Tíminn - 28.09.1975, Page 23
TtMJNN
Sunnudagur 28. september 1975
23
llliÍi.j
iiMiii
Jens Urup Jensen
í Norræna húsinu
Um þessar mundir stendur
yfir sýning á verkum danska
málarans Jens Urup Jensen i
Norræna húsinu, en þessi sam-
norræna stofnun hefur starfaö
af óvenju mikiu fjöri á seinustu
misserum. Verður mönnum æ
Ijosari sú skelfilega einangrun
er hér væri á myndlistasviðinu,
ef hússins og hinnar norrænu
samvinnu nyti ekki við.
Jens Urup er fæddur árið 1920
óg býr i Danmörku ásamt konu
sinni Guðrúnu Sigurðardóttur,
sem er islenzk, systir Sigurðar
Sigurðssonar, listmálara.
Þau hjón eru þvi ekki ókunn á
Islandi, en þau unnu m.a.
saman að gerð tveggja gler-
mynda á Sauðarkrókskirkju, en
frúin er ættuð úr Skagafirði.
í Miklabæjarkirkju er svo ein
mynd af Torvaldsen eftir Jens
Urup.
Jens Urup er þekktur málari i
heimalandi sinu en liklega er
hann þó kunnastur fyrir skreyt-
ingar sinar á fjölmörgum kirkj-
um, dönskum og fyrir gler-
myndir og vefnaðarmyndir i
fræg dönsk farþegaskip frá
Sameinaða, en félagið sigldi
hingað lengi á Drottningunni og
Krónprinsi Frederik, en á þetta
er minnt hér, vegna þess aö
þetta fræga útgerðarfélag fær
aðeins útvöldum fagmönnum
verkefni við sin skip.
Jens Urup sýnir um það bil 50
verk á þessari sýningu, 30 oliu-
málverk, en auk þess
serigrafiur, þekjulit og upplim-
ingar.
Kirkjulist sina reynir Jens
Urup að kynna okkur með ljós-
myndum, frumreikningum og
litskyggnum, sem varpað er á
tjald. Auðvitað gefa slik gögn
mjög takmarkaða mynd af
þessum stórbrotnu listaverkum,
hvort heldur um er að ræða
góbelin, eða rúður úr lituðu
gleri, en þær segja okkur þó
tvennt, að hann nýtur trúnaðar
samlanda sinna, sem fólu hon-
um þessi verkefni og hitt að
þarna er sjómaður listamaður á
ferð.
En vikjum nú ögn að myndun-
um sjálfum. Þær spanna ellefu
ára sögu, þær elztu eru frá árinu
1964, þær spegla sumar ýms
vandræði i myndlist sjötta
áratugsins, aðrar eru nýjar og
ilma þekkilega af fernis og
terpentinu.
Jens Urup leikur af fingrum
fram með mildum tónum, án
alls skarkala og harpa hans er
með mörgum strengjum.
Sýning hans er ekki ein og ein
mynd, eins og svo oft heldur
renna þær saman i heild, ein-
hverskonar kyrrlátt fjölelfi.
Þarna eru engar verulega
vondar myndir og engar áber-
andi betri heldur, nema ef no 18
og no 28 gætu talizt vera i sér-
flokki.
Það sem einkum vekur
athygli er að Jens Urup fer fram
i að mála á þessum áratug.
Hann er 55 ára og þvi reynsl-
unni rikari. A þessum áratug
losnar hann úr dapurlegum
fangelsum harðlinumanna
suður i Paris og verður frjáls,
ekki aðeins i viðhorfum, heldur i
úlnliðum og höndunum, en það
er oft leiö til nýs skáldskapar i
myndlist, að þvi er vinur minn
Weissauer hefur tjáð mér.
Það sama er upp á teningnum
I silkiprenti þekjulitum og upp-
limingum. Þessar myndir eru
oft djarfari i litum en olian, en
styrkleiki þeirra er þó eftir sem
áður fólginn i hinum mildu
formum.
1 sýningarskrá segir Ulf Gud-
mundsen okkur að Jens Urup
hafi byrjað myndlistarferil sinn
sem naturahsti, sem siðan hafi
smám saman þokazt yfir i
abstrakt. Skrefið var stigið til
fulls. Samt sem áður virðist
myndlist Jens Urup ekki vera
framandi og hún á að vera
auðskilin hverjum sem er, þvi
hún þjáist ekki af þvi sambands
leysi við fólk, sem framandleg
list gerir svo oft.
