Tíminn - 28.09.1975, Page 27

Tíminn - 28.09.1975, Page 27
Sunnudagur 28. september 1975 TÍMINN 27 metrum framar, eða sunnar er efstibærinn, Fossar, sem eru i 32C m hæð yfir sjó. Þar búa gjarnan fjallkóngar á Eyvindarstaðaheið- inni, hver nú mun vara undir vatn, ef orkumálamenn fá að ráða og almennir hagsmunir. Fjárhúsiö (eitt af þeim) á Steinaá i Svartárdal. Það myndi sóma sér vel í hvaða villuhverfi sem væri, hvort heldur það væri á Akranesi, eöa á Brekkunni á Akureyri. Húsið er frá 1956 og gæti verið spánnýtt, og þaö glansaöi í haustsólinni þennan dag. Snyrtimennskan varslík.að hvergi sá rusl og slegin grasflötin náði að veggjum hússins. Aöalsteinn Eiriksson úr Skagafirði og Stefán Sigurðsson Húnavatns sýslu virða fyrir sér stóðið f Stafnsrétt. Stafnsrétt. Stóðrétt Stafnsrétt er ein af fjárflestu skilaréttum á landinu og fara miklár sögur af réttunum þar. Þar var stóðréttá miðvikudag, en fjárrétt á fimmtudag, 24. og 25. september. Þangað er rekið fé Húnvetninga austan Blöndu og fé Skagfirðinga, svo og útigangs- hross, sem ganga á heiðum á sumrum. 2—300 hross voru rekin i réttina og dregin þennan dag. — Það var æði napurt er við Jón Snæbjörnsson ókum fram Svartárdalinn eftir þröngum vegi. Smám saman höfðum við veður af réttunum, menn fóru á hestum inn hliðarnar og drukku af stút sér til hita i kuldanum, þvi hiti hefur naumast verið mikið yfir frostmarki. Hliðar voru hvít- ar, efst. Sveinn frá Elivogum og bækurnar Jónsagðimérá meðan sögur af Húnvetningum og ýmsar sögur Ur bókhaldi, og af bóksölu Sveins frá Elivogum er hann reið út um landiðmeð bókakoffort til þess að koma ljóðum sinum á framfæri. Ýmsir þeir, sem ekki keyptu, fengu visu hjá Sveini, og er hér með bent á leiðir til að örva sölu ljóöabóka á íslandi: Ein var svona, en hún var um barnakennara i Vatnsdal, bækl- aöan mann, sem ekki keypti bókina: „Einn um hálan höktir is hróðra mála pjakkur. Strjálar fóöri fyrir mýs fóta og sálar skakkur”. Svartárdalur er sérstakur heimur. Ekki aðeins landfræði- lega, heldur dulfræðilega. Dalur- inn er barmafullur af þjóðsögu og dul. Þegar komið var innfyrir Stafn voru iðgrænar hliðarnar krökkar af sauðfé, sem rann ofan af brún niður i dalbotninn. Þetta er ólýsanlegt. t réttinni voru hestamenn og hrossabændur að draga hross sin i dilka, sumir vel fullir, aðrir hýrir, en flestir edrú og kaldir. Einn kom sundriðandi upp Ur ánni, eða allt að, þvi og hrossaþefurinn blandaðist sterk- um ilmi af grænum grösum og lyngi. — Hvað verður um þessar skepnur? Að sögn kunnugra, og þar á meðal Aðalsteins Eirikssonar i Villinganesi i Skagafirði sem við hittum þarna að máli voru það um 2—300 hross sem rekin voru i Stafnsrétt þennan dag. Þessi hross eru dregin i dilka og siðan er þeim ekið, eða þau eru rekin til sins heima. Algengt er á þessum slóðum að bændur eigi 40—50 hross, og við spurðum Aðalstein hvaðyrði um þessar skepnur þeg- ar heim kæmi? — Sumum yngri hrossunum er slátrað. Hrossaræktin i HUna- vatnssýslu og I Skagafirði hefur- breytzt. Menn eiga nú færri hross, en verður meira úr afurð hrossa. Þetta eru eftir sem áður úti- gangshross, sem ganga Uti allan veturinn, en þeim er gefið i jarð- bönnum, gefið á gadd. Nokkurhlutifer sem áður sagði til slátrunar, önnur fara i tamn- ingastöðvar, þar sem tamninga- menn temja þau og kenna annan gang og göfugri en tiðkast á sum- ardögum uppi á Eyvindarstaðar- heiði og upp við rætur jökla. Þessi tömdu hross eru seld til Utlanda og fljúga þá i mildari vetur. Enn önnur fá enga tamningu hér heima heldur eru send án frama i gangi og limaburði suður i lönd. Oft er erfitt að vera bóndi, lik- lega er það þó verst i sláturtiðinni og i réttunum. Menn hafa uppi gáska og á suma rennur æði. Aðr- ir gripa til vasapelans og sams- konar augnaráð kemur á menn og skepnur. Visst samhengi er ekki skoðað. Hross Húnvetninga og Skag- firðinga voru mjög glæsileg þenn- an haustdag i Stafnsrétt, og maður þakkar fyrir það að þurfa ekki að láta draga sér neitt. Framsóknarfélag Reykjavíkur efnir til að Hótel Esju miðvikudaginn 1. október kl. 8,30. Frummælandi verður Olafur Jóhannesson viðskipfaráðherra og ræðir um EFNAHAGSMÁLIN OG STJÓRNMÁLA- VIÐHORFIÐ Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir r Nýfi frá Svíþjóð í EDEN- sófaseftið er sófasettið, sem fer alls staðar vel. Þriggja sæta sófi, tveggja sæta sófi og stóll. Vörumarkaðnrinn hf. ARMULA 1A Símar: Matvörudeild 86-111 Húsgagnadeiid 86-112 Heimilistækjadeild 86-112 Vefnaöarvörudeild 86-113 Skrifstofan 86-114 W Vefnaöarvörudeild 86-113 |jp Skrifstofan 86-114

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.