Tíminn - 21.03.1976, Síða 18

Tíminn - 21.03.1976, Síða 18
18 TÍMINN Sunnutlagur 21, marz 1976 Monn oq máUfni Aukinn vandi krefst traustara samstarfs Nýju kjara- samningarnir auka vandann Hinn 10. þessa mánaðar birti Alþýðublaðið með stóru letri þá frétt, að „lifdagar núverandi rik- isstjórnar verði senn taldir. Ráð- herrar telja, að siðustu kjara- samningar muni valda svo mikl- um efnahagsörðugleikum og verðbölgu, að ekki sé ómaksins vert að kljást við vandann.” Sú óskhyggja, sem einkennir þessa frétt, er ekki neitt ný hjá vissum leiðtogum Alþýðuflokks- ins. Það var eindregin von þeirra á timabili, að verkföllin og Vil- mundar-málið mundu i samein- ingu verða rikisstjórninni að falli. Sú von hefur nú brugðizt. En öll nótt er ekki úti enn, hugsa þessir leiðtogar Alþýðuflokksins. Nú gera þeir sér von um, að nýju kjarasamningarnir valdi svo miklum efnahagsörðugleikum og verðbólgu, að illa verði ráðið við það og rikisstjórnin muni þvi' gef- ast upp. Það er vissulega rétt, að hinir nýju kjarasamningar fela i sér mikinn vanda fyrir atvinnurekst- urinn. Við þetta bætist það tap, sem hlotizt hefur af verkföllun- um. Það er t.d. ekki litið áfall fyr- ir gjaldeyrisstöðuna, að vegna verkfallanna hefur tapazt loðnu- afli, sem er milli 100-200 þús. smál. Þá er þaðekki minna áfall, að draga verður úr þörskveiðum, sem svarar 80 þús. smál. miðað við þorskaflann i fyrra. Það er rétt hjá umræddum leið- togum Alþýðuflokksins, að erfitt verður að glima við þennan vanda. En það leysir hann ekki, að gefizt sé upp. Þessi miklu vandi hvetur einmitt til þess, að menn þoki sér saman og reyni að leysa hann á sem æskilegastan hátt. Óraunhæf ósk- hyggia Núverandi stjórnarflokkar tóku höndum saman, þegar fyrirsjá- anlegir voru miklir og vaxandi erfiðleikar i efnahagsmálum þjóðarinnar. Þeir hafa lengi verið höfuðandstæðingar i islenzkum stjórnmálum og hafa á ýmsan hátt ólik sjónarmið. Þeir skoruð- ust samt ekki undan þvi, að axla sameiginlega byrðina, þegar sýnt var, að ekki gat orðið um aðra stjórn að ræða, og þjóð og land þörfnuðust þess, að reynt yrði að sameina kraftana gegn vaxandi erfiðleikum. Slik eru eðlileg við- brögð ábyrgra manna á hættu- stundu. Óséð er enn, hvernig núverandi stjórn tekst að rækja það erfiða hlutverk, sem hún tókstá hendur fyrir rúmlega einu og hálfu ári. Segja má, að hún standi nú i miðj- um bardaganum, bæði út á við og inn á við. Þess vegna er furðuleg óskhyggja hjá stjórnarand- stæöingum, þegar þeir eru nú að gera sér vonir um að stjórnin sé að gefast upp, stjórnarsamstarfið sé að rofna og kosningar standi fyrir dyrum. Aldrei mega ábyrgir menn siður gefast upp en þegar mest reynir á. Þjóðin ætlast lika áreiðanlega til annars af aðal- flokkum sinum en að þeir bogni fyrir erfiðleikunum, Miklu frek- ar er það ósk hennar, að þeir taki nú traustlega á málum og beiti þingmeirihluta sinum i samræmi við það. Glíman við verðbólguna Þaö er núverandi stjórnarsam- vinnu óneitanlega mikill styrkur, að hún hefur þegar borið góðan árangurá ýmsum sviðum. T.d. er Island eina land Vestur-Evrópu, ásamt Noregi, þar sem teljandi atvinnuleysi hefur verið afstýrt á undanförnum kreppuárum. Hafin hefur verið ný stórsókn til að tryggja þjóðinni full yfirráð yfir fiskimiðunum við landið. Stór- framkvæmdum hefur verið hald- ið uppi til að tryggja sem mesta nýtingu vatnsorkunnar. Ekkert lát hefur orðið á byggðastefnunni. Þannig mætti áfram telja. Eftir stendur þó hitt, að ekki hefur tek- izt að ná nægilegum tökum á verðbólgunni, þótt verulega hafi dregið úr henni siðustu mánuð- ina, og enn versnar gjaldeyris- staöan og afkoma ríkissjóðs. Vissulega er hér úr vöndu að ráða, en ýmis ráð eru þó tiltæk. Það myndi t.d. draga úr þörf margra atvinnugreina fyrir verð- hækkanir, og hamla þannig gegn verðbólgunni, ef