Tíminn - 28.09.1975, Síða 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 28. september 1975
verib allt Fljótshverfi, en þá
hefurgróið land þar verið miklu
stærra en nú.
Athugasemd: Skrautlega hús-
ið að Suðurgötu 4 á horni Tún-
Vigfús Sigurgeirsson ljós-
myndari hefur léð mér i þáttinn
mynd af „Búðinni” gömlu á
Raufarhöfn og umhverfi hennar
1954, eða um það bil.
1 Árbók ferðafélagsins 1965
segir Gisli Guðmundsson svo:
,,A Raufarhöfn byggðu danskir
kaupmenn stórt verzlunar- og
ibúðarhús úr timbri árið 1835.
Þetta var Búðin, sem svo var
nefnd. Húnbrann 1956. Aður var
þarna aðeins bóndabær. Búðina
smiðaði Þorsteinn Danielsson á
Skipalóni við Eyjafjörð og
sveinar hans — og var hún á
lokadegi, eftir 121 ár, með öllum
sömu ummerkjum og þá er þeir
skildu við hana, er ytra borðið
vonum nokkuð hrörlegt orðið.
Gránufélagið keypti Búðina af
Dönum 1873 og rak þar verzlun
til 1896. 1 60 ár var þarna eina
fasta verzlunin milli Húsavikur
og Vopnafjarðar. Sveinn og Jón
Einarssynir frá Hraunum i
Fljótum keyptu hana af Gránu-
félaginu og ráku i 50-60 ár verzl-
un og útgerð á Raufarhöfn undir
nafninu Bræðurnir Einarsson.
Þeir hófu fyrstir Islendinga að
veiða sild i herpinót við Norður-
land upp úr aldamótunum.”
BUðin hefur verið myndarlegt
hús, tjörguð svört upprunalega,
eins og mörg hús frá þeim tima.
Máttarviðir úr ilmandi rauða-
viöi, en ófúnir þegar hún brann
121 árs gömul.
önnur mynd frá Vigfúsi er tek
in undir Spákonufelli um 1939.
Þá hefur enn verið vel hýst að
Spákonufelli að gömlum hætti.
En nú er Spákonufell i eyði,
bærinn rifinn fyrir 30-40 árum
að sögn, og jörðin lögð að mestu
til Höfðakaupstaðar ásamt fleiri
býlum.
Spákonufell er fornfrægur
kirkjustaður, en nú stendur
kirkjan á Bergi i Höfðakaup-
stað. Fyrrum þótti Spákonufell
einhver hin mesta jörð i öllu
byggðarlaginu. A siðari hluta
10. aldar bjó þar Þórdis
spákona, sem kemur við sögu i
Vatnsdælu, Heiðarvigasögu o.fl.
fomsögum. Þórdis þótti fram-
sýn og stórrar gerðar, ráðrik i
héraði svo hún vildi þar mestu
ráða norðan af Skagató og inn
að Laxá i Refasveit, segir þjóð-
sagan. Virtist hún hafa átt allan
reka á þessu svæði og gaf ýms-
um kirkjum eftir sinn dag. —
Spákonuarfur kallast slik itök.
Gersemar Þórdisar áttu að
vera i klettaborginni ofan viö
bæinn, en ekki auðgert að ná
þeim.
Þriðja mynd Vigfúsar, sem
hér er birt, mun vera af gamla
bænum að Núpum i Fljótshvérfi
um 1952. Nýi bærinn stendur
austar og framar á túninu. Er
bæjarstæði að Núpum eitt hið
fegursta á landinu. Hefur
Gnúpa-Bárður kunnað vel að
velja sér bæjarstæði. Hann nam
fyrsta Bárðardal allan og bjó að
Lundarbrekku um hrið. Þá
markaði hann af veðrum, að
betri lönd mundu fyrir sunnan
heiði, og vor eitt gerði hann
kjálk verju kykvendi og lét
hvert draga sitt fóður og
fjárhlut. Hann fór Vonarskarö,
þar er siðan heitir Bárðargata.
Vestan i Núpnum eru háir
hamrar og i þeim hellirinn
Gapi. Átti Bárður að hafa geymt
þar smiðatól sin. Klifrað hefur
verið i hellinn, en ekkert fannst
þar, Landnám Bárðar hefur
Núpur 1952
götu, sem birt var mynd af i 89.
þætti, lét Halldór Jónsson
bankagjaldkeri byggja árið
1906. Jóhannes bæjarfógeti
keypti það mörgum árum siðar.
Undir spákonufelli 1939
„Búðin” á Raufárhöfn 1954
^ .............—■■■—
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga 91
<.... >