Tíminn - 21.12.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 21. desember 1975.
TÍMINN
17
Svo var það forðum
Guðmundur
Þorsteinsson
frá Lundi:
Horfnir starfshættir
og leiftur frá liðnum
öldum
Formála ritar dr.
Kristján Eldjárn
Bókaútgáfan örn og
örlygur,
1 þessari bók skrifar höfundur
um starfshætti og dagfar, svo
sem hann minnist þess frá
æskuárum og hefur sagnir um.
Það er þvi vafasamt að tala hér
um leiftur frá liðnum öldum að
öðru leyti en þvi, að við treyst-
um þvi, að vinnubrögð hafi litið
breytzt frá upphafi Islandssögu
fram á siðustu öld og þessa.
Það er rétt sem Kristjan Eld-
járn segir i formála, að þetta
framlag Guðmundar er þátta-
safn til islenzkrar menningar-
sögu. Innan um og saman við
eru þó ýmsir dómar um fyrir-
brigði i samtiðinni. Þeir hafa að
sjálfsögðu einn tilgang, og ekk-
ert er eðlilegra en að menn geri
ýmiss konar samanburð á þvi
sem var og þvi sem er, en það
verður engin þjóðháttalýsing.
Guðmundur skrifar þarna
kafla, sem hann kallar siðustu
fráfærurnar. Þar segir frá þvi,
er hann setti á svið fráfærur
fyrir Ösvald Knudsen til að
kvikmynda i Garði i Aðaldal
1956, að hann hyggur. I þvi sam-
bandi minnist hann á þá kvik-
mynd, sem Ósvaldur tók af frá-
færum á Kirkjubóli i önundar-
firði og oft hefur verið sýnd i
skólum. I þvi sambandi segir
hann: „Þess er þó þörf að geta,
að allmjög voru þær breyttar
frá fyrri tið, t.d. voru allir
komnir i gúmmistigvél og
nankinsföt, lömbin voru tind
beint úr réttinni ofan i yfirtjald-
aðan hestvagn, og ekið til af-
réttar i stað þess að stia, m jólka
frá, færa frá i stekk, reka
lömbin o.s.frv.”
Þar sem mér er málið skylt,
vil ég fara um þetta nokkrum
orðum. Sibustu fráfærur heima
voru árið 1951, en ekki 1943, eins
og Guðmundur segir að sig
minni. Finnst mér það óþarfi að
fara rangt með það ártal i bók,
sem á að vera heimildarrit um
starfshætti.
Ekki man ég hvenær Kristján
Eldjárn, þá þjóðminjavörður,
talaði fyrst við mig um að frá-
færur væru leiknar fyrir Ósvald
Knudsen. Ég taldi ýms tormerki
á þvi, En Ósvaldur var maður
þrautseigur og þolinmóður, þó
að ekki félli tré við fyrsta högg.
Hann fékk Pál Zóphóniasson,
sem þá gegndi störfum land-
búnaðarmálastjóra, til að skrifa
mér um málið 21, febrúar 1955.
Þar segist Páll vita, að ég geti
liðsinnt og spurningin sé sú,
hvort ég vilji. Og þótt ég efaðist
um að myndin yrði sönn og rétt,
stóðst ég þetta ekki og þótti illt
að búa undir þvi ámæli, að vilja-
leysi mitt spillti því að slik kvik-
mynd yrði gerð. Enn er á það að
lita, að báðir þeir émbættis-
menn, sem Ósvaldur beitti
fyrir sig i þessari málaleitan,
voru að minum dómi þannig, að
ekki var annað hægt en að taka
tillit til þeirra Seinna varð mér
svo ljóst, að Ósvaldur Knudsen
var lika ágætismaður og vel til
þess fallinm að gera heimildar-
myndir.
Þegar til kom þótti okkur
eináýnt að sýna fráfærur eins og
þær voru siðast. Gúmmistigvél
voru komin á hvers manns fæt-
ur i minni sveit um eða fyrir
1930, og nankinsföt urðu almenn
um líkt leyti. Þó að fráfærur
tiðkuðust almennt i sveitinni
fram á þriðja ogfjórða tug ald-
arinnar, vissi ég aldrei stiaö.
Fjögur stekkjarbrot vissi ég
heima, og i tveimur þeirra sást
vel, hvað lambakróin hafði ver-
ið stór, en ég hygg, að enginn
stekkurinn hafi verið notaður á
þessari öld. Hæpið er að tala um
afrétt i minni sveit, en bæði er
það, að kvikmyndin sýnir, að
lömbúnum var ekið að fjárhúsi
og látin þar inn, og ég treysti
hvorki mér né Guðmundi Þor-
steinssyni til að flytja þau i
kerru i sumarhagana — auk
þess sem engum datt i hug að
sleppa lömbum fyrr en þau
væru orðin afjarma.
kunna. En þrátt fyrir það situr
Isabella hið fastasta. Ekkjan,
sem i byrjun starfsferils sins las
kurteislega upp það sem skrifað
hafði verið fyrir hana, varð nú
stirð og þver og brást hin reiðasta
við ef einhver minntist á afsögn
við hana. Flokksfélagar hennar,
andstæðingar og herforingjar
reyndu árangurslaust að fá hana
til að vikja frá völdum, hún gæti
gert það undir þvi yfirskini, að
hún væri veik, og verið á fullum
launum það sem eftir væri emb-
ættistimans. Hún gæti farið i
fyrirlestrarferð i kringum hnött-
inn og haft kvennaárið að umtals-
efni. En ailt kom fyrir ekki.