vextirnir væru lækkaðir. Vaxtalækkun myndi einnig óbeint tryggja hlut spari- fjáreigenda, því að ekkert fer verr með sparifé en vaxandi verðbólga, sem m.a. hlýzt af há- um vöxtum. Þetta gæti einnig styrkt útflutningsatvinnuvegina og aukið þannig gjaldeyrisöflun- ina. Samdráttur vissra opinberra framkvæmda á lika rétt á sér til að koma i veg fyrir ofþenslu, sem hefur verið hér siðustu árin, og aukið verðbólguna og gjaldeyris- eyðsluna. Þannig mætti rekja það áfram, sem gera þarf. Höfuðatriðið er, að sem fyrst sé snúizt við vand- anum. Ný lög um verðlagsmól 1 ræðu, sem Ólafur Jóhannes- son viðskiptamálaráðherra flutti nýlega á fundi kaupmannasam- takanna, skýrði hann m.a. frá þvi, að þrir menn ynnu nú að þvi á vegum viðskiptamálaráöuneytis- ins, að undirbúa nýja verðlags- löggjöf, þar sem stefnt yrði að þvi, að draga úr verðlagshöml- um, þótt eftirliti og aðháldi yrði samt haldið áfram. Það er yfirlýst stefna þeirra flokka, sem að rikisstjórninni standa, aö þeir vilji hafa verzlun- ina sem frjálsasta. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur jafnan lýst sig andvi'gan verulegu verðlagseftir- liti, þvi að samkeppnin ætti að tryggja hagstæðast verðlag. Framsóknarflokkurinn hefur margsinnis lýst þvi yfir að hann teldi kaupfélögin og samkeppni þeirra við kaupmenn tryggja öruggasta verðlagsef tirlitið. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar, hafa báðir flokkarnir þó vikið frá þeim, sökum óvenjulegra efna- hagsaðstæðna i þjóðfélaginu. Þegar viðreisnarstjórnin lét af völdum, hafði t.d. gilt alger verð- stöðvun um nokkurt skeið. Það var arfurinn i verðlagsmálum, sem hún lét vinstri stjórninni eftir. Þetta taldi viðreisnar- stjórnin sig þurfa að gera, þótt húnhefði rétt áður flutt frumvarp um að draga mjög úr verðlags- hömlum. Af svipuðum ástæðum greip núverandi rikisstjórn til verðstöðvunar. Nauðsynleg endurskoðun Þrátt fyrir þessar aðstæður, er áreiðanlega orðið timabært að ihuga, hvort verðstöðvanir og strangar verðlagshömlur gera það gagn, sem reiknað hefur ver- ið með. Óneitanlegt er það, að strangar verðlagshömlur geta ýtt undir óhagstæðari innkaup en ella. Þeim fylgir sú hætta, að neytendur fylgist ekki jafnvel með verðlagi og ella, þvi að þeir treysta um of á verðlagshömlurn- ar. Þannig mætti lengi telja. Þró- unin hefur lika orðið sú, að flest eða öll nágrannariki okkar, sem hafa um skeið búið við strangar verðlagshömlur, hafa nú tekið upp meira frjálsræði i þessum efnum. Astæða er til að athuga, hvort ekki sé hægt að læra af for- dæmi þeirra. Það er vitanlega nauösynlegt, þótt dregið verði úr verðlagshömlum, að áfram verði fylgzt með verðlagi og ráðstafan- ir gerðar til að hindra hringa- myndanir og baktjaldasamninga um verðlag milli verzlana. Eins og áður segir, hefur Framsóknarflokkurinn jafnan talið kaupfélögin og samkeppni þeirra við kaupmenn tryggja hagstæðast verðlag. Til þess að svo geti orðið, þurfa þó báðir aðil- ar að hafa þá aðstöðu að geta not- ið sin. Þvi er ástæða til að harma það, að borgaryfirvöld Reykja- vikur skyldu nýlega koma i veg fyrir, að samvinnuverzlunin i Reykjavik gæti opnað stóran vörumarkað. Það hefði vafalitið getað aukið sa mkeppni, sem hefði orðið reykviskum neytendum til hags. Vel væri, ef borgaryfirvöld Reykjavikur endurskoðuðu þessa afstöðu sina sem stuðningsmenn frjálsrar verzlunar. Vopnin þrjú Hinn 12. þ.m. voru 60 ár liðin frá stofnun Alþýðusambands tslands. Einn aðalhvatamaður að stofnun þess var jafnframt aðalstofnandi Timans, Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann var þá að leggja grundvöll að þeirri flokkaskipan, sem siðan hefur mótað isl. stjórn mál. Þó Jónas hefði þá þegar valið sér stað i öðrum flokki en verkamannafl. taldi hann mikla nauðsyn á verkamanna- flokki og