Tíminn - 01.08.1976, Page 6

Tíminn - 01.08.1976, Page 6
6 TíMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. Skautbúningur Hólmfriöur Kósinkranz ... Ingólfur Davíðsson: Byggtog b«ííö 133 í gamla daga «/ „Fósturlandsins freyja, fagra vanadis” kvað skáldpresturinn Matthías. „Hver er konan bak við hann,” segja Frakkar, þeg- ar einhver kemst til vegs og virðingar.Hverjar eru konurnar fjórar saman i skautbúningi á korti Thiele, Reykjavik? Þær hafa reynivið, helluvegg og burstir að baki. Er þessi mynd e.t.v. frá 1930? Ekki veit ég heldur hver konan á peysuföt- unum er. Á kortið er ritað til fröken ÓLAFIU Jónsdóttur i. Osló i Noregi áriö 1937. A korti merkt Island mun myndin sýna Guðriöi Guð- mundsdóttur frá Lambhúsum á Akranesi. „Úr þeli þráð að spinna mér þykir næsta indæl vinna” kvað Jón Thoroddsen fyrir löngu, meðan spuni á rokk var algeng vinna. Konan við rokkinn á korti 0. Johnson & Kaaber, mun vera Hólmfriður Rósinkranz. Ullar- lár stendur á gólfinu. Þær eru hárprúðar m jög, Hólmfriður og Guðriður. Peysuhúfan er blá á höfði Hólmfriðar, en mest ber á hvitum, brúnum og bláum litum i búningnum. Litum á heyskaparfólkið. „Fellur vel á velli verkið karli sterkum — glymur ljárinn gaman, grundin þýtur undir — hrifan létt mér eftir.” Flest full- orðið fólk kannast við þessar setningar i sláttuvisum Jónasar. Stúlkurnar á þessari mynd hafa vafið hvitar skýlurnar fast að höfði sér. Kannski er myndin frá þeim timum þegar konur vildu jafnan vera bjartar á hörund og forð- uðustað verða brúnar af sólinni. Þekkir einhver fólkið á mynd- inni og veit hvar og hvenær hún var tekin? Allar þessar myndir hefur Bjarni Guðrrundsson póst- maður léð i þáttinn. 1 þættinum 18. júli var birt mynd af húsinu Skálholtsstig 3. Þar bjó lengi Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur og yfirkennari með fjöl- skyldu sinni. Guðriður Guömundsdóttir frá Lambhúsum Akranesi Heyskaparfólk I gamla daga

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.