Tíminn - 28.09.1975, Qupperneq 19
TÍMINN
19
ftgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500
— afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i
lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaöaprent b.f:
AAótmæli úr Bolungavík
Það er alkunna, að á siðum skattskránna geta
staðið tölur, sem koma fólki á óvænt. Litill vandi
er að finna þar dæmi þess, að þeir, sem ekki hafa
nema málungi matar, til dæmis ekkjur, sem lifa
af handafla sinum einum, og eiga jafnvel fyrir ó-
mögum að sjá, beri jafnhá gjöld eða hærri en
mektarmenn samfélagsins, er enginn sér merki
til, að vant sé fémuna. Flest ár fylgir svo i kjölfar
skattskránna, að einhver blöð birta nöfn manna,
sem þau telja með ólikindum, hve litlu eiga út að
svara. Eftir stuttan tima hefur svo þrasið lognazt
út af, unz ný skattskrá kemur til sögunnar.
Nú hefur það gerzt, að allfjölmennur hópur
skattþegna i einum af kaupstöðum landsins hefur
sent hlutaðeigandi skattstjóra skjal, þar sem
mótmælt er þvi misræmi, sem talið er vera á
sköttum fólks, sem býr hlið við hlið, eftir stétt og
stöðu i samfélaginu.
Hér er ekki verið að bera mönnum á brýn mis-
ferli i framtali, heldur er mótmælunum stefnt
gegn hinu, að svo margar dyr standi opnar fyrir
sumar þjóðfélagsstéttir til þess að komast hjá al-
mennum gjöldum, ef þær kunna og vilja hagnýta
sér það, að ekki sé við unandi f yrir hina.
Tólfunum kastar, þegar velmegandi mönnum,
sem notað hafa sér til þrautar heimildir i skatta-
lögum til þess að þrýsta niður skattskyldum tekj-
um sinum, er beinlinis ætlað tillag úr rikissjóði,
likt og örbjarga væru.
Það er að sjálfsögðu fólk úr launastéttum, sem
að þessum mótmælum stendur. Með þeim hefur
gamall urgur haslað sér nýjan völl, þar sem nú
kemur til kasta embættiskerfisins að fjalla um
þetta mál. Er ekki ósennilegt, að i kjölfarið muni
koma allmiklar umræður og annars háttar en
áður, þegar við það var látið sitja að lagða ein-
staka menn, sem alþjóð kannaðist við.
Fólk í réttum
í margar aldir hafa göngur og réttir verið til-
hlökkunarefni á Islandi, enda þótt oft fylgdi vos-
búð og stundum mannhætta. Þrátt fyrir allar
þjóðfélagsbyltingar er svo enn, að margur hlakk-
ar til þessara haustdaga, þegar féð kemur af
fjalli og allir, sem vettlingi valda, flykkjast i rétt-
irnar.
Að visu er réttadagurinn sums staðar ekki
nema svipur hjá sjón siðan til sögu komu girðing-
ar um fjöll og byggðir, sem hamla ferðum sauð-
fjár á þær slóðir, sem það kaus sér áður að
sumarhögum. Bilahaf er lika komið i stað hest-
anna, sem riðið var á i réttirnar, og stórum
minna um rekstra en áður var.
En allt um það er réttardagurinn enn eitt af
sérkennum sveitalifsins og krydd i lifsins graut,
og svo mun verða meðan sauðfjárbúskapur er
stundaður og fé gengur saman i sumarhögum.
Svo mikil itök eiga réttirnar i hugum fólks, að
jafnvel kaupstaðabúar og borgar flykkjast i rétt-
ir, sem sumar hverjar eru ekki stærri i sniðum en
svo, að þær geta varla talizt meira en nafnið
tómt.
Þetta er órækur vitnisburður um það, hvaða
hneigð til samskipta við búfénað blundar i fólki,
þótt ekki hafi það lengur græna grund undir fót-
um. J.H.
ERLENT YFIRLIT
Church gæti orðið
gott forsetaefni
Hann verður mjög í sviðsljósinu næstu vikur
Frank Church
UM ÞESSAR MUNDIR eru
aö hefjast opinberar yfir-
heyrslur hjá undirnefnd, sem
öldungadeild Bandarikjaþings
fól fyrir nokkrum mánuðum
að rannsaka ákærur, er höföu
borizt á hendur bandarisku
leyniþjónustunni, CIA. Nefnd
þessihefur hingað til unnið aö
rannsókn og undirbúningi
málsins i kyrrþey, en er nú að
byrja opinberar yfirheyrslur,
sem mun verða sjónvarpað.
Sennilega verða þessar yfir-
heyrslur, nefndarinnar það
sjónvarpsefni, sem Banda-
rikjamenn munu fylgjast með
af hvað mestum áhuga í ná-
inni framtfð. Ekki sizt mun
formanni nefndarinnar,
Frank Church öldunga-
deildarþingmánni frá Idaho,
verða veitt athygli, en mjög
hefur komið til orða, að hann
geti orðið frambjóðandi demo-
krata i næstu forsetakosning-
um, ef engum þeirra manna,
sem þegar hafa gefið kost á
sér, tekst að ná nægilegu
fylgi, en það þykir ekki liklegt,
eins og sakir standa. Fari svo,
þykir einna sennilegast, aö
flokksþing demokrata velji
einhvern þeirra, sem ekkihafá
tekið þátt i prófkjörunum og
eru þá oftast nefndir þeir
Hubert Humphrey og Frank
Church. Það myndi mjög
styrkja Church, ef hann þætti
standa sig vel i áðurnefndum
yfirheyrslum.
