Tíminn - 21.03.1976, Síða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 21. marz 1976
r
r
r
A FLOTTA FRA
ÁSTINNI
Eftir Rona Randall
-
Gabrielletil sögunnar...mértókst að vekja áhuga henn-
ar og ætlaði að hitta hana í kvöld.
— Já, haltu áfram...
— Jæja, ég held, að hún vilji heldur ekki bíða, þín
vegna.
Myra starði á hann. — Ég hef ekki minnstu hugmynd
um, hvað þú ert að fara. Ég á vakt til tíu í kvöld.
— Þaðerég, sem á vakt til tíu í kvöld — og ég held ekki,
að Gabrielle bíði eftir mér svo lengi.
— Áttu við, að þúeigir aðtaka mtna vakt?
— Þú^rt fljót að skilja mín kæra.
— En hvers vegna? Og hvenær?
— Hvers vegna? Vegna þess að mér hefur verið sagt,
að þú haf ir ekki átt einn einasta frídag, síðan þú komst
hingað. Þetta er skipun f rá foringjanum sjálfum. David
horfði á hana, án ásökunar. — Ef Gabrielle hefði ekki
verið, væri mér sama. Þú átt skilið að f á f rí. Farðu út og
skemmtu þér... nóttin er ung og þú ert í París!
— Æ, David, mér þykir þetta leitt!
— Ekki vera að því, skaut doktor Bailey inn í, en hann
hafði verið niðursokkinn í dagblað til þessa. — Ef Gabri-
elle sparkar honum, f innur hann bráðlega aðra. Simone,
Germaine, Michaela, Colette, Mimi...Gabriella er bara
ein af átján og þær verða enn f leiri. Harwey er að kynna
sér fyrirsætukost Parísar.
— Gabrielle er ekki f yrirsæta, skaut David inn í. — En
hún er nógu falleg til að geta verið það.
— Sé svo, þarf okkar kæra Gabriella ekki að bíða
árangurslaust. Ég skal sjálfur fara og hitta hana, bara
til að segja henni, að þú komir ekki, auðvitað. Hvar er
hún?
— Við Madeleinekirkjuna, svaraði David. — En þú
mátt ekki segja henni neitt meira.
Myra var þakklát fyrir hugsunarsemi Mark Lowells.
Hann var einkennilega samsettur maður. Maður, sem sá
um að óstyrkur nýliði fengi tebolla — en sagði honum
siðan, að hann vildi ekki hafa hann. Maður, sem gat ver-
ið kaldur og málefnalegur, en sem sýndi gömlum vesa-
lingi, sem mundi ekki einu sinni naf nið sitt, einstaka um-
hyggju og hlýju. Maður, sem rak starfslið sitt mis-
kunnarlaust áfram, en gaf henni svo allt í einu heilan
frídag.
Nei, Mark Lowell var maður, sem hún mundi senni-
lega aldrei geta skilið. En eins og David hafði sagt: Nótt-
in var ung og hún var í Paris. Borg, sem hana hafði alltaf
dreymt um, en aldrei séð. Borg, sem Brent hafði unnað
og stöðugt vitnað til, síðan hann hafði verið hér við nám
fyrir mörgum árum. Töf rapensill Brets hafði náð fegurð
borgarinnar og fest hana á striga....Sacre Cæur eins og
hilling, litlar skissur af ýmsum stöðum....
Otal sinnum hafði hann lofað henni að sýna henni
París. — Ég ætla sjálf ur að sýna þér borgina — það fær
enginn annar að gera, hafði hann sagt. Hún brosti með
sjálfri sér, meðan hún var að taka sig til áður en hún fór
út. Hún myndi líta á París með augum Brents, það vissi
hún um leið og hún lagði af stað. Allt var eins og hann
hafði lýst þvi. Hún gekk gegn um Tuleries-garðinn, sá
Louvre-saf nið, gekk gegn um bogagöngin yf ir gangstétt-
unum við Rue Rivoli — já, þetta var. allt, eins og hún
hafði búizt við, borgin, sem hafði slík áhrif á svo margt
fólk, að það þreifst ekki annars staðar.
Hún f ór að hugsa um Jósep gamla. Hvað var það í f ari
þessa gamla manns, sem snerti hana svona djúpt? Var
það að hann var listamaður og hún elskaði annan lista-
mann? Aðrir sjúklingar voru álíka á sig komnir, þeir ,
vöktu hjá henni meðaumkun, en Jósep vakti eitthvað
annað og meira. Það var eins og hann hreyf ði við duldum
sprengjum í hjarta hennar.
Hægt gekk hún eftir götunni sem lá að Öperunni. —
Einhverntíma förum við þangað saman, hafði hann
sagt. — Við skulum horfa á óperu, eða ballett og það
verður reynsla, sem þú gleymir aldrei.
