Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 8
8 6. október 2005 FIMMTUDAGUR STOKKHÓLMUR, AP Yves Chauvin, Frakklandi, og Bandaríkjamenn- irnir Robert H. Grubbs og Richard R. Schrock hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þremenningarnir fengu verð- launin fyrir að þróa aðferð til gagn- kvæmra frumefnaskipta, en þá skiptast frumeindir á sætum innan sameinda. Aðferðin er nú mikið notuð í efna-, líftækni- og matvæla- iðnaði til að búa til sterkari efni og betri lyf svo dæmi séu tekin. Í umsögn sinni líkti sænska vís- indaakademían aðferðinni við dans þar sem dansararnir skiptu ótt og títt um dansfélaga. Þrír menn fá Nóbelsverðlaun í efnafræði: Dansandi frumefnafans EINN NÓBELSVERÐLAUNAHAFANNA Robert H. Grubbs hlaut efnafræðiverðlaunin í ár. DAVID DAVIS Brosti breitt eftir flutning ræðu sinnar í Blackpool í gær. AP STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, var málshefjandi utandagskrár- umræðu um efnahagsmál á Alþingi í gær. Hún kvað viðskiptahallan meiri en nokkru sinni frá árinu 1947. Tvívegis hefði hann verið mikill í sögunni vegna ytri áfalla. Nú væri áfallið hins vegar framleitt heimafyrir og viðskiptahallinn fjór- tán prósent. Hún spurði forsætisráðherra hvort stjórnvöld hygðust veita Seðlabankanum lið í glímunni við verðbólguna og hvernig ríkisstjórn- in ætlaði að bregðast við brostnum forsendum kjarasamninga. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði of mikið gert úr mun á verðbólguspám Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins en gert væri ráð fyrir 2,9 prósenta meðal- verðbólgu til ársins 2010. Hann sagði hækkun fasteigna og hækkun olíuverðs skýra þensluna að miklu leyti. Hraðað yrði gagngerri endur- skoðun á stöðu Íbúðalánasjóðs á vegum félagsmálaráðherra. „Það þarf að koma til breyting þar á bæ vegna breyttra aðstæðna sem hafa komið upp í þjóðfélaginu.“ Halldór taldi að spá um kaup- máttaraukningu næstu árin sem og áform stjórnvalda um lækkun skatta væru kjarabætur sem um munaði á næstunni. - jh Verðhækkun fasteigna og olíu er höfðuðorsök verðbólgu segir forsætisráðherra: Of mikið gert úr mun á verðbólguspám BRETLAND, AP David Davis, sem talinn er standa best að vígi í upp- rennandi leiðtogakjöri í breska Íhaldsflokknum, reyndi að særa upp anda Winstons Churchill í ræðu sinni á flokksþingi flokks- ins í Blackpool í Englandi í gær, í því skyni að vinna atkvæði flokks- systkina sinna. En mörgum flokksþingsfulltrú- um þótti ekki mikið til ræðunn- ar koma í samanburði við ræður keppinauta hans og þykir því ekk- ert lengur gefið um niðurstöðu leiðtogakjörsins. „Hann rembdist svo mikið við að reyna að gera áheyrendur snortna. Mér þótti lítið til koma,“ hefur AP eftir Esme Clark, óbreyttum þing- fulltrúa sem ekki hefur enn gert upp hug sinn í leiðtogakjörinu. „Það var draumur Churchills um Bretland þar sem „eru mörk sem enginn maður má falla niður fyrir en engin mörk sem maður getur risið upp í“ sem dró mig inn í stjórnmál. Og þessi draumur veitir mér enn innblástur,“ sagði Davis. Í ræðunni talaði hann ann- ars fyrir gömlum íhaldsgildum eins og lágum sköttum, frjálsum markaði og hörku í löggæslu. Fimm þingmenn flokks- ins sækjast eftir að taka við af Michael Howard, sem boðaði afsögn eftir að flokkurinn tapaði þriðju þingkosningunum í röð í vor sem leið. Stuðningsmenn Davis sögðu ræðu hans hafa verið „fagmann- lega“ og „trausta“. En mörgum öðrum þingfulltrúum fannst ræðan tyrfin og flutningur henn- ar óspennandi. Keppinautum Davis sem fluttu ræður sínar á þriðjudag, Kenneth Clarke og David Cameron, þótti takast miklu betur upp. Hjá veð- möngurum lækkuðu líkurnar á sigri Davis talsvert eftir að hann flutti ræðu sína í gær. Alls hafa 66 af 196 þingmönnum Íhaldsflokksins lýst stuðningi við Davis, en þar með er næsta víst að hann verði annar af þeim tveimur frambjóðendum í leiðtogakjör- inu sem allir skráðir flokksmenn munu loks kjósa á milli, eftir að hinir verða slegnir út í útsláttar- atkvæðagreiðslum í þingflokkn- um á næstu vikum. Úrslitin verða kunngjörð 6. desember. audunn@frettabladid.is Davis náði ekki að hrífa flokksmenn Keppinautarnir um leiðtogastól breska Íhalds-flokksins bítast nú um stuðning flokksmanna á flokksþingi í Blackpool. David Davis talaði í gær. HALLDÓR ÁSGRÍMSSONFORSÆTISRÁÐHERRA Segir að of mikið hafi verið gert úr þeim mun sem verið hafi á verðbólguspám. 1 Af hvaða gerð er stærsta flugvél heims? 2 Til hvaða verðlauna er Arnaldur Indriðason tilnefndur? 3 Hver er formaður alþjóðablaða-mannasamtakanna IFJ? VEISTU SVARIÐ? SVÖRIN ERU Á BLS. 50

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.