Jens Urup er áhugaverður
myndlistarmaöur, sem gaman
væri að kynnast nánar. Það er
þó ýmsum annmörkum háð.
Helztu stórverk hans eru múruð
i kirkjuveggi og altari i kirkjum
og guðshúsum, og fara þvi ekki I
löng ferðalög nema sem herfang
i striði. Við þvi veröur ekki gert
og við þökkum Jens Urup fyrir
komuna, en ég ætla i
Sauðárkrókskirkju i dag.
Blönduósi 24. sept.
Jónas Guðmundsson.
Ráðstefna um hersetu
BH-Reykjavik. — Boðað hefur
verið til ráðstefnu um herstöðva-
mál f félagsheimilinu Stapa i
Njarðvik dagana 11. og 12. nk.
Hún hefst laugardag 11. okt. kl.
12.30.
Fundarboðendur eru 54
andstæðingar hersetu á Islandi.
Fólki viðs vegar um land hefur
þegar verið sent fundarboð, þar
sem fram kemur það markmið
ráðstefnunnar að ræða núverandi
stöðu herstöðvamálsins, tengsl
þess viö önnur sjálfstæðis- og
utanrlkismál og leiðir til aö vinna
gegn þvi að erlend herseta á
Islandi verði varanleg.
Ráðstefnan verður opin öllum
þeim sem aðhyllast þetta
markmið. Þeir*, sem hana vilja
sitja, verða aö láta skrá sig til
þátttöku áður en hún hefst eða i
upphafi hennar og greiða 1500
króna ráðstefnugjald.
Fjögur framsöguerindi verða
flutt á ráöstefnunni. Gils
Guðmundsson talar um hersetu á
Islandi og baráttu gegn henni
(sögulegt yfirlit). Magnús Torfi
Ólafsson fjallar um hersetu á
íslandi i ljósi nýrra viðhorfa á
alþjóðavettvangi. Ólafur Ragnar
Grimsson flytur erindi um áhrif
hersetunnar á islenzkt atvinnu-
og efnahagslif. Fjórða framsögu-
erindið verður álit starfhóps, sem
fyrir ráöstefnuna tekur til
meðferðar efnið: hersetan og
verkefnin framundan.
Fjalað verður um framsögu-
erindin i almennum umræðum og
nefndum.
Ariðandi er að væntanlegir
þátttakendur láti skrá sig sem
fyrst hjá einhverjum i undir-
bUningsnefnd: Einari Braga i
sima 19933, Eliasi Snæland
Jónssyni i sima 12002 og 42612
Gils Guðmundssyni i sima 15225
eða Finni Torfa Hjörleifssyni i
sima 40281.
AUGLÝSIÐ
í TÍAAANUM
Útboð
Tílboð óskast i að gera sökkia og botnplötu
fyrir færeyskt sjómannaheimili i Reykja-
vik
Útboðsgagna má vitja hjá undirrituðum
gegn 10 þús. kr. skilatryggingu.
ARKITEKTASTOFAN S.F.
Ormar Þór Guömundsson og örnólfur Hall
Siðumúla 23 — Reykjavik.
Ljósastilling
Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 17-21.
Athugið ljósastillingu lýkur 31. október
1975.
Geymið auglýsinguna.
SVK
Áhaldahúsi Kópavogs,
Kársnesbraut 68.
in %■- ^ T f.í'-A fr;: - s.P
Skrifstofustarf
Hjá lögreglustjóraembættinu i Reykjavik
er starf skrifstofustúlku laust til
umsóknar.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun
samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og starfsferil sendist embættinu fyrir 10.
október n.k.
Lögreglustjórinn i Reykjavík
23. september 1975.
FORD BRÖNCO
Til sölu
Upplýsingar í síma
2-25-37 f dag milli kl.
13-15 og á morgun kl.
17-19.
Fró Fjölbrauta-
skólanum Breiðholti
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti verður
settur laugardaginn 4. október kl. 14.00 i
húsakynnum skólans við Austurberg.
Nemendur mæti i skólann föstudaginn 3.
október á timanum frá kl.9.00 til 16.00 til
að staðfesta námsbrautir og til viðtals við
kennara skólans og námsráðgjafa.
Skólameistari.
NÖTIÐ
ÍAÐBESTA
rafgeymar
eru
framleiddir
með
mikla
endingu
Nýtt og
smekklegt
útlit
auk þekktra
gæða
HIiOSSH—<
Skipholti 35 - Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
— Æ