Tíminn - 28.09.1975, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Sunnudagur 28. september 1975
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN:
DEILDARHJtJKRUNARKONA,
HJCKRUNARKONUR,
SJCKRALIÐAR óskast til starfa á
nýja sjúkradeild Landspitalans
fyrir framhaldsdvalarsjúklinga á
Hátúni 10.
Deildin mun væntanlega taka til
starfa i október n.k. Umsóknum
ber að skila til skrifstofu rikis-
spitalanna fyrir 15. október n.k.
Upplýsingar veitir forstöðukonan,
simi 24160.
DEILDARHJOKRUNARKONA
óskast á nýja vökudeild kven-
lækningadeildar Landspitalans.
Umsóknum ber að skila til skrif-
stofu rikisspitalanna fyrir 15. okt.
n.k. Nánari upplýsingar veitir for-
stöðukonan, simi 24060.
VÍFILSSTAÐ ASPÍTALI:
SJúKRALIÐAR óskast til starfa
nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir forstöðukonan,
simi 42800.
LANDSPÍTALINN:
FÓSTRA óskast til starfa á
Geðdeild Barnaspitala Hringsins
nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir yfirhjúkrunar-
kona Geðdeildarinnar, simi 84611
milli kl. 12 og 14 næstu daga.
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA
EIRIKSGÖTU 5.SÍM111765
Auglýsitf i Timanum
Nýja slldarbræöslan á NeskaupstaO þýtur nú upp, og þakift verður sett á I næstu viku. Til
hægri er svartollutankur, súlurnar, sem halda eiga þakinu uppi sjást greinilega, svo og þau
tæki, sem þegar erbúiðaftkoma fyrir. Vilhjálmur Guðmundsson tók myndina nýlega.
FRAMKVÆMDIR VIÐ NÝJU
BRÆÐSLUNA Á NESKAUP-
STAÐ í FULLUM GANGI
bébé-Rvík — Bygging nýju síldar-
bræösiunnar á Neskaupsstað
gengur mjög vel, og sagði Ólafur
Gunnarsson framkvæmdarstjóri i
gær, að búizt væri vift aft byrjaft
yrfti að sctja þakiö á i næstu viku.
Ilúsift er byggt úr strengja-
steypubitum og einingum og
súlurnar, sem halda þakinu uppi,
cru tilbúnar. Þakið sjálft er úr
stengjasteypuplötum.
Hráefnistankar sem eru við
gömlu bræðsluna, verða senni-
lega fluttir i næstu viku á nýja
staðinn. Ólafur sagði, að vonast
væri til að bræðslan yrði tilbuin til
notkunar fyrir næstu loðnuvertið,
en það færi algjörlega eftir veðri.
Á meðfylgjandi mynd, sem
Vilhjálmur Guðmundsson tók ný-
lega, sést svartoliutankur til
hægri, súlurnar, sem halda eiga
þakinu uppi, eru sýnilegar fyrir
framan tækin, sem þegar er búið
að koma fyrir i bræðslunni, en
það eru þurrkarar, pressur,
sjóðarar og katlar.
Þá er einnig verið að byggja
tvo þrjú þúsund tonna lýsisgeyma
vift verksmiðjuna, sagði Ólafur
Gunnarsson.
Norræn róðstefna um gerð og
starfrækslu íþróttamannvirkja
NÝLOKIÐ er að Hótel Loftleiðum
norrænni ráðstefnu um gerð og
starfrækslu iþróttamannvirkja.
Var þetta sú niunda i röðinni sinn-
ar tegundar. Þeir, sem sækja
slikar ráðstefnur, eru frá iþrótta-
nefndum eða iþróttamáladeildum
innan ráðuneyta, iþrótta- og úti-
vistardeildum sambanda sveita-
stjórna og nefndum innan i'þrótta-
sambanda, sem annast leiðbein
ingar um gerð iþróttamann-
virkja.
Frá Danmörku komu 4, Finn-
landi 1, Noregi 4 og Sviþjóð 4. Af
íslands hálfu sátu fundinn fulltrú-
ar frá menntamálaráðuneytinu,
Iþróttanefnd rikisins, tþrótta-
kennaraskóla tslands, tþrótta-
sambandi tslands, Ungmennafé-
lagi íslands, Sambandi Isl.
sveitarfélaga, iþróttaráðum
Reykjavikur og Akureyrar.
Til ráðstefnu þessarar bauð
menntamálaráðuneytið en undir-
búning annaðist iþróttanefnd rik-
isins og iþróttafulltrúi rikisins.
Menntamálaráðherra Vilhjálmur
Hjálmarsson setti ráðstefnuna og
fól Þorsteini Einarssyni að
stjóma henni.