Einhverntíma....alltaf hafði hann sagt „einhvern-
tíma". Hún reyndi að varpa frá sér þessum dapurlegu
hugsunum. Ef Parisætlaði aðeins að gera hana dapra og
beiska í skapi, var eins gott að hún héldi sig að sjúkra-
húsinu framvegis. Vinna var lyf gegn andlegum sárs-
auka og sem læknir ætti hún að geta fundið bót meina
sinna.
En alls staðar var eitthvað, sem minnti hana á Brent.
Þegar hún kom á Operutorgið, sá hún fyrir sér eina af
teikningum Brents. Tilhugsunin olli henni sviða, en samt
sem áður neyddi hún sjálfa sig til að ganga upp
tröppurnar framan við bygginguna til að sjá betur yfir
umhverf ið. Hún mátti til að standa þar, sem Brent hafði
einu sinni sagt, að þau skyldu standa saman. En henni
sortnaði fyrir augum, þegar hún sá auglýsingaspjaldið,
sem tilkynnti um næsta verkefni Óperunnar. Enskur
G
E
I
R
I
Bæði Geiri og Dalla höfðu
horfiö án nokkurrar vlsbend
ingar hvert. - •
Þangaö til Dalla strýkur
I úr haldi...
luifi
liil
I
Sunnudagur
21. marz
8.00 M orgunandakt. Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). Tónlist eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
Flytjendur: Edda Moser,
Julia Hamari, Martin
Schomberg, Jules Bastin,
Kantorkórinn i Brugge og
Filharmoniusveitin i Ant-
werpen. Stjórnandi: Theo-
dor Guschlbauer. (Hljóðrit-
un frá belgiska útvarpinu)
a. Messa nr. 18 i c-moll
(K427). b. Sinfónia nr. 36 i C-
dúr (K425).
11.00 Messa i Kópavogskirkju.
Prestur: Séra Arni Pálsson.
Organleikari: Guðmundur
Gilsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.15 Erindaflokkur um upp-
eldis- og sálarfræði. Andri
Isaksson flytur sjöunda og
siðasta erindið: Kenning
Piagets um þroskaferil
barna og unglinga.
14.00 Á sumarleiðum. Um sið-
ari starfsár Asgríms Jóns-
sonar og ævikvöld. Björn
Th. Björnsson listfræðingur
tekur saman efnið. Lesari
með honum er Sveinn Skorri
Höskuldsson prófessor. Sið-
ari dagskrá.
14.40 Óperan „Don Carlos”
eftir Giuseppe Verdi. Hljóð-
ritun frá tónlistarhátiðinni i
Salzburg i ágúst. Guðmund-
ur Jónsson kynnir siðari
hluta verksins. Flytjendur:
Mirella Freni, Christa Lud-
wig, Nicolai Ghajauroff,
Placido Domingo, Piero
Cappuccilli o.fl. einsöngv-
arar ásamt Rikisóperu-
kórnum og kór Tónlistarfé-
lagsins i Vinarborg og Fil-
harmoniusveit Vinar.
Stjórnandi: Herberg von
Karajan.
16.25 Veðurfregnir. Fréttir.
16.35 Framhaldsleikritiö:
„Upp á kant við kerfið”Oile
Lansberg bjó til flutnings
eftir sögu Leifs Panduros.
Þýðandi: Hólmfriður Gunn-
arsdóttir. Leikstjóri: Gisli
Alfreðsson.
17.10 Létt klassisk tónlist.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
Spjali um Indiána. Bryndis
Viglundsdóttir heldur
áfram frásögn sinni (8).
18.00 Stundarkorn með
spánska gitarleikaranum
Andrési Segovia. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25' „Hjónakornin Steini og
Stina”, gamanleikþáttur
eftir Svavar Gests. Persón-
ur og leikendur i sjötta
þætti: Steini, Bessi Bjarna-
son. Stina, Þóra Friðriks-
dóttir.
19.45 Frá hljómleikum Sam-
einuðu þjóöanna i Genf i
október s.l. Suisse Romande
hljómsveitin leikur Sinfóniu
nr. 5 i e-moll eftir Tsjaikov-
ský, Janos Ferencsik
stjórnar.
20.30 Jón Oskar rithöfundur
les þýðingu sina á bréfi frá
föður manns, sem pyndaður
var til dauða i Uruguay.
21.00 Frá tónleikum i Iláteigs-
kirkju i janúar. Guðni Þ.
Guömundsson, Carsten
Svanberg og Knud Hovald
leika verk eftir Marcello,
Bach og Pál Ólafsson frá
Hjarðarholti.
21.25 „Kona á Spáni”, smá-
saga eftir Gunnar Gunnars-
son blaðamann. Höfundur
les.
21.45 Kórsöngur. Karlakórinn
Fóstbræöur, Erlingur Vig-
fússon, Kristinn Hallsson,
Eygló Viktorsdóttir og Carl
Billich flytja lög eftir Gylfa
Þ. Gislason við ljóð Tómas-