„Ekkert getur hindrað mig i að
ljúka ætlunarverki hershöfðingj-
ans — frelsun Argentinu — nema
dauðinn,” tilkynnti frúin.
I byrjun nóvember, þegar fall
stjórnar hennar virtist óumflýj-
anlegt. — Perónistahreyfingin
var margklofin og stjórnarand-
staðan hótaði að hrifsa völdin
með aðstoð hersins, bjargaði hún
sér með loddarabragði. Hún lagð-
ist á spitala og var fullkomlega
einangruð frá umheiminum. I
tvær vikur reyndu ráðherrar
hennar árangurslaust að ná tali
af henni. Þeir fengu ekki einu
sinni að bera það undir hana
hvort þeir ættu að seg ja af sér eða
ekki. Nú bjuggust allir við þvi að
hún segði af sér, en öllum til
undrunar tilkynnti hún i stuttri
útvarps- og sjónvarpsræðu, að
hún hefði ákveðið að þrauka.
Agndofa og úrræðaiaus hlustaði
þjóðin á boðskapinn. Meira að
segja herinn virtist hafa verið al-
veg sleginn út af laginu. „Hvað
eigum við að gera,” spurði her-
foringi nokkur kollega sinn.
„Ekki getum viðsent skriðdreka-
sveitá einn kvenmann, sem veg-
ur aðeins 49 kg. og er þar að auki i
sjúkrahúsi vegna gallsteina.
(Þýttogendursagt: J.B.)
José López Rega persónulegur ráðunautur forsetahjónanna. Þar til honutn var vlsað úr landi var
hann velferðarmálaráðherra. Við rannsókn kom I Ijós, að hann hafði staðið I alveg ótrúlega mik-
itii svikastarfsemi.
Kvikmyndin sýnir fráfærur,
eins og þær voru siðast gerðar á
Kirkjubóli, og þar sjást ýmsar
þær ær, sem voru siðustu raun-
verulegar kviaær þar, og að þvi
að talið er siðustu kviaær á
landinu. Við töldum, þegar
myndin var gerð, að réttara
væri að sýna fráfærur eins og
þær voru fyrst það var hægt en
að reyna að leika eitthvað frá
fyrri öldum. Og mér virtist
þetta takast svo vel, að kviði
minn og vantrú hefði verið á-
stæðulaus, og finnst mér þvi nú,
að minn sómi væri sizt minni,
þótt ég hefði tekið betur i málið,
þegar Kristján Eldjárn flutti
það við mig fyrst. En það verður
að segja hverja sögu eins og hún
gengur. Hitt vissum við lika, að
hestvagnar kynnu að fyrnast
eins og annað.
Nóg um þetta, en aðeins
meiraum fráfærur. Guðmundur
segir, að kviar úr trégrindum
hafi aldrei tiðkazt almennt. Þær
voru á hverjum bæ vestra, þó að
við vissum lika af kviatóttum.
Orðið færikviár mun hafa verið
notað um þær eingöngu af þvi að
þær voru færanlegar, þó að það
merki raunar fjárkviar, saman-
bær, færilús, Færeyjar.
Eitt er það i frásögn
Guðmundar úr kviunum, sem
ég held að sé missögn, Hann
segir: „I hinni fyrr, „fyrir-
mjölt”, var ekki mjólkað vand-
lega, en um leið og lokið var við
hverja á, brá konan fingri ofan i
froðuna og strauk af honum á
malir ánni.” Vestra var þetta
ekki gert fyrr en við „eftir-
mjölt”, — þegar ærin var „tekin
eftir”. Það var auðfundið á
júgrinu, hvort ærin var mjólkuð
eða ómjólkuð, og hefðu allar ær
verið blettaðar við fyrri umferð,
var það engin leiðbeining um
það, hvort skepnán hefði verið
tekin eftir, og þar með full-
mjólkuð. Þar blettuðu mjalta-
konur ærnar sér til leiðbeining-
ar, en ekki til að villa um fyrir
sér. Ég held að þetta hljóti að
hafa verið eins fyrir austan.
1 þessari bók Guðmundar
Þorsteinssonár er samankomin
ærin fræðsla um lifskjör og störf
genginna kynslóða. Þessir
menningarsöguþættir eru þvi á-
kjósanleg lesning fyrir þá, sem
nú eru ungir og ekki eru tiltækar
heimiidir um það lif, sem þjóð
þeirra lifðu.