Erindi á ráðstefnunni fluttu:
Stefán Kristjánsson, fþróttafull-
trúi Reykjavikur, um íþrótta-
mannvirki i Reykjavik, notkun
þeirra og þróun iþróttamála
borgarinnar. Guðmundur
Halldórsson, verkfræðingur, um
hitun og hreinsun sundlaugar-
vatns. Gunnar Björnsson, efna-
verkfræðingur, um notkun bróms
til dauðhreinsunar sundlaugar-
vatns.
Sænskur verkfræðingur, Tor-
sten Wikenstahl gerði grein fyrir
framförum i notkun gerviefna i
gólf Iþróttahúsa og á brautir og
velli iþróttaleikvanga. Forstöðu-
maður skrifstofu iþrótta- og
æskulýðsmála menntamálaráðu-
neytis Noregs Magnús Nilsen,
flutti erindi um árangur þann og
niðurstöður sem fengizt hafa i
Noregi af rannsóknum um stöðu
Iþrótta i norsku þjóöfélagi. Full-
trúar hinna Norðurlandanna
skýrðu frá hliðstæðum athugun-
um innan sinna þjóða.
Torsten Sundström, borgar-
stjóri i Stokkhólmi, hafði fram-
sögu um tengsl Norðurlanda á
sviði starfrækslu og gerðar
Iþróttamannvirkja við alþjóðleg-
ar stofnanir um þau mál og áhrif
sáttmála Evrópuráðsins ujm al-
mannaíþróttir á slikar fram-
kvæmdir.
Norskur verkfræðingur Egil
Aderesen skýrði frá reynslu
Norðmanna af að breiða plastá-
breiður yfir grasvelli án þess að
grassvörður njóti upphitunar frá
hitaleiðslum.
Margar gagnkvæmar upplýs-
ingar voru veittar um ýmsa þætti
I gerð iþróttamannvirkja. Þá
voru rædd áhrif sáttmála
Evrópuráðsins um almanna-
Iþróttir á framkvæmdir þjóðanna
að gerð iþróttamannvirkja. Einn-
ig afstöðu Norðurlanda til vænt-
anlegrar iþróttamálanefndar
Evrópuráðsins og upplýsinga-
stofnunar hennar i Brussel.
Vegna lausnar á ýmsum framtið-
arverkefnum þessa norræna
samstarfs um gerð og starfrækslu
Iþróttamannvirkja, samþykkti
ráðstefnan eftirfarandi yfirlýs-
ingu.
„Ráðstefnan leggur áherzlu á
gildi sáttmála Evrópu um al-
mannaiþróttir, sem ráðherrar
aðildarþjóða Evrópuráðsins, sem
annast iþróttamál samþykktu i
marz 1975 i Brússel. Nái sáttmáli
þessiað verða samþykktur af við-
komandi stjórnvöldum Evrópu-
ráðsins i framhaldi af samþykkt
ráðherrafundarins, hvetur hann
aðildarrikin til þess að virða
meginreglur sáttmálans að
iþróttamálefnum og mun þvi hafa
mikil áhrif á framgang iþrótta-
mála aðildarrikjanna. Ennfrem-
ur lýsir ráðstefnan yfir þvi hvað
viðkemur hinni norrænu sam-
vinnu, að hún verði að tengjast
störfum Norðurlandaráðs þannig
að samvipna á sviði iþrótta verði
eins eðlileg og önnur samvinna á
sviði menningarmála eða ann-
arra þátta samvinnunnar. Þaðer
álit ráðstefnunnar, að innan
hverrar þjóðar sé samvinnan i
höndum nefnda, sem myndaðar
eru af þeim opinberu aðilum sem
eiga og hafa ábyrgð á starfrækslu
Iþróttamannvirkja og þeim rikis-
stjórnarlegu aðilum sem annast
fjármálalegan stuðning við
iþróttamálefni og einnig annarra
stjómvaldslegra stofnana, sem
við kemur framvindu þessara
mála. Ráðstefnan lætur i ljósi þá
ósk, að mörkuð verði stefna að
fastri samvinnu og hún lögð fram
á næstu ráðstefnu 1976.
1 sambandi við ráðstefnuna
voru farnar skoðunarferðir um
Reykjavik og nágrenni. Danir
tóku að sér að annast næstu ráð-
stefnu.
Rafsuðu
TÆKI
fyrir
SUÐUVÍR
nýkomin.— Innbyggt öryggi handhæg
fyrir yfirhitun. Rafsuðu- oa aJö,.
hjálmar og tangir nýkomið. a y
ARAAULA 7 - SIMI 84450