Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.08.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 1. ágúst 1976. Evrópumeistaramót unglinga hefst í dag Eins og kom fram i Timanum i siðustu viku,-þá er islenzka unglingalandsliðið i bridge á leið til Sviþjóðar, þar sem það mun taka þátt i Evrópumóti unglinga. Þetta er i 5. sinn, sem það mót er haldið og hafa ís- lendingar tekið þátt i þvi einu sinni áður eða_i Kaupmanna- höfn 1974 þar s’en* þefr nöfnuöu i 12. sæti af 20. Sveitin, sem fer út á þetta mót er greinilega mjög vel skipuð, en i sveitinni eru: Helgi Sigurðsson, Helgi Jónsson, Sigurður Sverrisson, Sverrir Ármannsson, Jón Baldursson og Guðmundur P. Arnarson. Þessi sama sveit er núverandi Reykjavikurmeistarar og þeir höfnuðu i öðru sæti á Islands- mótinu. Þvi er engin furða, að margir búast við miklu af liðinu og nokkrir af fróðustu mönnum okkar um þessi málefni vilja bendla sveitina við verðlauna- sæti. Mótið, sem hefst i dag, stendur fram á n.k. laugardag, en fri verður á miðvikudaginn. 18 þjóðir taka þátt I Evrópu- mótinu að þessu sinni og eru það sömu þjóðir og siðast, nema hvað Grikkland og Sviss eru ekki með nú. Timinn mun eftir beztu getu reyna að færa lesendum sinum fréttir af mótinu. Eitt spil af unglingalandsliðsæfingu Hér er spil, sem kom fyrir á einni af æfingum unglinga- landsliðsins i sumar. Helgi Sigurðsson i suður opnaði á spaða, Helgi Jónsson i norður sagði 2 hjörtu, suður 3 spaðar, norður 4 spaðar, sem varð loka- samningurinn. Guðmundur Páll i vestri spilaði út tigulkóng. NORÐUR S. 975 H. K D T. A G L. x x x VESTUR AUSTUR S. S. D 108 H. 10 9 x x T. KD x xx H. AG x T. xx xx L. G 10 xx L. D x x S. a1k G 6432 H. x T. xx . L. AKx Þegar lesandinn sér allar hendurnar, þá er auðvelt að mæla með spaðasviningunni. En auðvitað sá Helgi Sigurðsson ekki allar hendurnar og ef hann ætlaðtað svina, þá varð hann að gera það strax iöðrum slag, þvi hann á enga aðra innkomu en tigulásinn. En hvers vegna að svina, þegar likurnar eru mun meiri, að drottningin falli önn- ur eða blönk? En þrátt fyrir þessa stað- reynd, þá svinaði Helgi og vann sitt spil léttilega. Heppni? Alls ekki. Eftir að hafa tekið útspilið með tigulás, þá spilaði hann smáum spaða og þegar Jón Baldursson i austri kom með spaða,þá vissisagnhafi aðengu máli skipti þótt vestur fengi slaginn, jafnvel á blanka drottn- ingu. Þvi þá skiptist spaðinn 2-1 og sagnhafi á innkomu á niuna i blindum og getur kastað laufi i hjartaháspil. Frábær öryggis- spilamennska. bridge lslenzka unglingalandsliðið I bridge, sem nú tekur þátt i Evrópumótinu. Talið frá vinstri: Sverrir Armannsson, Helgi Sigurðsson, Jón Baidursson, Guðmundur P. Arnarson, Helgi Jónsson, Sverrisson og Páll Bergsson fyrirliöi án spilamennsku. „Vonast eftir verðlaunasæti" sagði Páll Bergsson, fyrirliði unglingalandsliðsins Páll Bergsson, fyrirliði isl. unglingalandsliðsins (án spila- mennsku), er þekktur bridge- spilari og hefur m.a. þrisvar sinnum tekið þátt i landsliðs- keppnum. Á hans herðum hefur hvilt val og þjálfun núverandi unglingalandsliðs. Við báðum Pál að segja okkur eitthvað frá undirbúningnum. Hvernig var þetta lið valið? Upphaflega voru valin 9 pör til æfinga og voru spilaðir 6 leik- ir frá miðjum febrúar og fram i april. Þá höfðum við valið það unglingalandsliðið, sem nú fer á Evrópumótið i Sviþjóð. Hvernig