þór Gunnarsson Þorgerður Steinsdóttir Sveinn Óttar Gunnarsson Guðný Svavarsdóttir Gísli Arnar Gunnarsson Halla Guðrún Jónsdóttir Gunnur Rannveig Gunnarsdóttir Helgi Helgason barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför Lilju Sigfinnsdóttur Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Heimahjúkrun Hafnarfjarðar, Hjúkrunarþjónustunni Karitas og starfsfólki St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur H. Pétursson Sigríður Sch. Guðbjörnsdóttir Hrönn Pétursdóttir Óskar Pálsson Hildur Pétursdóttir Steinþór Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. www.steinsmidjan.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Ólafs Ragnars Karlssonar málarameistara, Núpalind 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á deild L-1, Landakotsspítala. Hrefna Einarsdóttir Einar Ólafsson Daiva Léliené Stefanía María Ólafsdóttir Þórður Árnason Sigríður Jóna Ólafsdóttir Pálmi Sigurðsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Kristján St. Fjeldsted Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, föstudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. september kl. 11.00. Sveinn Fjeldsted Ingibjörg Kristjánsdóttir Sturla Fjeldsted Kristín Þórðardóttir Stefán Fjeldsted Helga Gísladóttir Sverrir Fjeldsted Christina Fjeldsted Rúnar Fjeldsted Björk Sigurðardóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini.             !   ! "##$ %  &   ! 50 ára afmæli Hinn 28. september verður fimmtugur Hlífar Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Gilsbakka 10, Fjarðabyggð. Hann og eiginkona hans Inga Magnúsdóttir taka á móti gestum á Rauða torginu Norðfirði laugardag- inn 24. sept. frá klukkan 19.00. Útför systur minnar og mágkonu, Gróu Sólborgar Jónsdóttur frá Stóra-Sandfelli, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Jóna Kristbjörg Jónsdóttir Magnús Stefánsson Móðir okkar og tengdamóðir, Guðrún Einarsdóttir Gilsstreymi, Lundarreykjadal, verður jarðsungin frá Lundarkirkju laugardaginn 24. september klukkan 13.30. Sesselja Hannesdóttir Helgi Hilmarsson Helgi Hannesson Margrét Kristjánsdóttir Torfi Hannesson Einar Hannesson Sigríður Rafnsdóttir Sigríður Hannesdóttir Helga Hannesdóttir Einar Ole Pedersen og fjölskyldur ANDLÁT Þórarinn Þorleifsson, Flúða- bakka 2, Blönduósi, lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi föstudaginn 16. september. Laufey Guðbjörnsdóttir, Gilhaga í Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofn- un Þingeyinga laugardaginn 17. september. Þorsteinn Gunnar Guðmunds- son, frá Króksstöðum, lést á heimili sínu laugardaginn 17. september. Kristín Guðmundsdóttir, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, lést sunnudaginn 18. september. Vigfús Sigurðsson, frá Brúnum, Hólavangi 3, Hellu, lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 18. september. Unnur Gréta Ketilsdóttir andað- ist á líknardeild Landspítala, Kópavogi, mánudaginn 19. sept- ember. Þuríður Margrét Georgsdóttir lést á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi mánudaginn 19. sept- ember. JAR‹ARFARIR 13.00 Kristján S. Kristjánsson, fyrrverandi fjárhagsáætlun- arfulltrúi, Efstaleiti 10, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju. 15.00 Gróa Sólborg Jónsdóttir, frá Stóra-Sandfelli, verður jarðsungin frá Fossvog- skapellu. AFMÆLI Ragnar Bjarnason stórsöngvari er 71 árs. Meryl Streep leik- kona er 56 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.