Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 28

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 21. marz 1976 „Hinn ferski tónn" — AAinningarsýning um Asgrím Jónsson Fyrsta verkefni Kjarvals- staða eftir formbyltinguna i húsrekstrinum er yfirlitssýning á verkum Ásgrims Jdnssonar. Þessi sýning hafði reyndar ver- iö ákveöin i gainla stilnum, þeg- ar aldarafmæli listamannsins var ekki langt undan. Ásgrimur Jónsson fæddist ár- ið 1876 i Rútsstaðahjáleigu i Gaulverjabæjarhreppi, og voru foreldrar hans þau Jón Guðna- son bóndi þar og kona hans Guð- laug Gisladóttir. Ólst Asgrimur upp i foreldrahúsum fram yfir fermingaraldur, en dvaldist sið- an i „Húsinu” á Eyrarbakka sem matvinnungur. Siðan hélt hann á skútur, en það var i þá daga eitt bezta úrræði þeirra, er ekki áttu jarðir til að hokra á. Að þvi búnu lá leiðin vestur á Bildudal, þar sem þá var miki) drift, verzlun, fiskveiðar og fiskverkun, en þá stóð fyrirtæki Péturs Thorsteinssonar með hvað mestum blóma. Asgrimur varð handgenginn kaupmanns- fjölskyldunni á Bildudal, og er það dálitið merkilegt, að hann skyldi kynnast tveimur mestu menningarheimilum kaup- manna seinustu aldar svo náið, þvi þar voru listir i hávegum hafðar. autoheat FOR ACCURATE GREENHOUSE HEATING ÁL-GRÓÐURH ÚS [22sl] fyrir heimagarða 8 X 10 fet. ÁætlaS verð kr. 72.000 8X12 fet. Áætlað verð kr. 79.000 Sjðlfvirkir hitablásarar 2500 wött kr. 13.790 3000 wött kr. 15.125 Ál-sólreitir / blómakassar, Stærðir122 X 70 cm. kr. 7.700 Hillur 122 cm. kr. 1.750 Borð 244 cm. kr. 12.500 f fyrra seldust EDEN húsin upp, enda verðið hvergi lægra. Nú erum við að fá nýjar sendingar til afgreiðslu af lager I þessum mánuði. Vegna góðrar samvinnu við framleiðendur getum við boðið óbreytt verð frá s.l. ári. Við ráðleggjum kaupendum að hafa samband við okkur strax og tryggja sér hús, en s.l. sumar seldust húsin jafnóðum og urðu allmargir að blða næstu sendinga. KLIF Vesturgötu 2, Reykjavlk Simi 23300 til kl. 7 e.h. F'yrsta myndin Ásgrimur Jónsson mun hafa málað sina fyrstu mynd mjög ungur austur i Gaulverjabæ, og liklega veit enginn nú, hvers vegna hann gerði það, en mynd- ina gerði hann með taublánku og krit. Si'ðan er hann ávallt með slikt myndföndur og á ár- unum vestur á Bildudal hefur hann liti og málar og Asthildur kona Péturs Thorsteinsson, keypti af honum fyrsta mál- verkið, sem hann selur, og taldi Asgrimur það sjálfur stórkost- legan viðburð og taldi sig ekki hafa gert minnisstæðari kaup. Þarna fyrir vestan vann hann að húsamálun og skipamáln- ingu. Enn fremur var hann fenginn til þess að mála leik- tjöld, en verzlunin kostaði leik- sýningar auk annars, er hún gjörði til menningarþarfa. 1 októ ber árið 1897 hélt hann sið- an til Kaupmannahafnar til þess að reyna að komast i listnám. Ekki var farareyririnn mikill, 200 krónur, er hann hafði sparað saman, og ekki gat hann átt von á fjárstuðningi heimanað þvi að hann var af fátæku, barnmörgu heimili. Fyrstu tvö árin ytra vann hann fyrir sér með húsgagna- málun, en stundaði jafnframt nám i teikningu, og eftir tvö ár fékk hann inngöngu i konung- lega listaskólann. Ekki var það ætlunin að rekja hér ævisögu Asgrims Jónsson- ar, enda hefur sá er þetta ritar ekkertundir höndum til