hefur æfingum verið háttað? I rúman mánuð hafa æfingar staðið yfir af fullum krafti. Við höfum hitzt svona 3-5 sinnum i hverri viku, þótt allir strakarnir hafí ekki alltaf verið á æfing- unni. Þar höfum við spilað leiki og reynt að fá góða menn á móti okkur. T.d. spilaði liðið tvisvar við Islandsmeistarana. Þá höfum við stundum spilað tilbúin spil, sem bæði geta verið lærdómsrik og svo hafa þau ver- ið þannig sniðin, að strákarnir hafa ekki gleymt að vera var- kárir. Einnig höfum við haft samræðufundi. Á þessum æfing- um höfum við notið liðsinnis Einars Þorfinnssonar, hins gamalkunna landsliðsspilara. En si'ðustu vikuna fyrir mótið höfum við svo tekið okkur hvild. Og hvernig lýst þér svo á mót- ið? Það verða spilaðir þrir leikir á hverjum degi nema tveir á laugardegi og svo er fri á mið- vikudeginum, þannig að þetta Páll Bergsson, fyrirliði ung- lingalandsliðsins. er nokkuð strangt prógramm. Það ætti þó ekki að koma að sök, þvi strákarnir eru i mjög góðri þjálfun og hafa vanizt langri spilamennsku. Fyrstu fimm umferðirnar verða áberandi erfiðastar. Þá spilum við m.a. við núverandi Evrópumeistara, Sviana svo og við Norðmenn, sem eru núver- andi Norðurlandameistarar. Ef við komumst slysalaust frá tveimur fyrstu dögunum, þá yrði ég nokkuð bjartsýnn á út- komuna og i raun og veru von- ast ég eftir verðlaunasæti, sagði Páll að lokum. Jakob AAöller um nýju bridgelögin: Haldið áfram þeirri þróun að að skilja keppnis- og rúbertubridge í vor kom út á vegum B.S.t. alþjóðalög um keppnisbridge, sem voru þýdd af Jakobi Möller lögfræðingi. Jakob er einnig þekktur landsliðsspilari og var fyrirliði isl. unglingalands- liðsins á siðasta Evrópumóti. Við ræddum stuttlega við hann um nýju bridgelögin svo og för unglingalandsliðsins til Sviþjóðar. Hver er helzta breytingin, sem hefur oröið á bridgelögum og kemur fram i þessari útgáfu? Það má segja, að hér sé um að ræða 5 verulegar efnisbreyt- ingar, sem miða að þvi aö að- skilja keppnisbridge og rúbertubridge og er þvi þeirri þróun haldiö áfram. Það er mikilvægt, aö það komi fram, að þessum lögum er ekki ætlað að koma i veg fyrir svindl, heldur eru þetta frekar velsæmisreglur, sem við nefnum svo. Það er verið aöskilgreina aöferðir og ákveða bætur, þegar spilari brýtur af sér hvort sem það er vegna slysni eða athugunarleysis. Þessarvelsæmisreglur eru tvi- mælalaust til mikilla bóta. -Nú hefur þú verið fyrirliði unglingalandsliðsins og einnig spilað meö þessum strákum i sveit hérna heima. Hverju mundir þú vilja spá um árangurinn á mótinu, sem hefst i dag? 1 yngstu aldursflokkunum eru alltaf miklar breytingar, þvi spilararnir missa þátttökurétt- inn, þegar þeir verða of gamlir. En okkar sveit er skipuö strákum, sem allir hafa áður spilað á mótum erlendis. A siðasta Evrópumóti, hafði enginn i þeirri sveit neina reynslu, sem er auövitað mjög bagalegt. Þrátt fyrir það náðu þeir 12. sæti, sem hlýtur að teljast mjög góöur árangur. En nú eru þeir ekki einungis búnir að öðlast reynslu erlendis, heldur eru þeir einnig búnir að öðlast reynslu hérna heima sem toppspilarar. Ég veit að margar af erlendu sveitunum, sem voru hvað beztar á siðasta móti eru nú skipaðar að einhverju leyti nýliðum. Þvi finnst mér ekki fjarstæðukennt að spá strákun- um verðlaunasæti á þessu Evrópumóti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.