Tíminn - 28.09.1975, Side 28

Tíminn - 28.09.1975, Side 28
28 TÍMINN Sunnudagur 28. september 1975 Konan, sem varð hættulegasti óvinur Bandaríkjanna Ameríkanar létu hjá líða að nota kjarnorkuvopn til að binda endi á Víetnamstríðið ekki sízt af ótta við hefndaraðgerðir Kínverja. Kona, að nafni Chase Hinton, gerði Kínverjum það kleift að ná þeim völdum, sem kjarnorkuvopn gefa. Hún var einu sinni trúlofuð manninum, sem segir sögu hennar hér LÖNGU EFTIR að hún hvarf gat ég enn heyrt rödd hennar og séð bros hennar. Tilfinning- arnar sögðu, að ég elsk- aði hana og þráði hana. Skynsemin sagði, að þessi kona væri hættu- legasta kona i heimi. Hún var há, vel vaxin ogaðlaðandi, en kannski nokkuð hlédræg og virt- ist litið kæra sig um karlmenn. Hún kann að hafa fælt frá marga, sem annars hefðu laðazt að henni, þvi að hún hafði þann óþægilega sið að horfa á mann með stóru bláu augunum sin- um, eins og hún gæti les- ið hugsanir manns. En ég lét Joan Chase Hinton ekki fæla mig frá sér. Ég elskaði hana og vildi giftast henni. U.þ.b. ári eftir að við hittumst fyrst i Washington D.C. bað ég hennar. Hún leit rólega á mig og sagði: Hvers vegna vilt þú giftast mér, Leonard? — Af þvi að ég elska þig. Er það ekki algengasta ástæðan til þess að maður og kona ganga i hjónaband? — Ast? Nefndu það frekar kyn- líf. En ef þú vilt eiga mig að vini, og kynlifið verður bara i kaup- bæti, getur verið að ég segi já. Ég vil bara gifta mig, ef ég kæri mig svo mikið um mann, að ég geti hugsað mér hann sem vin ævi- langt. — Samt sem áður elska ég þig, Joan, sagði ég — og ég held, að mér geti liðið vel með þér það sem eftir er ævinnar, ef þú tekur mér. — Ég veit ekki, hvað framtiðin geymir okkur, Leonard. Mér finnst ég svo ringluð, þvi að ég hef séð svo margt til að hata i Ameriku og svo fátt, sem er þess virði að elska. Ég tók þátt i að drepa mörg þúsund manns i Japan. Ég veit, að mér likar vel við þig og þarfnast þin, en samt sem áöur.... Hún þagði smástund. — Getum við ekki trúlofað okk- WESTON DANSKA WESTON teppaverksmiðjan er ein stærsta teppaverksmiðja Evrópu og þekkt fyrir gæða- framleiðslu. Til þess að gefa viðskiptavinum okkar færi á að kynnast þessari úrvalsframleiðslu höfum við wes roiv á Weston TEPPUM og gefur þar á að líta yfir 100 mis- munandi gerðir og liti, allt frá ódýrum gerviefnum og upp í dýrustu alullarteppi. Þér veljiðgerðina, við tökum máliðaf íbúðinni —og inn- an þriggja til f jögurra vikna er teppið komið, nákvæm-' lega sniðið á flötinn. Þér greiðið aðeins eftir máli flatarins — þ.e.a.s. engin aukagreiðsla vegna afganga. Teppadeild • Hringbraut 121 • Simi 10-603 ur, og ákveðið síðan eftir ár hvar og hvenær við giftum okkur? ÞANNIG trúlofuðum við Joan Chase Hinton okkur vorkvöld eitt árið 1947. Ég var 29 ára og hún 28, og þá gat mig ekki órað fyrir, að bara einu ári siðar yrði hún orðin mest hataða konan i ameriskri sögu og svarnasti óvinur Ameriku. Ég vissi, að Joan leit á það sem gifurlega byrði, að hafa tekið þátt I að búa til sprengjurnar, sem drápu svo marga Japani, og ég hélt þá, og held enn að hún hafi reynt að bæta fyrir það með þvi, sem hún gerði sfðar. Eftir að við höfðum trúlofað okkur, var ég kynntur fyrir bróð- ur hennar, William, og yngri syst- ur, Jean, svo og móðurinni, Carmelitu Mullen Hinton einni indælustu konu, sem ég hef kynnzt. Frú Hinton sgði mér, að hún. hefði verið kennari i Chicago þeg- ar hún kynntistSebastian Hinton, sem starfaði við sama skóla. Hann var fæddur i Englandi, en fjölskylda hans fluttist til Ameriku, þegar hann var fimm ára. Þau giftu sig og öll börnin þeirra þrjú voru fædd i Chicago. En William, sem var elztur barn- anna, var bara sex ára, þegar faðirinn dó skyndilega, og móðir- in sat uppi alein með börnin og al- gerlega eignalaus. Hún för að vinna við ræstingar til að sjá fyrir börnunum og til að borga skóla- göngu þeirra. Árið 1935, þegar Joan var 16 ára, stofnaði frú Hinton litinn stúlknaskóla i Vermont, sem gekk svo vel, að hún fékk tækifæri til að sjá börnum sinum fyrir ágætri menntun. Frú Hinton var strangur uppalandi og rak mikið á eftir börnunum i náminu. Arangurinn varð sá, að William komst i háskólana Cornell og Harvard. EN WILLIAM likaði ekki við Ameriku. Honum likaði ekki ameriskur lifsmáti, honum likaði ekki kapitalisminn, en trúði á verkafólk. 