þess, en þessi upprifjun er samt nauð- synleg til þess að gera ofurlitla grein fyrir þeim málara, er um sumt má teljastfaðir islenzkrar málaralistar eins og hún er nú. Það er nokkuð annað að byrja málaraferil þar sem myndlistir standa með blóma og listheim- urinn er svo að segja allur við höndina fyrir hvern sem hafa vill, en það var meðal annars verk Ásgrims Jónssonar að færa okkur þennan heim, a.m.k. hluta hans, og fá svo þjóðina til þess að opna fyrir honum aug- un. Þjóðin lærði að meta nýjan snilling Ekki verður annað sagt en að þjóðin hafi tekið honum tveim höndum, þegar hann kom fyrst heim með myndir, og til marks um það er m.a. það, að Alþingi veitti honum 600 króna styrk án mótatkvæða árið 1903, sem telj- ast verður dálagleg upphæð, þegar þess er gætt, að jafn ráð- deildarsamur maður og As- grimur var, átti aðeins rúmar tvö hundruð krónur eftir „sjö ára strit”, þegar hann hélt til Kaupmannahafnar. Arið 1907 veitti svo Alþingi honum 3000 kröna styrk til Suður-Evrópu- farar, og Asgrimur hélt suður alla Evrópu og allt suður til Italiu. Þetta var mikil gæfa. Um þessar mundir var doði yfir danska listaskólanum. Þar var ekkert að gerast, en i Þýzka- landi, i suðri, voru ný teikn á listhimni, expressionisminn, sem siðar hafði ómæld áhrif á myndlist Asgrims Jónssonar. Asgrimur er einkum þekktur fyrir landslagsmyndir sinar og myndir úr þjóðsögum. Hann byrjaði snemma á siðarnefnda myndefninu. Þannig er sú fræga mynd „Nátttröllið á gluggan- um” gerð þegar árið 1905, og mjög snemma fór hann einnig að fást við myndefni úr fomsög- um okkar. Elztu myndirnar á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru frá árinu 1890, þegar As- grimur var aðeins 14 ára gam- all, en alls eru 270 verk á sýn- ingunni, vatnslitamyndir, túss- myndir, kol og blýantsteikning- ar, og svoauðvitað oh’umálverk. Verkunum er raðað eftir mynd- efni, en ekki eftir aldri, eða af handahófi. Úr dimmu i birtuna Ef þessar myndir, lifsverkið i heild, er skoðað, þá eru elztu myndirnar þungbúnar á svip- inn, eins og málarinn reyndar oft sjálfur á gömlum ljósmynd- um. Draumlynd alvara og still- ing. Ég minnist málarans þegar ég var unglingur, og fannst hann þó ekki par skuggalegur á að lita, heldur virðist svipur hans einhvernveginn sterkur á bak við þessar gömlu myndir. Svo fer smám saman að birta, ósköp hægt þó. Menn eins og Ás- grímur Jónsson hlupu ekki eftir tizku, heldur unnu að mark- vissri þróun. Um þetta segir Bjöm Th. Björnsson i ritgerð, en þar fjallar hann um heim- sókn Ásgrims til Berlinar: ,,t söfnum Berlfnar var mikið að sjá af hinni nýju list, en það voru enn sem fyrr impression- istarnir sem athygli Ásgrims beindist helzt að”.Enn fremur: „Svo sem brautryðjandahlut- verki Ásgrims var háttað hefði slik snögg breyting verið sögu- lega óhugsanleg” Eftir 1940 fer siðan aht i bál, og sumar myndir hans eru i rauninni ekki annað en kröftug- ar kompositionir i kröftugum litum og grófum pensildráttum. A þessu timabili virðist hann hafa djúptækust áhrif á islenzka myndlist, á aðra málara. Þó er i sjálfu sér ekki auðvelt að skil- greina megipþungann i verkum hans, né heldur var hann rig- bundinn við einfalda aðferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.