H.Kr.
Hugleiðingarefni úr
Hornafirði
Guðrún
Guðmundsdóttir:
Minningar úr Horna-
firði með skýringar-
greinum og bókarauka
eftir Vilmund Jónsson
landlækni.
Þórhallur Vilmundar-
son
sá um útgáfuna.
Hið islenzka bók-
menntafélag.
Það er alþjóð kunnugt að þeir
feðgar Vilmundur og Þórhallur
kunna að ganga frá bók og segja
frá og færa i letur. Þvi þarf ekki
að eyða mörgum orðum áð frá-
gangi þessarar bókar. Hitt er
merkilegra þegar sveitakona
fer að skrifa minningar sinar
komin yfir áttrætt svo sem hér
er um að ræða. Þess gætir þó
ekki á þessum minningaþáttum.
Auk þess sem gamla konan
gerir grein fyrir sinu fólki og
segir æskuminningar af hrein-
skilni og hispursleysi eru þarna
margar stuttar frásagnir sem
flestar eru tengdar orðtökum
sem urðu fleyg og lifðu á vörum
manna. Þar er þetta til dæmis:
„Eitt sinn um háttatima, þeg-
ar kona Péturs paura er að
ljúka eldhússtörfum, kennir hún
að hún er að taka léttasóttina.
og biður bónda sinn að bregða
nú skjótt við og sækja yfirsetu-
konuna. Hann segir: „Mikill
pauri, — settu rassinn i stoðina
og biddu til morguns”.
Vilmundur segir að móðir si'n
hefði efiaustgetað skrifað miklu
fleira af slikum fróðleik. Sjálf-
sagt er það rétt en það er þá
einkum umhugsunarvert hvilikt
afhroð við höfum goldið i þvi
sem glatazt hefur með gömlu
fólki og þarf ekki að undrast
vanræksluna úr þvi slikur
maður gætti ekki betur þess
sem næst honum var. Um slikt
tjáir nú ekki að sakast en vel má
þetta vera áminning þvi að
straumur timans heldur áfram.
þungur og hraðfleygur.
Æskum inningar Guðrúnar
standa vel fyrir sinu. hvergi
teygðar með ónytjumælgi. Lifs-
barátta og þjóðtrú fylgist þar að
svo sem vera þarf sannleikan-
um samkvæmt. Sagnirnar hinar
eru breytilegri þó að þær hafi
sömu einkennin.
„Manni var láð að sýna ná-
uhga sinum greiðasemi. með
þvi að sá. sem greiðann þáði
þótti þakka það miður en skyldi.
Þá sagði greiðamaðurinn:
Gerðu illum gott og þakkaðu
guði fyrir að hann drepur þig
ekki”.
Ýmsar þessar sögurerusa nn-
arlega hugleiðingarefni. ýmist i
tengslum við þjóðhætti eða liís-
speki. nema hvort tveggja sé
II.Kr.
Jólahefti Samvinnunnar
komið út
JÓLAHEFTI Samvinnunnar er
komið út, 72 blaðsiður að stærð.
Meðal efnis er grein eftir Berg-
stein Jónsson. sagnfræðing. þar
sem prentuð eru áður óbirt bréf
til og frá Trvggva Gunnarssyni.
sem varða Gránufélagið og Vest-
urheimsferðir Islendinga. Þá er i
heftinu nýr. sögukafli eftir Jón
Ilelgason, ritstjóra, sem nefnist
„Feðgin i Smádölum”, greinin
„Eilif listaverk á timum spilling-
ar” sem fjallar um snillinginn
Michelangelo i tilefni af 500 ára
afmæli hans. smásaga er 'eftir
ungan höfund. Trausta Olafsson
blaðamann og nefnist hann
„Haustferð", Sigvaldi Hjálmars-
son skrifar ferðapunkta frá
Egyptalandi undir heitinu
„Dauðinn var hámark lifsins”.
Þá er viðtal við Jón Sigurðsson.
kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Kjalarnesþings i Mosfellssveit i
tilefni af 25 ára afmæli fciagsins.
grein um miðstjórnarfund Al-
þjóðasambands samvinnumanna
i Stokkhölmi eftir Eystein Sig-
urðsson. ferðasaga frá Sovétrikj-
unum eftir Ólaf Sverrisson kaup-
félagsstjöra i Borgarnesi og fleira
efni um samvinnumál.
Auk þess er i heftinu verðlauna-
getraun. þar sem vinningar eru
heimilistæki að verðmæti 40 þús-
und krónur. stór visnakrossgáta.
barnaefni. heimiiisþáttur. visna-
þáttur og margt fleira.
Blaðinu fyrir þjónusturit
Samvinnunnar nr. 2. og fjallar
það um híjómtæki. Þar eru birtar
nauðsynlegar upplýsingar um
hljómtæki og helztu tegundir á
markaðnum til liægðarauka fyrir
neytendur.
Ritstjóri Samvinnunnar er
Gyifi Gröndal.
Auglýsið í Tímanum |