Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 29

Fréttablaðið - 06.10.2005, Síða 29
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL Unnur María Bergsveinsdóttir í Brúðar- bandinu notar sleifar til ýmissa hluta. „Uppáhaldseldhúsáhaldið mitt er sleif,“ segir Unnur María Bergsveinsdóttir í Brúðarbandinu. „Það er hægt að gera allt með sleif. Það er hægt að nota hana til þess að hræra í pottunum og það er líka hægt að borða með henni. Svo er hægt að nota hana til þess að ógna kærastanum ef hann hagar sér ekki vel.“ Unnur María segist nota sleif mjög mik- ið. Hún segist reyndar eiga margar sleifar sem allar komi sér vel og að engin þeirra sé í meira uppáhaldi en önnur. „Ég nota allar sleifarnar mínar mjög mikið,“ segir hún. Það er hægt að gera nær allt með sleif Unnur María með allar sleifarnar sínar. Ég held að himna- ríki sé staður þar sem maður borðar ís og hlustar á trompetta. KRÍLIN MARGT NÝSTÁRLEGT BER FYRIR AUGU Á SÝNINGU DAN- MARKS DESIGN SKOLE Í BELLA CENTER Í KAUPMANNAHÖFN. Um þessar mundir stendur yfir sýning nemenda í Danmarks Design Skole og er hún haldin í sýningarhöllinni Bella Center í Kaupmannahöfn. Eins og gefur að skilja hafa þessir ungu hönnuðir margir hverjir komið fram á sjónarsviðið með óvenjuleg húsgögn, svo ekki sé meira sagt. Sem dæmi má nefna þetta frábæra eldhús- borð sem fer ekki hefðbundnar leiðir hvað lag á borðplötu viðkemur. Sagt er að markmið margra hönnunarnemanna sé að hanna húsgögn sem eru ekki eins og húsgögnin sem foreldrar þeirra keyptu. Þetta frumlega borð er hannað af Kristian von Hornsleth. Nú er bara að vita hvort borðið verði komið í framleiðslu og á markað áður en langt um líður. Áreiðanlega gætu margir hugsað sér svona óvenjulegt borð í eldhúsið. Óvenjulegt eldhúsborð Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.51 13.16 18.39 Akureyri 7.38 13.00 18.21 Góðan dag Í dag er fimmtudagur 6. októ- ber, 278. dagur ársins 2005. Þetta frumlega borð er hannað af Kristian von Hornsleth. SMÁAUGLÝSINGAR Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar SMÁAUGLÝSINGAR SÍMI: 550 5000 ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Handbók fyrir skólamötu- neyti var að koma út hjá Lýðheilsustöð. Handbókin inniheldur leiðbeiningar fyrir starfsfólk mötuneyta um matseðlagerð, mat- reiðslu, hollustu, hreinlæti og innkaup. Listmunauppboð verður haldið í Súlnasalnum á Hótel Sögu sunnudaginn 9. októ- ber. Verkin sem bjóða á upp verða til sýnis í Gallerí Fold á Rauðarárstíg frá föstudeg- inum 7. október og fram að uppboðinu. Kringlukast hefst 13. október og stendur til 16. október. Verslanir í Kringlunni bjóða upp á vörur á 20-50% af- slætti. Alþjóðlegi geðheil- brigðisdagurinn er næstkomandi mánudag og af því tilefni verður margt á döfinni næstkomandi laugardag. Þema dagsins er Andleg og líkamleg heilsa yfir æviskeiðið. Meðal þess sem verður á dagskrá er Geðhlaup og Geðsund í Nauthólsvík klukkan 11, gengið verður aft- ur á bak niður Laugaveginn og síðan verður hátíðadag- skrá í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nánari upplýsingar má finna á vef landlæknisembættisins www.landlaeknir.is. Samtök um líknandi með- ferð á Íslandi standa fyrir opnu húsi á fjórðu hæð í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð laugardaginn 8. október milli klukkan 13 og 15. Þar kynna líknarþjónusturnar á höfuðborgarsvæðinu starfsemi sína og heilbrigðisstarfs- menn verða á staðn- um reiðubúnir að svara spurningum gesta. heimili@fretta- bladid.is LIGGUR Í LOFTINU [ TÍSKA - HEIMILI - HEILSA ] GARDÍNUR Spennandi möguleikar BLS. 2 BRJÓSTAKRABBA- MEIN Von í baráttunni BLS. 3 PARÍS Sumartískan 2006 BLS. 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.