Tíminn - 21.12.1975, Síða 24

Tíminn - 21.12.1975, Síða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 21. desember 1975. Óvelkominn gestur maður hans þangað til hann er orðinn tuttugu og eins árs og Dick þurf i samþykki hans til að gifta sig. Þess vegna spurði ég hvers konar maður hann væri. . — Ég skil. Rödd mannsins var kuldaleg. — Og þér haf- ið samþykkt að giftast Dick.... svo fremi að f rændi hans hafi ekkert á móti þvi? — Ekki beinlínis. Jane lokaði augunum. — Mig langar ekkert til að skapa klof ning í f jölskyldunni, og svo getur lika verið að mér falli ekki lífið á búgarði. Dick stakk upp á því að ég kæmi hingað til að reyna það. — Hvenær var það? Var það nýlega? — Ég hitti hann fyrir um það bil þremur mánuðum i Vancouver. Hann var þar í viðskiptaerindum og f orstjóri minn kynnti mig fyrir honum. Ég er ritari í skipafélagi Dan Buxtons. — Einmitt það. Já, hann er frændi Conways. Ef þér eruð að segja satt, ætti að húðstrýkja Dick f yrir að hafa látið yður koma hingað án þess að undirbúa f erðina f yrir yður....! Hann sneri hestinum skyndilega við.— Komum nú. Við verðum að halda áf ram.... nóttin skellur snögglega á hér um slóðir. Jane elti, svolítið ringluð. Þau töluðust ekki meira við, því það var ekki auðvelt að komast áfram á illfærum stígnum, sem bugðaðist f ram og aftur milli ásanna. Hún var ánægð með að þau gátu ekki ræðzt meira við, því hún var að hugsa um, að það hefði kannski verið heimskulegt af henni, að gefa ókunnugum manni svona miklár upp- lýsingar um sjálfa sig. Hvers vegna hafði hún verið að segja honum þetta allt saman? Hún fann ekkert skyn- samlegt svar við því. Þessi maður virtist dálítið ráðríkur og hún gat imynd- að sér, að hann gæti líka orðið illkvittinn. Ef hann væri einn af starfsmönnum búgarðsins, kveið hún fyrir að hitta hann aftur. Bannsettur hálfviti hafði hún verið. Nú fór henni að verða kalt og hún fann til af þreytu. Ætlaði þetta einkennilega ferðalag á hestinum aldrei að taka enda? Áður en hún vissi af, voru þau komin á flata sléttu í djúpum, víðum dal, þar sem Conway-búgarðurinn lá framundan þeim Undir hæðum lengra burtu. Hundar tóku að gelta og hún heyrði i hestum í hesthúsunum, þeg- ar þau nálguðust. Leiðsögumaður hennar tók í taumana og stöðvaði hest- inn undir skuggsælum trjám, og þegar Gráskinni var kominn til þeirra, sagði hann kuldalega: — Ég býst við að þér bjargið yður héðan af. Dick er einhvers staðar heima við húsin. Þegar hann sneri sér f rá henni, spurði hann, hvort hún hefði engan farangur. — Jú, ég skildi tvær töskur eftir hjá Abner, svaraði hún lágri röddu. — Piltarnir á Conway bjarga því sjálfsagt fyrir þig. Hafðu engar áhyggjur. Jane sá ekki f raman í hann, en röddin var mild. Áður en hún áttaði sig á að þakka honum fyrir, voru hestur og knapi horfnir út í myrkrið. Hún sat kyrr andartak og hlustaði á hófadyninn, en sneri sér síðan við og beindi at- hyglinni að húsinu. Jafnvel í myrkrinu, sem sortnaði óð- um, gat hún séð, að húsið var langt og lágreist. Ljós var yfir dyrunum fyrir miðju og lýsti upp tröppurnar upp á veröndina, sem lá meðfram allri framhliðinni. Hjarta hennar tók að berjast ákaft, þegar hún hvatti hestinn á- f ram. Það var ekki auðvelt að komast ein af hestbaki, svo hún gladdist yfir því að enginn sá til hennar. Það var undarleg tilfinning að standa aftur með fæturna á jörð- inni eftir allan hristinginn á baki Gráskinna og hana svimaði af hungri. Hún bretti upp sokkana sina, strauk pilsið og rétti hattinn á höfðinu, áður