1 Harvard varð hann sannfærður marxisti og kynnti sér gaumgæfilega rússnesku byltinguna og baráttu verkalýðs- ins um allan heim. Þegar hann var kallaður til herþjónustu i sið- ari heimsstyrjöldinni, neitaði hann að gegna kalli vegna sam- vizku sinnar. Þegar á þetta er litið, er það kannski merkilegt, að striðsupp- lýsingaskrifstofa Bandarikja- stjórnar skyldi senda hann til Kina. Hann kom aftur til Ameriku 1946, en sneri brátt aftur til Kina á vegum UNRRA. Ég vissi ekki um allt þetta, þeg- ar ég hitti William Hinton fyrst. Löngu seinna sagði mér það fólk, sem ráðlagði mér að vera varkár, þar eð ég væri ekki i góðum félagsskap, þar sem hann væri. Joan og Jean voru ákaflega ólikar. Það eina, sem Jean óskaði sér I lifinu, var góður eiginmaður og börn, og þá ósk fékk hUn upp- fyllta. Hún giftist efnuðum manni, eignaðist þrjú börn, og þar með er hún úr þessari sögu. Joan var aftur á móti bráðgáf- uð stúlka, sérlega vel fallin til rannsóknastarfa. Móðirin eyddi meiri péhingum i menntun henn- ar, en beggja systkinanna hinna samanlagt. Hún var bara tvitug, þegar hún tók sitt fyrsta háskóla- próf i náttúruvisindum við Bennington College i Vermont ár- ið 1939. Hún hélt áfram námi við háskólann i Wisconsín og nám þá eðlisfræði, og 22ja ára varð hun háskólastyrkþegi i eðlisfræði við kjamorkurannsóknarstofnunina i háskólanum i Chicago — yngsta konan, sem nokkurn tima hefur hlotið slikan heiður. Hún hafði mestan áhuga á kjamorkurannsóknum og fór til New York til að vinna að hinni svokölluðu Manhattanáætlun um gerð kjarnorkusprengju. Þeg- ar þessi áætlun komst á fram- leiðslu-og prófunaéstig, var Joan þátttakandi, og stjórnandi áætlunarinnar, j. Robert Oppen- heimer, var gamall fjölskyldu- vinur. í febrúarmánuði, árið 1944, var hún send I prófunarstöðvarnar i Los Alamos, og fristundum eyddi hún sem gestur á búgarði Oppen- heimers. Hún tók þátt i að búa til kjarnorkusprengjurnar, sem sleppt var yfir Hiroshima og Nagasaki,ogmargir álita að eftir þaðhafi sektartilfinning stjórnað lifi hennar. U.þ.b. fjórum mánuðum eftir að við trúlofuðum okkur sagði Joan upp úr þurm: Ég get ekki losnað við þá tilfinningu, að ég beri ábyrgð á þessum sprengjum, Leonard. Ég hugsa og hugsa þangað til mér finnst höfuðið á mér vera að springa. Ég er hrædd um, að ef við giftunist, komi þetta til með að standa á milli okkar og koma I veg fyrir, að ég geti lifað góðu lifi með þér. Hvað segir þú við stúlkuna, sem þú vilt giftast, þegar hún hefur svona þunga sketartilfinningu vegna verks, sem hún gaf ekki skipun um, en átti stóran þátt i? Þá var Joan ein af færustu kjarn- orkuvisindamönnum heims og vissi sennilega meira um fram- leiðslu kjamorkusprengjunnar en nokkur annar. — Það var ekki þér að kenna, sagði ég, — þúskilaðir bara af þér starfi, sem þú varst sett i. — Það er auðvelt að segja svo Leonard, en ég hef haldið á sprengjunum i höndunum sem varpað var yfir Hiroshima og Nagasaki, og ég skammast min svo hræðilega fyrir þennan glæp, sem ég hef framið gegn öllu mannkyni, og þó sérstaklega Japönum. Ég held, að Amerika hefði getað unnið stri'ðið án þess að fara út I svona öfgar. — Margir Amerikanar týndu lífinu, sagði ég, og þeir hefðu orð- ið fleiri, ef við hefðum ekki notað kjarnorkusprengjuna. — En þeir hefðu getað gefið Japönum tækifæri til að gefast upp. Þeir hefðu getað tilkynnt, að sprengjunum yrði varpað, ef Japanir gæfust ekki upp. Mér verður illt af aö hugsa um strið, eðlisfræði og sprengjuna. Nú vil ég gera eitthvað gott fyrir mannkynið. Ég hef hugsað mér að fara til Kina til að vinna fyrir klnversku hjálparstofnunina. Mér þykir það leitt, Leonard, vegna þess, að mér þykir svo væntum þig, en ég vil ekki giftast þér. Það er of margt að brjótast um I mér til þess að ég geti hugs- að um hjónaband. Ég vissi, að bróðir hennar var i Kina, en það liðu mörg ár áður en ég áttaði mig á, að hann hafði skrifað henni og fengið hana til að flytja einnig til Kina. Dag nokk-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.