Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.10.2005, Qupperneq 8
8 6. október 2005 FIMMTUDAGUR STOKKHÓLMUR, AP Yves Chauvin, Frakklandi, og Bandaríkjamenn- irnir Robert H. Grubbs og Richard R. Schrock hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þremenningarnir fengu verð- launin fyrir að þróa aðferð til gagn- kvæmra frumefnaskipta, en þá skiptast frumeindir á sætum innan sameinda. Aðferðin er nú mikið notuð í efna-, líftækni- og matvæla- iðnaði til að búa til sterkari efni og betri lyf svo dæmi séu tekin. Í umsögn sinni líkti sænska vís- indaakademían aðferðinni við dans þar sem dansararnir skiptu ótt og títt um dansfélaga. Þrír menn fá Nóbelsverðlaun í efnafræði: Dansandi frumefnafans EINN NÓBELSVERÐLAUNAHAFANNA Robert H. Grubbs hlaut efnafræðiverðlaunin í ár. DAVID DAVIS Brosti breitt eftir flutning ræðu sinnar í Blackpool í gær. AP STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar, var málshefjandi utandagskrár- umræðu um efnahagsmál á Alþingi í gær. Hún kvað viðskiptahallan meiri en nokkru sinni frá árinu 1947. Tvívegis hefði hann verið mikill í sögunni vegna ytri áfalla. Nú væri áfallið hins vegar framleitt heimafyrir og viðskiptahallinn fjór- tán prósent. Hún spurði forsætisráðherra hvort stjórnvöld hygðust veita Seðlabankanum lið í glímunni við verðbólguna og hvernig ríkisstjórn- in ætlaði að bregðast við brostnum forsendum kjarasamninga. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði of mikið gert úr mun á verðbólguspám Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins en gert væri ráð fyrir 2,9 prósenta meðal- verðbólgu til ársins 2010. Hann sagði hækkun fasteigna og hækkun olíuverðs skýra þensluna að miklu leyti. Hraðað yrði gagngerri endur- skoðun á stöðu Íbúðalánasjóðs á vegum félagsmálaráðherra. „Það þarf að koma til breyting þar á bæ vegna breyttra aðstæðna sem hafa komið upp í þjóðfélaginu.“ Halldór taldi að spá um kaup- máttaraukningu næstu árin sem og áform stjórnvalda um lækkun skatta væru kjarabætur sem um munaði á næstunni. - jh Verðhækkun fasteigna og olíu er höfðuðorsök verðbólgu segir forsætisráðherra: Of mikið gert úr mun á verðbólguspám BRETLAND, AP David Davis, sem talinn er standa best að vígi í upp- rennandi leiðtogakjöri í breska Íhaldsflokknum, reyndi að særa upp anda Winstons Churchill í ræðu sinni á flokksþingi flokks- ins í Blackpool í Englandi í gær, í því skyni að vinna atkvæði flokks- systkina sinna. En mörgum flokksþingsfulltrú- um þótti ekki mikið til ræðunn- ar koma í samanburði við ræður keppinauta hans og þykir því ekk- ert lengur gefið um niðurstöðu leiðtogakjörsins. „Hann rembdist svo mikið við að reyna að gera áheyrendur snortna. Mér þótti lítið til koma,“ hefur AP eftir Esme Clark, óbreyttum þing- fulltrúa sem ekki hefur enn gert upp hug sinn í leiðtogakjörinu. „Það var draumur Churchills um Bretland þar sem „eru mörk sem enginn maður má falla niður fyrir en engin mörk sem maður getur risið upp í“ sem dró mig inn í stjórnmál. Og þessi draumur veitir mér enn innblástur,“ sagði Davis. Í ræðunni talaði hann ann- ars fyrir gömlum íhaldsgildum eins og lágum sköttum, frjálsum markaði og hörku í löggæslu. Fimm þingmenn flokks- ins sækjast eftir að taka við af Michael Howard, sem boðaði afsögn eftir að flokkurinn tapaði þriðju þingkosningunum í röð í vor sem leið. Stuðningsmenn Davis sögðu ræðu hans hafa verið „fagmann- lega“ og „trausta“. En mörgum öðrum þingfulltrúum fannst ræðan tyrfin og flutningur henn- ar óspennandi. Keppinautum Davis sem fluttu ræður sínar á þriðjudag, Kenneth Clarke og David Cameron, þótti takast miklu betur upp. Hjá veð- möngurum lækkuðu líkurnar á sigri Davis talsvert eftir að hann flutti ræðu sína í gær. Alls hafa 66 af 196 þingmönnum Íhaldsflokksins lýst stuðningi við Davis, en þar með er næsta víst að hann verði annar af þeim tveimur frambjóðendum í leiðtogakjör- inu sem allir skráðir flokksmenn munu loks kjósa á milli, eftir að hinir verða slegnir út í útsláttar- atkvæðagreiðslum í þingflokkn- um á næstu vikum. Úrslitin verða kunngjörð 6. desember. audunn@frettabladid.is Davis náði ekki að hrífa flokksmenn Keppinautarnir um leiðtogastól breska Íhalds-flokksins bítast nú um stuðning flokksmanna á flokksþingi í Blackpool. David Davis talaði í gær. HALLDÓR ÁSGRÍMSSONFORSÆTISRÁÐHERRA Segir að of mikið hafi verið gert úr þeim mun sem verið hafi á verðbólguspám. 1 Af hvaða gerð er stærsta flugvél heims? 2 Til hvaða verðlauna er Arnaldur Indriðason tilnefndur? 3 Hver er formaður alþjóðablaða-mannasamtakanna IFJ? VEISTU SVARIÐ? SVÖRIN ERU Á BLS. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.