en hún gekk upp breiðar trétröppurnar. Dyrnar lágu að stöf um. Hún ýtti þeim upp og kom inn í rúmgóða forstofu, sem hún sá þó ekki almennilega sök- um myrkurs. Hún heyrði að einhvers staðar sat fólk við matborð og kallaði hátt: — Er einhver heima? Um leið kom hún auga á rofann og kveikti Ijósið. Allt í einu opnuðust dyr á miðjum vegg og maður birt- ist. Hann var ungur og myndarlegur, meðalhár vexti og Ijós yfirlitum. Blá augu hans glenntust upp af undrun, þegar hann sá stúlkuna, sem stóð í gættinni. — En Jane....! Ert þetta raunverulega þú? Hvað í ósköpunum ertu að gera hér? Þú ert síðasta manneskjan i heiminum, sem ég átti von á! Jane hrökk aftur á bak eins og hann hefði hellt fullri fötu af köldu vatni ýfir hana. — Þú bauðst mér þó hingað! Manstu það ekki? D R E K I K U B B U R bessi litlu kvikindi eru gæludýr Hella-skripislisins. #o[Gæludýr Lengst inni i hellunum.... Dverg-útgáfu forndýra, sem talin eru hafa veriö löngu útdauð llMHl:!. 1 Sunnudagur 21. desember 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar (10.10 Veðurfregnir) a. „Sankti Nikulás” kantata eftir Benjamin Britten. Robert Tear og Bruce Russen syngja með King’s College kórnum og St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitinni, David Willcocks stjórnar. Árni Kristjánsson kynnir. b. Pianókonsert nr. 5 I Es-dúr op. 73 eftir Ludwig van Beethoven. Wil- helm Kempff leikur með Filharmoniusveit Berlinar. Ferdinand Leitner stjórnar. 11.00 Messa i Grensáskirkju. Prestur: Séra Halldór Gröndal. Organleikari: Jón G. Þórarinsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Um islensk ævintýri.- Hallfreður örn Eiriksson cand. mag. flytur siðara há- degiserindi sitt. 14.05 Staidrað við á Kópa- skeri. Siðasti viðtalsþáttur Jónasar Jónassonar af Austur-og Norðausturlandi. 15.05 Miðdegistónleikar: Frá útvarpinu i Vinarborg. Flytjendur: Filharmoniu- sveit Slóvaki'u. Stjórnandi: Ladislav Slóvák. Ein- leikari: Carole D. Reinhart, trompetleikari. a. Forleikur að óperunni „Seldu brúðinni” eftir Bedrich Smetana. b. Konsert i Es-dúr fyrir trompet og hljómsveit eftir Johann Nepomuk Hummel. c. Kon- sertetýða i G-moll op. 49 fyrr trompet eftir Alexander Goedicke. d. Þættir úr tónverkinu „Foðurlandi minu” eftir Bedrich Smetana. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum. Umsjón: Andrés Björnsson. Kynning: Dóra Ingvadóttir — tónleikar. 17.40 Utvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta,” eftir Astrid Lindgren, Þor- leifur Hauksson les þýðingu sina (2) 18.00 Stundarkorn með breska semballeikaranum David Sanger. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Henrik Ibsen og Peer Gynt. Heimir Pálsson lektor flytur erindi. 20.00 Tónlist eftir Arna Björnsson. Atli Heimir Sveinsson flytur formáls- orð. Flytjendur tónlistar: Lúðrasveitin Svanur, Svala Nielsen, Guðmundur Jóns- son, Karlakór Reykjavikur, Gisli Magnússon og Sinfóniuhljómsveit tslands. 20.55 Svipmyndir úr Kinaför Arnþór Helgason og Magnús Karel Hannesson segja frá. 22.10 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Mánudagur 22. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 ( Morgunleikfimikl. 7.15, og 9.05. Valdimar örólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (a.v.d.v.) Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. lands- málabl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Sr. Kristján Búason dósent flytur (a.v.d.v.). Morgun- stund barnanna kl. 8.45.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.