Tíminn - 28.09.1975, Síða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 28. september 1975
— Mér finnst það per-
sónulega langstærsta
vandamál okkar hve
litinn tima við höfum
fyrir börnin. Við verðum
að vinna úti, höfum lika
mikið að gera á
heimilinu og venjulega
erum við alveg út-
keyrðar. Þetta er algilt
vandamál hjá
einstæðum mæðrum,
að ég held. Börn þurfa
misjafnlega mikla
umhyggju, og þau, sem
þarfnast mikillar and-
legrar umönnunar fá
hana ekki i nægilega
miklum mæli hjá
einstæðu foreldri, sem
verður að vinna úti.
Þetta hlýtur að koma
öðru visi út hjá hjónum,
þau eru þó alla vega tvö
um störfin.
Þetta eru orð Huldu Björns-
dóttur, einstæðrar fjögurra barna
móöur í Breiðholti. Hún tók þá
ákvörðun að finna einhver ráð til
að sjá sér og börnum sinum far-
borða án þess að þurfa að vera
mestan hluta dagsins fjarri
heimilinu og vinnur nú heima við
vélritun. Um helgar vinnur hún
reyndar á kvöldin við afgreiðslu á
vinveitingastað til að drýgja
tekjurnar, en þarf ekki að fara til
þeirrar vinnu fyrr en svo seint að
börnin eru komin i ró og dætur
hennar Svava og Berglind gæta
yngsta barnsins Ragnars, sem er
eins ár. Elzti bróðirinn Anton tólf
ára er i sveit.
— Heimavinnu er afskaplega
erfitt að fá, — sagði Hulda i
viðtali viö Timann — það er eins
og að leita að nál i heystakk. Jú,
konur geta prjónað lopapeysur
eöa saumað handklæði, en það
borgar sig ekki, kaupið er svo
lágt.
Ég er ein af þessum heppnu
sem hafa góða heimavinnu. En
það tók mig ár að fá eitthvað að
gera að ráði Ég byrjaði með litla
vél, rafmagnsvél að visu, en
seinna fékk ég mér kúluvél, og ég
held að viðskiptavinir leiti frekar
til min af þvi að þeir vita að ég er
með góða vél.
En yfirleitt verða konur að
vinna úti, hvort sem þær vilja eða
ekki. Einstæð móðir með þrjú
börn fær 40.146kr. úr tryggingun-
um og af þeirri upphæð einni
saman getur hún ekki lifað. Hún
getur fengið pláss fyrir börnin á
dagheimilum og greiðir þá riki og
bær niður 60’ dvalarkostnaðar
barnanna, nú 13.500 fyrir hvert
barn, samtals 40.500 kr. Fengi
móöirin sjálf 40.500 kr. til viðbót-
ar tryggingabótum og meölagi
gæti hún hins vegar séð
fjölskyldunni farborða án þess að
fara út að vinna. A fundi hjá
einstæðum foreldrum var for-
svarsmaður Félagsmálastofn.
Reykjavikurborgar spurður
hvort þetta væri ekki mögulegt,
en þvi var algerlega visað á bug.
Þetta er sennilega hugsað þannig
aö dagheimilunum þurfi þeir að
halda gangandi hvort sem er, það
verði þvivtiðbótarútgjöld að borga
konum fyrir að vera heima. En ég
er ekki viss um, að það yrði svo
gifurlegur kostnaður, þvi margar
konur vilja vinna úti, jafnvel þótt
þær eigi mörg ung börn. Eins og
er eigum við ekkert val, við
verðum aö fara út aö vinna. Mér
finnst að einstæðar mæður, sem
eiga þrjú börn eða fleiri þyrftu aö
geta valið um hvort þær eru
heima eða vinna úti, og það
veröur ekki gert nema með
einhvers konar kauptryggingu og
sennilega yrði tryggingakerfið að
koma þama inn i.
Félagsmálastofnunin
vill hafa s-it.t á hreinu, en
þegar skjólstæðingurinn
á i hlut er ekki talin
ástæða til að hafa málin
á hreinu
Svo er annað mál, að konur
sem hafa e.t.v. gifzt ungar og
f velferðarþjóð■
félaginu mega
einstæðar
mæður ekki
veikjast því að
þá blasir
sulturinn við
Rætt við einstæða fjögurra barna
móður í Reykjavík
Hulda Björnsdóttir og börn hennar, Svava, Berglind og Ragnar. TimamyndirRóbert
skilið kannski eftir tiu ár, standa
oft ekki vel að vigi á atvinnu-
markaðinum. Sumar hverjar
hafa aðeins gagnfræðapróf eða
minni menntun og enga starfs-
reynslu. Þessar konur fá aðeins
verst launuðu störfin i
þjóðfélaginu. Jafnvel þótt
einstæðar mæður vinni Uti þá er
fjárhagurinn þvi þröngur i mörg-
um tilfellum. Meölag frá föðurn-
um er nú 8.259 kr. og á væntan-
lega að svara til helmings þess
sem kostar aö fæða og klæöa
bam. En ég er hrædd um að
kostnaöur við framfærslu barns
sémeiri en 16.500 kr. á mánuöi nú
til dags.