FRANK CHURCH er full-
komlega jafnoki Humphreys
sem ræðumaður, en þeir eru i
hópi snjöllustu ræðumanna
Bandarikjaþings. Church nýt-
ur viðurkenningar fyrir
heiðarleika, og styrkir það aö-
stöðu hans ekki siður en
Humphreys. Hann er vel
menntaður, viðlesinn, vel rit-
fær og þykir drjúgur starfs-
maður. Hann er myndarlegur
i sjón og kemur vel fyrir. Það
hefur hinsvegar hamlað nokk-
uð frama hans, að hann er
fremur hlédrægur og þykir
hafa meiri tilhneigingu til að
fara einn sér en að hafa um sig
stóran hóp áhangenda. Hann
var einna fyrstur þingmanna
til að snúast gegn styrjaldar-
þátttöku Bandarikjam'anna i
Vfetnam, en mætti hinsvegar
nær aldrei á fjöldafundum,
sem voru haldnir um það mál,
enda þótt hann hefði fengið
þar góðan vettvang til að aug-
lýsa mælsku sina. Hann hefur
oft verið nefndur sem hugsan-
legt forsetaefni, en samt
aldrei sýnt þess merki, að
hann hefði hug á forsetaem-
bættinu. Hinsvegar hefur hann
stefnt að þvi að'verða formað-
ur utanrikisnefndar öldunga-
deildarinnar og stendur hann
nú orðið næstur þvi, þegar
Sparkman lætur af þing-
mennsku, sem mun verða
innan tiðar. Þvi er spáð, að
Church myndi um margt likj-
ast Fulbright i þvi starfi.
FRANK FORRESTER
CHURCH fæddist i Boise i Ida-
ho 25. júli 1924, og er þvi rúm-
lega fimmtugur að aldri. Fað-
ir hans rak sportvöruverzlun
og var eldheitur republikani.
Church gekk þó ungur i flokk
demokrata. Hann vann sér
það til frægðar, þegar hann
var sextán ára gamall, að
sigra i mælskukeppni mennta-
skólanema f Bandarikjunum.
Fyrir þetta fékk hann 4000
dollara í verðlaun, og notaði
hann það fé til að hefja nám
ári siðar við háskólann i Stan-
ford. Hann innritaðist i herinn,
þegar hann var átján ára, og
var um nokkurt skeið i banda-
riska hernum i Burma og
Kina. Að lokinni styrjöldinni
hóf hann aftur nám i Stanford
og lauk þvi þar. A þeim árum
kynntisthann konu sinni, Jean
Bethine Clark, en hún er kom-
in af þekktri ætt stjórnmála-
manna i Idaho og þykir fróðari
um stjórnmál en flestar eða
allar aðrar þingmannskonur i
Bandarikjunum, enda manni
slnum mikil stoð og stytta i
stjórnmálastarfi hans. Frá
Stanford fór Church til
Harvard og stundaði nám viö
lagaskólann þar.
Hann varð þar fyrir þvi
áfalli, þá 24ra ára, að fá
skæðan magakrabba, og sagði
læknir hans honum þá, að
hann ætti ekki eftir nema sex
mánuði ólifaða. Hann fór þá til
nýs læknis, sem lagði stund á
geislalækningar, og báru þær
þann árangur, að Church fékk
fullan bata. Hanner nú talinn
vel hraustur og leggur stund á
ýmsar iþróttir. Að loknu námi
I Harvard sneri Church heim
til Idaho. Hann bauð sig fram
til öldungadeildarinnar, þegar
hann var 32 ára gamall, og
náði kosningu og hefur nú set-
ið þar samfleytt i nær 20 ár.
Hann var vngsti maður deild-
arinnar, þegar hann tók sæti
þar. Hann er fimmti yngsti
maðurinn, sem hefur átt sæti i
deildinni frá upphafi.
Church hefur unnið sér það
álit að vera mjög hæfur þing-
maður. Hann hefur jafnan
tilheyrt vinstra armi flokks-
ins.
N StÐAN Church hóf að vinna
að rannsókn á málum CIA,
hefur hann látið ótvirætt i ljós,
að hann væri andvigur ýmsum
starfsháttum stofnunarinnar.
Hann varð fyrstur til að upp-
lýsa, að hún hefði verið með
fyrirætlanir um að láta myrða
erlenda stjórnmálaleiðtoga.
Einnig upplýsti hann fyrstur
manne, að hún hefði rekið
simanjósnir i Bandarikjunum
og látið opna einkabréf.
Church segir, að nauðsynlegt
sé að taka hart á sliku, þvi að
annars gæti bandariskt þjóð-
félag brátt orðið áþekkt riki
Stóra bróður eins og lýst er i
einni sögu George Orwells.
Slikt verði að útiloka. Þess
vegna verði að upplýsa starfs-
hætti CIA til fulls, og setja
siðan strangar reglur til að
koma i veg fyrir að mistökin
endurtaki sig. Church segir,
að einn af kennurum hans i
Harvard hafi varað nemendur
sina við þvi að samlikjast and-
stæöingum sinum, og taka upp
vinnubrögð þeirra. Þaö
heilræði virðist CIA ekki hafa
þekkt. Þ.Þ.
Kissingcr og Church