verkamannasamtökum. Hann samdi fyrstu lög Alþýðu- sambands íslands, oglagði þann- ig grundvöll að starfi þess og stefnumótun. Helzti samstarfs- maður hans við það verk var Ólafur Friðriksson, höfuðbraut- ryðjandi jafnaðarstefnunnar á Is- landi. Samstarf þeirra Jónasar og Ólafs leiddi til þess, að jafnaðar- stefnan á tslandi var frá upphafi mjög mótuð af islenzkum aitetæð- um, og ekki nema að takmörkuðu leyti byggð á erlendum kenni- setningum. Um þetta vitnar bezt forsiðugrein i fyrsta tölublaði Dagsbrúnar, blaðs jafnaðar- manna, sem hóf göngu sina 10. júni 1915. Þar vekur sérstaka at- hygli, hve mikil áherzla er lögð á hlutverk samvinnufélaganna. Meginstefnan er sögð sú að út- rýma fátæktinni, og „það eru þrjú vopn sem við einkum ætlum að vega með, til þess að útrýma fá- tæktinni, þ.e. með samvinnufé- lagsskap, verkalýðsfélögum og með þvi að hafa áhrif á lögg jöf og stjórn landsins, þar með talin áhrif á sýslu- og sveitastjórnir.” Undanfarin sextiu árin hefur verið sótt fram á þessum grund- velli. Alþýðusambandið var stofnað tæpu ári sfðar og heild- sala SIS hófst skömmu siðar. Flokkar samvinnumanna og jafnaðarmannakomulika til sögu um lfkt leyti og hafa haft mikil áhrif á löggjöfina. A tslandi er þvi annað og betra þjóðfélag i dag en fyrir sextiu árum. Svo vel hefur þessum þremur vopnum verið beitt. En samt er enn margt óunnið, sem vinna ber að i anda frumherjanna. Samneyzlan Það er þersýnilegt, að eigi að skapa það þjóðfélag samvinnu og jafnaðar, sem frumherja sam- vinnufélaganna og verkalýðsfé- laganna dreymdi um, þá verður samneyzlan að aukast, þ.e„ að riki og sveitarfélög fái aukið fjár- magn til að fullnægja ýmsum sameiginlegum þörfum þegn- anna, og tryggja á þann hátt meiri jöfnuð og útrýmingu á fátækt. Allir eru sammála um að tekjutrygging efnalitilla gamal- menna og öryrkja þurfi að auk- ast. Allir eru sammála um að taka beri upp almennt fæðingar- orlof, án tillits til þess, hvort kon- ur vinna utan eða innan heimilis. Allir eru sammála um aö.barna- heimilum þurfi að fjölga. Allir erusammála um að elliheimilum þurfi að fjölga. Allir eru sammála um að bæta þurfi sjúkraþjónust- una á ýmsan hátt. Ekkert af þessu verður hins vegar gert, nema hið opinbera, riki og sveit- arfélög, fái aukið fjármagn til umráða i þvi skyni að fram- kvæma þær umbætur og tekju- jöfnun, sem hér um ræðir. Til athugunar Af þessum ástæðum kom það nokkuð á óvart, þegar verkalýðs- hreyfingin gerði það að upphaf- legri kröfu sinni, við gerð nýlok- inna kaupgjaldssamninga, að bæði tekjuskattur og söluskattur yrðu lækkaðir, og það metið til kauphækkunar. Af þessu hefði óhjákvæmilega leitt, að rikið hefði orðið að draga úr samneyzlu á ýmsum sviðum, og það bitnað mest á þeim, sem hafa minnsta getu. Einnig hefði þetta getað leitt til þess, að dregið hef ði óeðli- lgga mikið úr opinberum fram- kvæmdum, en það hefði skert at- vinnuöryggið og getað leitt til at- vinnuleysis. Ekki getur það verið mál verkalýðshreyfingarinnar að draga úr atvinnuöryggi. Að sjálfsögðu er hægt að halda þvi fram, að unnt sé að draga úr útgjöldum rikisins á öðrum svið- um, .t.d i sambandi við ýmsan rekstrarkostnað. Forráðamenn verkalýðshreyfingarinnar þekkja það þó vel af eigin reynslu, eða reynslu náinna flokksbræðra sinna, að slikt er hægara sagt en gert. Það væri vel, að verkalýðs- hreyfingin ihugaði að nýju, eftir að kjarasamningar hafa verið gerðir, hver sé, og eigi að vera, afstaða hennar til samneyzlunn- ar. Beint og óbeint getur hún haft mikil áhrif á þróunina i þeim efn- um. Hér er um að ræða mikil- væga stefnumörkun, sem mun ráðast verulega af þvi, hvort hreyfingin heldur áfram að vera jafnaðarhreyfing eða mótast meira og meira af sjónarmiðum hátekjuhópa innan hennar. — Þ.Þ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.