Sjálf vann Hulda á skrifstofu i
nokkur ár. Siðan lagði hún stund á
danskennaranám hjá Heið
ari Astvaldssini og kenndi
einnig lika dans. í byrjun
hélt hUn að danskennarastarfið
samræmdist nokkuð vel skyldum
hennar á heimilinu. Svo reyndist
þó ekki. Þegar fram i sótti þurfti
hUn venjulega að vera megnið af
deginum og langt fram á kvöld
við danskennslu og starfinu
fylgdu ferðaliög til staða hér i ná-
grenninu.
— Ég þurfti sifellt að fá barn-
fóstmr, og þeim er ekki hægt að
treysta til að hafa börnin langtim
um saman. Fulloronar konur fást
tæpast til slikra starfa.
—En þá fyrst vandast nU málið ef
einstæðar mæður geta af ein-
hverjum ástæðum ekki unnið. Þá
er eina leiðin að leita til Félags-
málastofnunarinnar. Þessi leið
halda margir að sé svo auðveld,
ogfjölyrða svo um allar bætumar
og styrkina, sem konur i þessari
aðstöðu hafa. Þegar komið er til
Félagsmálastofnunarinnar er
konan látin reRja alla sina ævi-
sögu. Hún er alltaf velkomin að
koma og tala víð félagsráðgjafa
eða félagsmálafulltrúa. Þetta er
sjálfsagt ágætt fyrir þá er eiga
enga vini. En ég vil persónulega
heldur tala við vinkonu mina mér
til sáluhjálpar. Ef einhver aðstoð
kemur frá Félagsmálastofnunni,
þegar konur geta ekki unnið, þá
kemur hún yfirleitt alltof seint.
Þá er búið að brjóta konumar
svo mikið niður með öllum þess-
um viðtölum og eilifu spurning-
um.
SU fjárhagslega aðstoð sem
fæst hjá Félagsmálastofnuninni,
ef hUn þá fæst, er ekki mikil. Yfir-
leitt er reynt að Utvega konunum
húsnæði, t.d. með þvi að lána
peninga upp i fyrirframgreiðslu.
Þessi viðskipti finnst mér lýsa
dálitið vel sjónarmiðum fólksins
hjá Félagsmálastofnuninni gagn-
vart okkur skjólstæðingum
þeirra. Félagsráðgjafinn leggur
málið fyrir fund, hvort eigi
að veita umrætt lán. Sé það
samþykkt getur konan ekki
fengið lánið greitt fyrr en hún hef-
ur skrifað undir yfirlýsingu um að
halda megi eftir tryggingabdtum
hennar þangað til lánið er að fullu
greitt. Þegar kona hefur hins veg-
ar staðið i skilum við stofnunina
og greitt sinar skuldir er engin
kvittun gefin og augsýnilega ekki
ætlazt til þess að farið sé fram á
Mérfinnst þetta sýna mikla fyrir-
litningu á okkur. Félagsmála-
stofnunin vill hafa allt sitt á
hreinu, en þegar skjólstæðingar
hennar eiga i hlut engin ástæða
til að hafa allt á hreinu.
Hjálpin þarf að koma
strax, en ekki þegar búið
er að brjóta mæðurnar
niður
Það er sjálfsagt rikt i huga
manns að það sé auðmýkjandi að
leita til bæjarfélagsins um hjálp.
Og mér virðist sem félagsmála-
fulltrúarnir kalli þessa tilfinningu
frekar fram. Það er kannski
þeirra aðferð til að reyna aö fá
fólkið til að hjálpa sér sjálft. En
kona, sem á von á barni eða er
nýbúin að eiga barn og er einstæö
getur þurft á hjálp að halda um
skamman tima. Og sú hjálp þarf
að koma strax.
— Ég tel mig vera frekar
harðgerða, en eftir tiu viðtöl hjá
Félagsmálastofnuninni lá við að
búið væri aö brjóta niður allt mitt
þrek, sagði Hulda Björnsdóttir.
Erfiðasti timi sem hún hefur
lifaövar áður en hún átti yngsta
bamið, Ragnar, sem nú er eins
árs og fyrstu þrir mánuðirnir á
eftir. Siðustu tvo mánuðina fyrir
fæðinguna gekk hún við staf
vegna þess að fóstrið þrýsti á