Tíminn - 21.12.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 21.12.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 21. desember 1975. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Svalbarftskirkja á ferðalagi 28. okt. 1970. Bráðum koma blessuð jólin. Litum á nokkrar gamlar kirkjur og umhverfi þeirra við Eyja- fjörð. Fyrsta kirkja á Akureyri (sjá mynd) var reist á árunum 1962-63, en rifin 1946. Hún stóð innarlega við Aðalstræti, sem lengi var helzta gata i bænum. Fyrrum sóttu Akureyringar kirkju að Hrafnagili. Fyrir sunnan kirkjuna var fagur trá- garður og er hann elzta trjá- ræktarstöð bæjarins. „Við skul- um fara f Akureyrarkirkju til að heyra séra Geir Sæmunds- sen tóna”, var sagt á minum uppvaxtarárum. Séra Geir var orðlagður söngmaður. Aður gerði séra Matthfas Jochums- son „garðinn frægan” innan kirkju og utan. Til vinstri á myndinni sést Nonnahús, sbr. siðasta þátt. Húsið var málað hvitt en siðari tima menn gerðu það svart. bað er varðveitt af Zontaklúbb Akureyrar. Merki- legt „Nonnasafn” er i húsinu. bað var reist um 1859. bað hefur verið mikið um dyrðir við brúðkaup Mattheu, dóttur Matthiasar Jochums- sonar 18. mai 1900. bá var kirkjan tjölduð rauðu fiaueli og skreytt blómum. Myndina mun frú Anna Schiöth hafa tekið. Nú gnæfir tviturnuð Akur- eyrarkirkja, reist 1940, uppi á brekkuhorninu við Grófargilið. En á grunni gömlu kirkjunnar stendur nú litil timburkirkja, flutt þangað utan af Svalbaröi á Svalbarðsströnd, en þar var hún reist 1846 og notuö til 1956. Úr þvi stóð hún auð og ónotuö um árabil, þar til Minjasafnið á Akureyri eignaðist hana. Kirkjan var flutt til Akureyrar i heilu lagi á vagni 28. október 1970. Að lokinni viðgerð var. hún endurvigð og nú fara fram i henni kirkjulegar athafnir, svo sem messur, giftingar og barnaskirnir. Kirkjan er varö- veitt á vegum Minjasafnsins, Gamla trjáræktarstöðin i bak- sýn á myndinni af Sval- barðskirkju. Hin myndin sýnir þegar verið var aö flytja kirkjuna yfir Eyjafjarðará. Loks er hér brugöið upp mynd a.f kirkju og söfnuði á Ytri- Bægisá i öxnadal árið 1900. Myndin tekin við fermingar- messu (liklega tekin af Jóni Arnasyni á Laugalandi á bela- mörkí.Prestur var þá Theodór Jónsson, en hann var prestur á Bægisá 1890-1949 eða i hálfa öld. Merkir klerkar hafa setið á Bægisá, t.d. Jón borláksson skáld 1788-1819 og Arnljótur Ólafsson 1863-1890. Séra Theodór var siðasti prestur búsettur á Bægisá, sem nú er annexia frá Möðruvöllum i Hörgárdal. Myndir þessar ásamt skýringum eru fengnar að láni i Minjasafni Akureyrar. ATHUGASEMD. Á myndinni af gamla sýslumannshúsinu á Akureyri 1903, er birt var i þættinum 16. nóv. sl. sér á turn á Hótel Akureyri t.v. Undir- ritaður hafði gizkað á að þetta kynni að j/era turninn á gömlu Akureyrarkirkju. Svalbarðskirkja Gamla Akureyrarkirkja. Nonnahús t.v. Brúökaupsvigsluskreyting i Akureyrarkirkju 18. mai 1900.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.