Tíminn - 28.09.1975, Síða 5
Sunnudagur 28. september 1975
TÍMINN
5
FANGELSISVIST FYRIR
SMYGL Á
GETNAÐARVÖRNUMI
Skammt frá borginni Kalinin i
Sovétrikjunum er snákagarður
einn mikill. Hann litur ekki út
fyrir að vera hættulegur, að
minnsta kosti ekki I augum
þeirra, sem ekki þekkja til. En
þvi er þó þannigvarið, að i þess-
um snákagarði eru stórhættuleg
dýr i búrunum sinum, sem útbúin
eru á sem nákvæmastan hátt,
sem eftirliking að hinum raun-
verulegu heimkynnum snákanna.
Snákarnir sem þarna eru, eru
m.a. upprunnir i mið-Sovétrikj-
unum, og eitrið úr þeim er sér-
lega dýrmætt, þvi það er notað i
margvislegustu lyfjagerð, þótt
undarlegt megi virðast. Snáka-
eitrið er notað i lyf, sem beitt er
við alls konar taugasjúkdóma
og liðasjúkdóma , og einnig til
þess að lækna vöðvabólgur og
fleira álika. Það er þvi ekki nein
★
tilviljun,að snákur, sem haldið er
yfir skál, sé aldagamalt tákn
lyfjafræðinnar. t snákagarði
þeim, sem hér ræðir, eru aöeins
framleidd um 500 grömm af
þurru eitrinu, en þetta er þó svo
dýrmætt, að ekki er hægt aö gera
sér grein fyrir þvi, þegar litið er
á þyngd eitursins eina. Litli
drengurinn, sem hér heldur á
einni eiturslöngunni heitir Boris
Gindin. Hann er sonur eins af
starfsmönnunum snákagarðs -
ins og hefur mikinn áhuga á að
feta i fótspor föður sins i framtið-
inni, og ekki er óliklegt, að ósk
hans eigi eftir að rætast, þvi að
hann fer kunnáttumannshöndum
um slönguna, eftir þvi sem bezt
verður seð. Á hinni myndinni er
svo iðandi snákabreiða. Þriðja
myndin er af merki lyfsalans,
eins og það hefur verið um alda-
raðir.
★
ipu. Stjórnin greiðir hverri giftri
konu 75 dollara á mánuði I kaup,
og þegar hún eignast sitt fyrsta
barn fær hún 60 dollara i viðbót
á mánaðarkaup sitt. Við annað
barn hækka laun hennar um 45
dollara á mánuði, og við hið
þriðja um 35 dollara á mánuði.
Boðskapur stjórnarinnr er sem
sagt: Fleiri börn! — Og vei
þeim, sem leyfir sér aö upplýsa
konurnar um getnaðarvarnir,
eöa kenna þeim að nota þær.
Eins og áður getur er innflutn-
ingur getnaðarvarna stranglega
bannaður, og ströng refsiákvæði
um smygl á þeim.
Dýrmæt grömm
af sndkaeitri
Sérhver sá, sem væri gripinn i
Saudi-Arabiu fyrir að flytja inn i
landiö getnaðarvarnir, yrði um-
sv'ifalaust dæmdur i minnst sex
mánaða fangelsisvist. — Þannig
segir i nýjum lögum, sem sett
voru fyrir stuttu I Saudi-Arabiu.
Þar I landi — þvert á móti þvi
sem er I nálægum löndum þar
um slóðir. — hvetja stjórnvöld
fólk til barneigna. Ástæöan er
sú, að Saudi Arabia hefur aðeins
4 milljónir ibúa, en er stórt og
rikt land, svo að sérfræðingar
stjórnarinnar segja, að skortur
sé á mannafla sem til þarf, svo
aö hægt sé að gera ýmsar nauð-
synlegar framkvæmdir I land-
Fallegasti knapi
Þýzkalands
Hin 29ára gamla Susanne Santes-
son er sögð vera fallegasti knap-
inn i öllu Þýzkalandi, og ef til vill
þótt viðar væri leitað. Hún er
einnig sérlega miklum hæfileik-
um gædd til þess að annast um og
temja hesta, að þvi er allir segja.
Hún hefur tekið þátt i ótalmörg-
um kappreiðum, og staðið sig
með mestu prýði. Annars ætti
engum að þykja merkilegt, að
kona geti setið hest skammlaust,
þótt frægir hestamenn hafi látið
hafa eftir sér ummæli eins og:
Sumir hestar eru svo góðir, að
þeir geta komizt i úrslit og unniö,
jafnvel þótt kona sitji i hnakkn-
um. En Susanne lætur engin slik
ummæli á sig fá, hún hefur sýnt
það, að hún er eins fær sem knapi
og hvaða karlmaður sem er.